Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 8
628 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 áframhaldandi starfi erfðarannsóknarfyrirtækja á íslandi. Slíkur grunnur gæti verið til margra hluta nytsamlegur. Hann eykur hins vegar hætt- una á því að mikið magn af persónuupplýsing- um komist í hendur þeirra sem hugsanlega vildu nýta upplýsingarnar til annars en til er ætlast, sjálfum sér til framdráttar eða fjárhags- legs ávinnings. Persónuvemd er aldrei full- komlega tryggð og í slíkum gagnagrunni verð- ur skaðinn, ef hann skeður, af allt annarri stærðargráðu en við núverandi skráningu. í því frumvarpi sem nú liggur fyrir virðist hlutverk Tölvunefndar ekki fulljóst og óvíst hvort nefndin getur rækt eftirlitshlutverk sitt. Þá vakna ennfremur spurningar um það, hvort upplýsingarnar eru einkamál þeirra sem þær veita ef þær geta haft afgerandi þýðingu fyrir afkomu afkomenda þeirra sem upplýsingarnar veittu. Það leikur mikill vafi á því hvort veita eigi einum aðila einkaleyfi til reksturs slíks gagnagrunns. Þetta á ekki síst við af þeirri ástæðu að með slíku leyfi em það ekki lengur læknisfræðileg og siðferðileg sjónarmið sem ráða ferðinni í vísindarannsókum, heldur ein- göngu fjárhagsleg sjónarmið. Slíkt hlýtur að leiða til skerðingar á frelsi til vísindarannsókna og hugsanlega stöðnunar. Fagna ber þeirri miklu vakningu sem er í mannerfðafræðirannsóknum á íslandi. Leita þarf leiða til þess að samræma sjónarmið lækna sem vernda eiga viðkvæmar persónuupplýsing- ar og þeirra sem nýta vilja sér þær til mann- erfðafræðirannsókna. Fyrirliggjandi frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði gerir það ekki í núverandi mynd. Ríki ekki sátt um þetta mikilvæga mál er hætt við að erfiðleikum verði bundið að koma á fót og reka gagnagrunninn í framtíðinni. Miklir hagsmunir eru í húfi. Guðmundur Björnsson formaður Læknafélags íslands Gagnagrunnsmálið í Læknablaðinu Læknablaðið heldur áfram umfjölllun um frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði. Auk ritstjórnar- greinar birtist í þessu tölu- blaði samþykkt stjórnar LÍ, viðtal við formann Lækna- félags Reykjavíkur og þrjár aðsendar greinar. Fjallað hefur verið um málið í þremur síðustu tölu- blöðum. í maíblaðinu var frumvarpið birt í heild ásamt athugasemdum. Einnig voru birtar umsagnir um það, greinar eftir Tómas Zoéga, Jón Jóhannes Jónsson og Odd Benediktsson og viðtöl við Harald Briem og Einar Odds- son. Einnig var fjallað um frumvarpið í formannsspjalli og ritstjórnargrein blaðsins. í júníblaðinu voru viðtöl við Kára Stefánsson og Dögg Pálsdóttur og í júlí/ágúst- blaðinu var rætt við Örn Bjarnason og Sigurð Björns- son. Þar birtist einnig grein eftir Skúla Sigurðsson og umsögn landlæknis um gagnagrunnsfrumvarpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.