Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 32

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 32
650 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Eitt metnaðarfyllsta verkefni íslenskrar heilbrigðisþjónustu Kristleifur Kristjánsson Þróun og tilbúningi allra lækningatóla, lækningaað- ferða og lyfja fylgir ákveðin áhætta sem bæði sjúklingarnir og þeir seni rannsóknirnar stunda eru reiðubúnir að taka. Við allar slíkar þróunarrann- sóknir er reynt að halda áhætt- unni í lágmarki og í flestum tilfellum þarf samþykki og eftirlit opinberra aðila til þeirra. Ljóst er þó að án vilja til að taka þessa áhættu hefðu engar framfarir eða þróun orð- ið í læknisfræði. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði undir eftirliti opinberra aðila og heilbrigðisstofnana er algerlega sambærilegur við þau kerfi sem tíðkast við þró- un nýrra lyfja, þar með talin leiðin til fjármögnunar hans. I umfjöllun um tillögu að miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði hefur um of verið einblínt á áhættuna sem kynni að vera honum samfara og margt verið tínt þar til. Því hef- ur til dæmis ítrekað verið hald- ið fram að samsetning hans, tilvist og notkun stangist á við almenn mannréttindi um rétt til einkalífs, brjóti í bága við trúnað við sjúklinga og gangi þvert á alþjóðasamþykktir og siðareglur. Frekari athugun á Höfundur er læknir og forstöðumaður samvinnusviðs islenskrar erfðagrein- ingar ehf. Kristleifur Kristjánsson. þessum fullyrðingum leiðir að jafnaði í ljós hið gagnstæða. I hnotskurn eru það aðeins tvö atriði sem gagnrýnin og spurningarnar hafa snúist um: persónuvernd og friðhelgi einkalífsins annars vegar og hins vegar einkaleyfi til við- skiptalegrar nýtingar. Gagnagrunnurinn byggir á ópersónu- tengdum gögnum Skilgreiningin á því hvað teljast persónutengd gögn, varð- veisla þeirra og notkunarað- ferðir eru grundvallarforsendur þess að hægt sé af siðfræðileg- um ástæðum að réttlæta tilbún- ing og tilvist miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði. Því aðeins að menn geti sætt sig við það öryggi sem fyrirkomulag nafnleyndar- kerfis og aðferðarfræði dul- kóðunarinnar bjóða uppá, geta þeir yfirstigið þær siðfræði- legu efasemdir sem hljóta að vakna um réttmæti gagna- grunns af þeirri gerð sem um er rætt. Þær efasemdir sem fram hafa komið um réttmæti þess að ríkisvaldið eða Al- þingi íslendinga hafi vald til að leyfa víðtæka söfnun við- kvæmra upplýsinga um ein- staklinga í einn miðlægan gagnagrunn eru sprottnar af umhyggju fyrir friðhelgi einkalífsins og virðingu gagn- vart því trausti sem einstak- lingar sýna læknum og með- ferðaraðilum heilbrigðisstofn- ana. Allar spurningar um sið- fræðilegt réttmæti og eignar- rétt ríkisvaldsins á upplýsing- unum koma til vegna áhætt- unnar sem einstaklingar eru taldir verða fyrir við það að upplýsingum um þá er safnað í gagnagrunninn. Ekkert kerfi er fullkomlega öruggt, en íslensk erfðagreining hyggst búa svo um hnútana að nánast engin hætta verði á að per- sónuupplýsingar verði að- gengilegar óviðkomandi. Hér verða menn að vera tilbúnir að taka ákveðna áhættu, líkt og gert er við allar læknisfræði- legar rannsóknir og skráningu persónutengdra heilsufarsupp- lýsinga af hvaða toga sem er.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.