Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 32

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 32
650 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Eitt metnaðarfyllsta verkefni íslenskrar heilbrigðisþjónustu Kristleifur Kristjánsson Þróun og tilbúningi allra lækningatóla, lækningaað- ferða og lyfja fylgir ákveðin áhætta sem bæði sjúklingarnir og þeir seni rannsóknirnar stunda eru reiðubúnir að taka. Við allar slíkar þróunarrann- sóknir er reynt að halda áhætt- unni í lágmarki og í flestum tilfellum þarf samþykki og eftirlit opinberra aðila til þeirra. Ljóst er þó að án vilja til að taka þessa áhættu hefðu engar framfarir eða þróun orð- ið í læknisfræði. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði undir eftirliti opinberra aðila og heilbrigðisstofnana er algerlega sambærilegur við þau kerfi sem tíðkast við þró- un nýrra lyfja, þar með talin leiðin til fjármögnunar hans. I umfjöllun um tillögu að miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði hefur um of verið einblínt á áhættuna sem kynni að vera honum samfara og margt verið tínt þar til. Því hef- ur til dæmis ítrekað verið hald- ið fram að samsetning hans, tilvist og notkun stangist á við almenn mannréttindi um rétt til einkalífs, brjóti í bága við trúnað við sjúklinga og gangi þvert á alþjóðasamþykktir og siðareglur. Frekari athugun á Höfundur er læknir og forstöðumaður samvinnusviðs islenskrar erfðagrein- ingar ehf. Kristleifur Kristjánsson. þessum fullyrðingum leiðir að jafnaði í ljós hið gagnstæða. I hnotskurn eru það aðeins tvö atriði sem gagnrýnin og spurningarnar hafa snúist um: persónuvernd og friðhelgi einkalífsins annars vegar og hins vegar einkaleyfi til við- skiptalegrar nýtingar. Gagnagrunnurinn byggir á ópersónu- tengdum gögnum Skilgreiningin á því hvað teljast persónutengd gögn, varð- veisla þeirra og notkunarað- ferðir eru grundvallarforsendur þess að hægt sé af siðfræðileg- um ástæðum að réttlæta tilbún- ing og tilvist miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði. Því aðeins að menn geti sætt sig við það öryggi sem fyrirkomulag nafnleyndar- kerfis og aðferðarfræði dul- kóðunarinnar bjóða uppá, geta þeir yfirstigið þær siðfræði- legu efasemdir sem hljóta að vakna um réttmæti gagna- grunns af þeirri gerð sem um er rætt. Þær efasemdir sem fram hafa komið um réttmæti þess að ríkisvaldið eða Al- þingi íslendinga hafi vald til að leyfa víðtæka söfnun við- kvæmra upplýsinga um ein- staklinga í einn miðlægan gagnagrunn eru sprottnar af umhyggju fyrir friðhelgi einkalífsins og virðingu gagn- vart því trausti sem einstak- lingar sýna læknum og með- ferðaraðilum heilbrigðisstofn- ana. Allar spurningar um sið- fræðilegt réttmæti og eignar- rétt ríkisvaldsins á upplýsing- unum koma til vegna áhætt- unnar sem einstaklingar eru taldir verða fyrir við það að upplýsingum um þá er safnað í gagnagrunninn. Ekkert kerfi er fullkomlega öruggt, en íslensk erfðagreining hyggst búa svo um hnútana að nánast engin hætta verði á að per- sónuupplýsingar verði að- gengilegar óviðkomandi. Hér verða menn að vera tilbúnir að taka ákveðna áhættu, líkt og gert er við allar læknisfræði- legar rannsóknir og skráningu persónutengdra heilsufarsupp- lýsinga af hvaða toga sem er.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.