Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 37

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 653 hans. Jafnframt gefur yfirlýs- ingin möguleika til rannsókna á þeim einstaklingum sem ekki eru í aðstöðu til að gefa santþykki eða skortir hæfni (capacity) til að veita sam- þykki, svo framarlega sem: 1) ýtrustu takmarkana og var- færni sé beitt, 2) að rannsókn- irnar séu til að bæta heilsu annarra einstaklinga í sama aldurshópi og/eða með sama sjúkdóm, 3) að rannsóknimar og framkvæmd þeirra séu í samræmi við gildandi lög, 4) að rannsóknirnar samræmist vernd mannréttinda, 5) að hagsmunir einstaklinganna séu hafðir í fyrirrúmi og 6) að möguleikar til samþykkis og þagnarskyldu séu einungis takmarkaðir með lagasetningu eða innan ramma gildandi laga og þá fyrir ærnar ástæður og innan ramma alþjóðalaga um almenning og mannrétt- indi (4. og 9. grein yfirlýsing- arinnar). Einnig segir í 12. grein yfirlýsingarinnar að frelsi til rannsókna, sem er nauðsynlegt til framþróunar þekkingar, tilheyri frjálsri hugsun og að rannsóknir á sviði líffræði, erfðafræði og læknisfræði sem tengjast erfðamengi mannsins skulu leitast við að lina þjáningar og bæta heilsu jafnt einstaklinga sem og alls mannkyns. Framfarir í læknavís- indum háðar aðgangi að upplýsingum I inngangi að tilmælum ráð- herranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja frá 13. febrúar 1997 kemur fram að tilinæl- unum sé ætlað að koma í stað- inn fyrir eldri tilmæli (No. R (81)1 frá 1981) um reglur varðandi sjálfvirka læknis- fræðilega gagnagrunna (auto- mated medical databanks). Þessa sé þörf vegna aukinnar sjálfvirkrar tölvuvæddrar meðhöndlunar heilsufarsupp- lýsinga, ekki aðeins til læknis- fræðilegrar meðferðar, heldur einnig rannsókna og stjórnun- ar bæði innan og utan heil- brigðiskerfísins (3. og 7. máls- grein). I fimmtu málsgrein inn- gangsins segir ráðið tilmælin vera skrifuð sérstaklega í ljósi þess að framfarir í læknavís- indum séu að miklu leyti háð- ar aðgengi læknisfræðilegra upplýsinga. í UNESCO yfir- lýsingunni og flestuin öðrum yfirlýsingum um sama efni þá segir í 6. málsgrein að nauð- synlegt sé að tryggja trúnað og öryggi persónuupplýsinga varðandi heilsufar og það að upplýsingarnar séu notaðar með hliðsjón af rétti og grund- vallarfrelsi einstaklingsins, sérstaklega rétt hans til einka- lífs (privacy). Skilgreining Evrópu- ráðsins á ópersónu- tengdum upplýsingum I skilgreiningum með til- mælunum (1. töluliður, 1. málsgrein) segir að persónu- upplýsingar eða persónu- tengdar upplýsingar (personal data) teljist allar upplýsingar sem tengjast tilteknum eða til- greinanlegum einstaklingi. Einstaklingur skal ekki teljast tilgreinanlegur (identifiable) taki slík auðkenning mikinn tíma og mannafla (unrea- sonable amount of time and manpower). Upplýsingar um einstaklinga sem samkvæmt þessari skilgreiningu eru ekki greinanlegir teljast ópersónu- tengdar (anonymous), segir í sömu málsgrein. Þegar kemur að notkun upplýsinga í rannsóknum þá gera tilmælin meginmun á persónutengdum og ópersónu- tengdum gögnum (12. liður). í fyrstu málsgrein þessa liðar (12.1) er hvatt til þess að heilsufarsupplýsingar sem notaðar eru til vísindarann- sókna séu ópersónutengdar og að fagsamtök og vísindamenn ásamt stjórnvöldum skuli ýta undir og vinna að þróun tækni og aðferða til að tryggja nafn- leynd eða að gera upplýsingar ópersónutengdar (securing anonymity). í annarri máls- grein (12.2) segir: Ef slík nafnleynd hindri aftur á móti framkvæmd vísindaverkefnis og ef verkefnið hafi lögmætan tilgang (legitimate purpose) þá sé hægt að framkvæma það að uppfylltu einu eða fleirum af eftirtöldum skilyrðum: a) upplýstu samþykki þátttak- andans, b) upplýstu samþykki fulltrúa eða lögaðila sjálfræðis- skerts einstaklings, c) að fengnu leyfi tilskilinna lögboðinna aðila, og þá ein- ungis ef i) einstaklingurinn hafi ekki mótmælt notkun upplýsing- anna, ii) að þrátt fyrir umtals- verða viðleitni (reasonable efforts), þá sé vegna sér- stakra kringumstæðna ekki raunhæft að hafa samband við einstaklinginn til að leita samþykkis hans og iii) að markmið (interest) rannsóknanna réttlæti að þær séu leyfðar, d) að vísindarannsóknirnar séu gerðar samkvæmt laga- tilskipan og falli undir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðismálum (for pub- lic health reason). í þriðju grein 12. liðar (12.3) segir að að uppfylltum landslögum megi heilbrigðis- starfsmaður (health-care pro-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.