Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 44

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 44
660 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 tekur að framkvæma svokall- aða „brute-force attack“ þar sem allir mögulegir lyklar eru prófaðir, vex veldislega sem fall af lengd dulkóðunarlykils- ins. Svo að dæmi sé tekið þá þyrfti um 10,s tilraunir til þess að giska á réttan 128 bita lykil. Sömuleiðis má nota fleiri en eina dulkóðunaraðferð og ræðst þá öryggið af traustasta dulkóðunaralgríminu. Þess eru dæmi að dulkóð- unaraðferðir séu viljandi hafð- ar þannig að það sé mögulegt að brjóta þær með miklum til- kostnaði. Sem dæmi um þetta er A5 dulkóðunaraðferðin sem notuð er í GSM símum. Sú frétt sem birtist í Morgunblað- inu þann 15. aprfl 1998 þurfti því ekki að koma á óvart, þar sem sagt var frá því að tölvu- sérfræðingar við Berkeley há- skólann í Kaliforníu hefðu brotið algrímið. I fréttinni var tekið fram að verkið hefði reynst vísindamönnunum auð- veldara en þeir bjuggust við. Til þess að minnka ekki vægi fréttarinnar, var þess hvergi getið að þessi veikleiki væri vel þekktur og með ráðum gerður. (Schneier, Bruce: Applied Cryptography. 2nd ed, 1996, ISBN 0-471-12845- 7: bls. 389). Þeim aðferðum sem beitt er í dag til dulkóðunar á tölvu- tækum gögnum má lauslega skipta upp í tvær megingerðir: annars vegar „symmetric“ eða samhverfar aðferðir sem byggjast á einum lykli og svo hins vegar „public key“ eða tveggja lykla aðferðir. Sem dæmi um samhverfa aðferð er DES algrímið. f því er sami lykill notaður til dulkóðunar og afkóðunar. í tveggja lykla aðferðum, svo sem RSA alg- ríminu, er búið til samstætt par af lyklum. Annar lykillinn er notaður til þess að dulkóða gögnin en nota verður mót- stæðan lykil til þess að afkóða gögnin. Þar sem mögulegt er að afhenda samstarfsaðilum annan lykilinn án þess að gefa upp mótstæða lykilinn þá hentar þessi aðferð sérstak- lega vel til þess að dulkóða öll gagnasamskipti. Þegar fjöl- breytileiki frumgagnanna er takmarkaður, svo sem þegar kennitölur eru dulkóðaðar, er hins vegar mögulegt að giska á kennitöluna og dulkóða hana án þess að hafa báða lyklana. Því eru samhverfar dulkóðunaraðferðir notaðar til þess að kóða gögn sem þarf að vera hægt að bera saman á dulkóðuðu formi. Vinnuferli ÍE það öruggasta sem þekkist Töluvert hefur borið á því ^u matran súmatriptan TÖFLUR; N 02CJC04 R, E Hver tafla inniheldur Sumatriptanum INN, súkkínat, 70 mg eða 140 mg, samsvarandi Sumatriptanum INN 50 mg eða 100 mg. -STUNGULYFsc; N 02XXQ4_........... R, E 1 ml inniheldur Sumatriptanum INN, súkkínat, 16,8 mg, samsvarandi Sumatriptanum INN 12 mg, Natrii chloridum 7 mg, Aqua ad iniectabilia ad 1 ml. Elginlelkar: Súmatriptan virkjar sérhæft serótónínviðtaka af undirflokki 5-HTid í heilaæðum. Lyfið veldur þannig samdrætti í heilaæðum, einkum greinum a. carotis. Víkkun þessara æða er talin orsök verkjanna við mígreni. Verkun lyfsins hefst um 10-15 mínútum eftir gjöf undir húð, en 30 mínútum eftir inntöku. Aðgengi eftir gjöf i undir húð er nánast 100%, en að meðaltali 14% eftir inntöku . Blóðþéttni nær hámarki innan 25 mínútna eftir gjöf undir húð, en oftast innan 45 mínútna eftir inntöku. Dreifingarrúmmál er 2,7 l/kg. Binding við plasmaprótein er 20-30%. Lyfið umbrotnar að miklu leyti (80%) í óvirk umbrotsefni f lifur og skilst út í nýrum. Ábendingar: Erfið mígreniköst, þar sem ekki hefur náðst viðunandi árangur með öðrum lyfjum. Cluster (Hortons) höfuðverkur. Lyfið á einungis að nota, þegar greiningin mígreni eða Cluster-höfuðverkur er vel staðfest. | ..Fxábendingar: Kransæðasjúkdómur, alvarlegur háþrýstingur, blóðrásartruflanir í útlimum, nýrnabilun, lifrarbilun. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Ekki má nota samtímis lyf, sem innihalda ergótamín. Sumatran má ekki gefa fyrr en 24 klst. eftir gjöf ergótamíns og ergótamín má ekki gefa fyrr en 6 klst. eftir gjöf Sumatran. | Meðganga og brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort lyflð geti skaðað fóstur, en dýratilraunir benda ekki til þess. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í móðurmjólk. Aukaverkanir: Allt að 50% sjúklinganna fá einhverjar aukaverkanir. Ýmis þessara óþæginda hverfa eftir 30-60 mínútur og gætu sum þeirra verið hluti af mígrenikastinu. Algengar (>1%): Þreyta, sljóleiki. Tímabundin blóðþrýstingshækkun og húðroði. Ógleði og uppköst. Máttleysi og spenna í vöðvum. Náladofi og hitatilfinning. Svimi. Þrýstingstilfinning með mismunandi staðsetningu, oftast fyrir brjósti. Sjaldgæfar (0.1%-1%): Hækkun lifrarenzýma í blóði. Milliverkanir: Ekki máxiota samtímis lyf sem innihalda ergótamín. Engar sérstakar milliverkanir hafa fundist við própranólól, díhýdróergótamín, pízótífen eða alkóhól. . Varúð:VaraJDer.sjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins. Við notkun lyfsins geta komið fram tímabundin einkenni eins og brjóstverkur og þrýstingstilfinning, sem getur verið töluverð og leiðir stundum upp í háls. Þó þessi einkenni líkist hjartaöng, heyrir til undantekninga að þau séu af völdum samdráttar í kransæðum. Herpingur í kransæðum getur leitt til hjartsláttartruflana, blóðþurrðar og hjartavöðvadreps. Sjúklinga, sem verða fyrir slæmum eða langvarandi einkennum, sem líkjast hjartaöng, svo og þá sem hafa aukna áhættu á kransæðasjúkdómum, ber að rannsaka með tilliti til blóðþurrðar. AthugiðiStungulyfið má ekkigefa í æð vegna herpings í kransæðum og mikillar blóðþrýsingshækkunar, sem getur átt sér stað. Vegna takmarkaðrar klíniskrar reynslu er ekki mælt með notkun lyfsins handa sjúklingum eldri en 65 ára. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið á ekki að nota í fyrirbyggjandi augnamiði. Lyfið á að gefa við fyrstu merki um mígrenikast en getur verkað vel þó það sé gefið síðar. Sumatran erekki ætlað til varnandi meðferðar. Töflur: Venjulegur upphafsskammturerein 100 mg tafla. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur má gefa aðra töflu að minnst tveimur klst. liðnum og ekki er mælt með hærri sólarhringsskammti en 300 mg. f sumum tilvikum getur verið nægjanlegt að nota 50 mg töflur. Töflurnar á að gleypa heilar með vatni. Stungulyf: Venjulegur upphafsskammtur er 6 mg (ein sprauta) undir húð. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur má gefa aðra sprautu (6 mg) innan 24 klst., en minnst ein klst. verður að líða á milli lyfjagjafa. Takmörkuð reynsla er af gjöf fleiri en fjögurra skammta (24 mg) á mánuði. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð:........ Töflur 50mg: 12stk. (þynnupakkað) Verð kr. 11.355 Töflur .1OQ mg: 6 stk. (þynnupakkað) _ Verð Jcr._S.655 Stungulyf: Einnotaiiæla OS mg (=6 mg virkt efni) x 2 + lyfjapenni (Glaxo Pen) Verð kr. 7.961 Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka: E Apríl 1998

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.