Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 54

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 54
670 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 góð vegna þess meðal annars að gætt hefur verið fyllsta ör- yggis og varfærnislega farið með heilsufarsupplýsingar og þær aldrei sendar frá viðkom- andi stofnun.“ Hver stjórnar því hvað fer inn í gagna- grunninn? - Sú spurning hefur leitað á marga hvort ekki hefði þurft að tryggja þennan rétt betur en gert er. Þyrfti ekki að setja þar inn ákvæði um upplýst sam- þykki? „Jú, það tel ég nauðsynlegt því ákvæðið um rétt fólks til að neita tryggir ekki að inn í gagnagrunninn fari ekki upp- lýsingar sem fólk er á móti að fari þangað. Það er svo margt óljóst hvað þetta varðar. Nær neitunin til allra upplýsinga sem til eru um einstaklinginn, nýjar jafnt sem gamlar? Hver á að hafa eftirlit með því að þær fari ekki inn í grunninn? Það gæti reynst erfitt og flókið í framkvæmd að stýra því hvaða upplýsingar fara þar inn og hverjar ekki.“ - Nú starfar þú fyrir hóp sjúklinga sem telja má að séu allra manna viðkvæmastir fyr- ir þeirri áhættu sem þú ræðir um, það eru þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Eru geðlæknar sérstaklega uggandi um sína sjúklinga? „Já, það er eðlilegt að geð- læknar - eins og aðrir læknar - hafi miklar áhyggjur af til- komu miðlægs gagnagrunns. Um væri að ræða byltingu í geymslu og meðferð heilsu- farsupplýsinga. Læknum er það fullljóst í daglegu starfi sínu hversu mikilvægt það er að viðkvæmar upplýsingar leki ekki út. Af slíku getur hlotist óbætanlegur skaði, ekki síst í svona litlu samfélagi eins og við búum í.“ Hver bætir skaðann? - Það eru deildar meiningar um það gagn sem hægt er að hafa af miðlægum gagn- agrunni. Sérð þú fram á að sjúklingar þínir hafi eitthvert beint gagn af honum umfram þau almennu áhrif sem hann hefði? Fá þeir eitthvað til baka fyrir þær upplýsingar sem þeir láta af hendi? „Frumvarpið er sniðið að þörfum fyrirtækis sem ætlar að hagnast á starfseminni. Fjár- hagslegur ávinningur virðist geta orðið mikill fyrir það. Hins vegar er erfitt að sjá fyrir beinan ávinning einstakra sjúk- linga af tilkomu miðlægs gagnagrunns og sem læknir get ég ekki lagt sjúklinga mína í áhættu til þess að eitthvert fyrirtæki hagnist. Eg tel áhættuna sem felst í geymslu upplýsinga í miðlæg- um gagnagrunni of mikla fyrir sjúklingana og mig grunar að hún geti jafnvel orðið meiri en við gerum okkur grein fyrir núna. Auk hefðbundinna heilsufarsupplýsinga getur verið um að ræða nákvæmar upplýsingar um samsetningu erfðamengisins sem við höf- um ekki fyllilega gert okkur grein fyrir hvernig við eigum að umgangast. I svona gagna- banka gætu til að mynda falist upplýsingar sem sjúklingurinn ætti ekki að fá vitneskju um sjálfur. Það vekur athygli að í um- ræðunum um frumvarpið hef- ur mikið verið fjallað um einkaleyfi og því haldið fram að það sé nauðsynlegt til að tryggja afkomu fyrirtækisins og rekstur gagnagrunnsins. Það hefur hins vegar ekkert verið rætt um áhættu sjúklings- ins sem alltaf mun verða nokk- ur þrátt fyrir nýjustu tækni við dulkóðun. í frumvarpinu kem- ur ekkert fram um það hvernig á að bæta skaða ef af hlýst. Mér fyndist eðlilegt ef einka- leyfi fyrir slíkum rekstri er veitt að einkaleyfishafinn bæri einnig ábyrgð á hugsanlegum skaða einstaklinga. Það versta er þó að slíkur skaði yrði óbætanlegur.“ Umræðan endurspeglar óvissuna - Frumvarpið gerir ráð fyrir að einkafyrirtæki annist rekst- ur gagnagrunnsins en ef hann yrði til, myndi þér líða betur ef þú vissir af honum í hönd- um ríkisvaldsins? „Þetta hefur verið mikið rætt og sýnist sitt hverjum. En það hefur gætt miskilnings hvað varðar mun á gagna- grunni og miðlægum gagna- grunni. Gagnagrunnar eru til nú þegar og eru nauðsynlegir fyrir meðferð sjúklinga og til vísindastarfsemi. Um þá þurfa að gilda skýrar reglur. Um- ræðan um gagnagrunnsfrum- varpið hefur snúist mikið um lagatæknileg vandamál og sú umræða mun koma að gagni þegar reglur um gagnagrunna verða endurskoðaðar. En stóru spurningunni er hins vegar enn ósvarað: Er verjandi að skapa miðlægan gagnagrunn? Er óhætt að safna heilsufarsupp- lýsingum á einn stað og nota síðan sem verslunarvöru? Hverjum getum við treyst fyr- ir slíkri ábyrgð? Munu menn treysta ríkisvaldinu betur en einkafyrirtæki? Mér finnst miðlægur gagnagrunnur þess eðlis að það verður aldrei hægt að treysta neinum fyrir hon- um,“ sagði Olafur Þór Ævars- son geðlæknir. -ÞH

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.