Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 56

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 56
672 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 3. gr.). í skýringum með frum- varpinu segir, að með öðrum upplýsingum tengdum heilsu- farsupplýsingum sé til dæmis átt við ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar, sem notaðar séu til að greina og túlka heilsu- farsupplýsingar svo og upp- lýsingar um kostnað í heil- brigðisþjónustu. Fram kemur í skýringunum, að grunnurinn verði þannig upp byggður, að hægt verður að komast í upp- lýsingar þær, sem hann hefur að geyma, með rafrænum eða öðrum hætti. í einföldu máli má segja, að fyrirhugaður gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði sé samkvæmt þessu mið- lægur upplýsingabanki, sem hafi að geyma upplýsingar um heilsufar þegna íslensku þjóð- arinnar nokkra áratugi aftur í tímann. Þessi banki verður til við það, að starfsmenn heil- brigðisstofnana færa upplýs- ingar úr sjúkraskýrslum lands- manna inn í hinn miðlæga gagnabanka, þar sem þær eiga að varðveitast ópersónutengd- ar. Ætlunin er síðan að hag- nýta upplýsingar í bankanum með ýmsum hætti, meðal ann- ars með því að markaðssetja þær. Af hverju eru heilsu- farsupplýsingar auðlind? Þótt ég hafi í upphafi geng- ið út frá þeirri forsendu, að skráðar upplýsingar um heilsu- far íslensku þjóðarinnar séu auðlind, sem hagkvæmt geti verið að nýta, er eigi að síður nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um þá fullyrðingu og hvernig hún birtist í frum- varpinu. Rétt er líka að minna á þá staðreynd, að skráðar heilsufarsupplýsingar um ís- lensku þjóðina hafa fram til þessa verið hagnýttar með margvíslegum hætti, til dæmis í einstökum vísindarannsókn- um, en notkun af því tagi, sem gagnagrunnsfrumvarpið gerir ráð fyrir, er hins vegar ný af nálinni. í frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, segir, að mark- miðið með lögunum sé að heimila gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns með ópersónutengdum heilsufars- upplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heilbrigð- isþjónustu. (1. gr.). Kemur fram í skýringum, að með því að safna saman upplýsingunr úr sjúkraskrám og öðrum gögnum, sem fyrir hendi séu á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmönnum, megi afla nýrrar þekkingar, sem nýtist í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt gefist möguleikar á því að nýta þá fjármuni, sem renni til heilbrigðismála með mark- vissari hætti. I almennum athugasemdum með frumvarpinu segir, að Is- lendingar standi einna fremst- ir meðal þjóða heims sam- kvæmt mælikvörðum á heil- brigði. Þessi staða sé eftir- sóknarverð, og beri að leggja mikla áherslu á að vernda hana og styrkja. Nú séu teikn á lofti um, að íslendingar geti ef til vil! fært sér þessa sér- stöðu í nyt með nýjum og áhugaverðum hætti til margs konar ávinnings. Þá segir í at- hugasemdunum, að skráðar upplýsingar um heilsu ís- lensku þjóðarinnar séu þjóðar- auður, sem beri að varðveita og ávaxta eftir því sem kostur er. Sjúklingar og aðrir skjól- stæðingar heilbrigðisþjónust- unnar hafi gefið heilbrigðis- starfsmönnum ítarlegar upp- lýsingar um heilsu sína í þeim tilgangi að fá bót meina sinna eða til þess að taka þátt í ým- iss konar rannsóknum. Upp- lýsingum hafi verið safnað skipulega í marga áratugi og mikil vinna verið lögð í að tryggja sem vandaðasta skrán- ingu. Þannig hafi bæði starfs- menn heilbrigðisþjónustunn- ar, skjólstæðingar hennar og vísindamenn á heilbrigðis- sviði myndað hinar verðmætu upplýsingar, og kostnaður hafi verið greiddur af almannafé. Enn segir í almennu athuga- semdunum, að heilsufarsupp- lýsingar verði ekki metnar til fjár, því gildi þeirra sé fyrst og fremst fólgið í möguleikunum til að efla heilbrigði. Verði þeir möguleikar ekki nýttir, sé safn slíkra upplýsinga ekki mikils virði. Það auki augljós- lega verðmæti upplýsinganna, að Islendingar geti státað af góðri heilbrigðisþjónustu, góð- um árangri ýmissa aðgerða til að efla heilsu landsmanna og öflugu vísindastarfi. Þá segir enn fremur, að skipta megi ávinningi af gagnagrunni í fjóra meginþætti: 1. öflun nýrrar þekkingar um eðli heilsu og sjúkdóma, 2. aukin gæði og sparnaður í heilbrigðiskerfum, 3. uppbygging hátækniiðnað- ar á íslandi og þar með at- vinna menntaðs fólks, 4. möguleikar á því að laða til íslands starfsemi sem teng- ist gagnagrunninum. Réttmæti þess, sem hér var tilfært úr frumvarpinu og at- hugasemdum með því, hygg ég að fáir dragi í efa. Varð- veisla efnahagslegra gæða er Islendingum jafn mikilvæg og öðrum þjóðum, og því þarf þjóðin að nýta auðlindir sínar, sem eru margar og ólíkar inn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.