Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 70

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 70
684 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 hingað og þangað og brjóta um síðir út í fúin og viður- styggileg kaun. Þvílík sárasótt mun og meint í Þorl. bisk. sögu og hvað mun sjúkleiki Gissurar biskups hafa verið annað en sárasótt." Lýsing Jóns Magnússonar á sárasótt getur hugsanlega átt við um syphilis en nafnið er mjög lýsandi fyrir sjúkdóminn sem fjallað er um (16). Af lýsingu Sveins má glögglega sjá rugling varðandi sjúk- dómanöfn í hans tíð og eftir fyrri tíðar heimildum. Það er jafnframt ljóst að ekki er hægt að fullyrða að sárasótt í merk- ingunni syphilis/fransós sé sami sjúkdómurinn og sára- sótt eins og henni er lýst í sumum gömlum heimildum. Hugsanlega er tilgáta Sveins rétt að hér hafi verið um kirtlaveiki að ræða. Orðin átumein og krabba- mein voru notuð jöfnum hönd- um á 18. öld meðal almenn- ings og sem þýðing á carsi- noma og canser meðal lækna og þess vegna hafa margir tal- ið að átt væri við krabbamein eins og við þekkjum það í dag (17). I Lækningabók Jóns Pét- urssonar segir svo: (18) „...krabba eða átumein (Carsi noma, cancer) má réttilega telja meðal hinna verstu sára, bæði þess vegna að þeim fylgja mjög sárleg til- felli og jafnvel harmkvæli; hins og annars, að þau hafa trauðlega læknuð verið til skamms tíma. Ég veit vel, að ýmsir landsmanna minna láta sér um munn fara, þeir hafi þar og þar læknað Krabba, en vita þó alls ekki hvað Krabba- mein er, og því síður þeir fái það læknað, ..." Jón segir að helstu aðset- ursstaðir krabbameins séu andlit, háls, brjóst og fæðing- argangur kvenna, en geti verið alls staðar „Þar sem kirtlar eru fyrir“. Sveinn Pálsson hafði lýsti krabbameini þannig: (19) „Áta, Átumein (Carsinoma, cancer) nefnist og svo krabbi og krabbamein af þeim mörgu vognöglum og krókóttu hol- um sem ná út í holdið í sjálfu höfuðhárinu, étur mein þetta og forfærir bæði hinum hörðu sem blautu pörtum líkamans, og hefur að því leyti jafna illsku sem beináta og holdfúi til samans.“ Hér verður ekki úr því skor- ið um hvaða sjúkdóm var að ræða en sennilegt er að þetta sé einhvers konar kinlaveiki á háu stigi og jafnvel beináta eða beinhimnubólga (20). Nafnið segir ekki alltaf það sem við höldum að það segi. Sama er uppi á teningnum varðandi ýmsa aðra sjúkdóma þótt fátt verði fullyrt í þeim efnum. Athyglisvert er til dæmis að Sveinn gerir grein- armun á bólu og bólusótt en talið hefur verið að bæði þessi orð ásamt orðmyndinni bólna- sótt ættu eingöngu við bólu- sótt, það er variola/smallpox, og þess vegna væri hægt að skrásetja bólusóttarfaraldra aftur í aldir eftir rituðum heim- ildum (21). Mikilvægi íðorðasmíði Mikilvægi starfs Sveins Pálssonar og annarra lækna á upplýsingartímanum var að skilgreina vísindaþekkingu sína á íslensku og gera hana að hluta af íslenskum veru- leika. Hann var einnig að vinna að einu helsta markmiði Lærdómslistafélagsins að vernda og viðhalda íslenskri tungu. Segja má að hann sé einn helsti íðorðasmiður með- al íslenskra lækna, því þótt nöfn hans séu ekki öll frum- samin þá setur hann þau fram í vísindalegu samhengi og á skipulagðan hátt. Svarið við þeirri spurningu hvort nauð- synlegt hafi verið að íslenska læknisfræðiheiti eins og upp- lýsingamennirnir gerðu er já, ef við viljum búa í nútíma samfélagi þar sem menntun og manngildi eru sjálfsögð réttindi og heilbrigði almenn- ings talin frumskilyrði fyrir réttlátu þjóðfélagi. Á upplýsingartímanum koma út fyrstu skrifin um heilbrigðismál fyrir íslenskan almenning og þau gegna því mikilvægu hlutverki í að kynna lækna, lækningar og læknavísindi. Hér á landi voru tiltölulega margir læsir en það sem einkum hamlaði var kannski að íslenska bænda- samfélagið var ekki sérlega heppilegur jarðvegur fyrir upplýsingahugmyndir (22). Hins vegar er óhætt að full- yrða að læknum og fræðslu um heilbrigðismál hafi verið vel tekið. Hvergi verður vart andstöðu eða mótblásturs enda miðluðu læknar fróðleik til almennings án yfirlætis. Mikilvægt var að þeir skrif- uðu á íslensku og nýttu sér kunnáttu og orðaforða al- mennings. Með því móti átti erlend vísindaþekking greiðan aðgang inn í landið og hún varð hluti af daglegu lífi fólks. Þeirri stefnu hefur verið fylgt síðan og þess vegna mun óhætt að staðhæfa að almenn- ingur sé vel meðvita um lækn- isfræðilegan veruleika og þá kosti sem standa til boða hverju sinni. TILVÍSANIR 1. Wulff HR. Rökvís sjúkdómsgrein- ing og meðferð. Inngangsfræði klínískrar ákvarðanatöku, Reykja- vík: Iðunn. 1991: 58-9. 2. Sjá almennt um upplýsinguna hér- lendis, Upplýsingin á íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson, Reykjavík, 1990. 3. Fjölmargar kenningar eru uppi um það hvað hafi valdið því að lífslíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.