Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 72

Læknablaðið - 15.09.1998, Síða 72
686 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Opið bréf til landlæknis Reykjavík, 20. ágúst 1998. Virðulegi landlæknir. Ég vísa til bréfa minna til yðar vegna umsagnar stöðu- nefndar um umsækjendur um stöðu yfirlæknis á barna- og unglingageðdeild Landspít- alans (BUGL). Þar sem þér hafið ekki séð ástæðu til að svara þessum bréfum með viðhlítandi hætti sé ég mig knúna til að senda yður opið bréf í Læknablaðinu enda tel ég að málið varði alla lækna. Málavextir eru þeir að í maí sl. gaf stöðunefnd undir yðar formennsku umsögn um þrjá umsækjendur um umrædda stöðu. Mér var tjáð að um- sögnin skildi sig frá öðrum umsögnum stöðunefndar að því leyti að uinsækjendum var ekki raðað eftir hæfni og hafði spurnir af því að í nefndinni hefði konrið fram tillaga um að raða umsækjendum ekki eftir hæfni í þessu tilviki. Reglur þær sem stöðunefnd starfar eftir, sbr. lið 2.2.2 segja þó svo um þetta efni: „2.2.2 Endanlegt mat á hæfni og samanburður á umsækjendum. Þegar upp- lýsingum hefur verið safnað eru þær samræmdar og bornir saman verðleikar umsækjenda, ef fleiri en einn sækja um stöðuna, og út frá því er metið hver sé hæfastur fyrir umrætt starf.“ Með bréfi dags. 20. maí 1998 óskaði ég eftir því við yður að þér gæfuð mér upplýs- ingar um það hver hefði lagt slíka tillögu fram fyrir nefnd- ina. Jafnframt bað ég um skýringar yðar á því af hverju nefndin féllst á slíka tillögu þar sem hún er í andstöðu við starfsreglur hennar. Loks bað ég um afrit af umsögn nefnd- arinnar um sjálfa mig. Mér barst ljósrit af umsögn stöðunefndar um sjálfa mig hinn 22. maí sl. Það vakti athygli mína að umsögnin var hvorki dagsett né undirrituð. í Ijós kom að niðurstaða stöðu- nefndar var svohljóðandi: Niðurstaða: „Umsækjendur teljast öll hæf til að gegna hinni aug- lýstu stöðu. Helga er elst og með mesta reynslu og X og Y teljast einnig hæfir.“ Engin svör komu frá yður við fyrirspurn minni um það hvernig það bar að að nefndin hagaði niðurstöðu sinni með þessum hætti þrátt fyrir skýrar starfsreglur og því síður rök- studduð þér þá ákvörðun. Með bréfi dags. 25. maí sl. ítrekaði ég því fyrirspurn mína um þessi tvö atriði. Sama dag barst mér svo- hljóðandi bréf yðar: „I bréfi þínu nefnir þú að Stöðunefnd beri að starfa eftir sérstökum starfsreglum sem settar hafa verið um störf hennar. Þú vitnar í grein 2.2.2 í starfsreglum nefndarinnar en þar segir: Endanlegt mat á hæfni og samanburður á umsækjend- um. Þegar upplýsingum hefur verið safnað eru þær sam- ræmdar og bornir saman verð- leikar umsækjenda, ef fleiri en einn sækja um stöðuna, og út frá því er metið hver sé hæf- astur fyrir umrætt starf. Rétt er að vekja athygli á því að fyrir liggur hæstaréttar- dómur þess efnis að Stöðu- nefnd sé ekki skylt að raða umsækjendum. Niðurstaða Stöðunefndar sem þú vitnar til er þrátt fyrir þetta með þeim hætti að þar er ákveðin röðun. Þar kenrur fram að enda þótt umsækjendurnir þrír um stöð- una hafi verið taldir hæfir er þess sérstaklega getið að Helga er elst og með mesta reynslu. Enda þótt ekki sé sett númera- röð á umsækjendur má þó á þessari umsögn ráða hver sé talinn hæfastur. Þá vill landlæknir ítreka að það er á endanum forsvars- maður viðkomandi deildar eða sviðs á heilbrigðisstofnun sem ræður einn þeirra sem tal- inn er hæfur af umsækiend- um.“ Þetta bréf yðar vakti fleiri spurningar en það svaraði. Ég skrifaði yður því bréf dags. 28. maí 1998 og benti yður á eftirfarandi: 1. Að ummæli í lokamálsgrein bréfsins um að á endanum væri það forsvarsmaður viðkomandi deildar eða sviðs á heilbrigðisstofnun sem réði einn þeirra um- sækjenda sem talinn væri hæfur, væru óskiljanleg í ljósi 2. mgr. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/ 1990 eins og greininni var breytt með 64. gr. laga nr. 83/1997. Samkvæmt þessu ákvæði væru yfirlæknar við sjúkrahús ríkisins ráðnir af forstjóra að fenginni um- sögn stöðunefndar og stjórnarnefndar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.