Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 82

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 82
696 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Frá landlæknisembættinu Sjálfsvígsbylgjan meðal ungra karla hefur ekki hjaðnað Dánartíðtii af sjálfsvígum og sjálfsáverkum meðal karla 15-34 ára eftir héruðum á 100.000 íbúa. 1971-75 1976-80 1981-85 1986-90 1990-95 Reykjavík 14,9 32,6 24,7 32,2 21,2 Reykjanes 22,7 22,7 24,1 20,8 34,7 Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvaeðinu 16,1 25,4 22,0 17,7 38,3 Vesturland 0 0 14,4 7,7 51,0 Vestfirðir 11,5 9,9 0 10,3 11,7 Norðurland vestra 12,4 11,0 31,2 11,2 11,8 Norðurland eystra 21,5 22,9 34,2 26,2 27,2 Austurland 19,8 17,0 72,5 83,7 27,6 Suðurland 0 16,9 10,9 16,7 28,9 Allir 15,4 23,2 25,7 26,6 25,7 Frá árunum 1970-1975 hef- ur orðið mikil fjölgun á sjálfs- vígum meðal 15-34 ára karla. Frá því að vera í miðjum hópi Evrópubúa hvað varðar sjálfs- vígstíðni, líkt og gildir um heildartíðni sjálfsvíga í Evr- ópu, eru Islendingar nú í þriðja til fjórða sæti í aldurshópnum 15-34 ára. Sjálfsvígsbylgja hófst rétt fyrir 1980 og hefur ekki geng- ið yfír ef á heildina er litið. Bylgjan á Austurlandi hefur þó fjarað nokkuð út og má að öllum líkindum rekja það til aðgerða landlæknisembættis- ins ásamt góðum framgangi héraðslæknis Austurlands. Til Austurlands fóru geðlæknir, sálfræðingur og prestur og áttu þeir fjölmarga borgarafundi, bæði með fullorðnum og ung- lingum. Sjálfsvígsbylgjan hef- ur nú borist til Vesturlands, sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, Reykjaness og Suð- urlands. Þrátt fyrir góðan ár- angur á Austurlandi hefur sú leið sem þar var farin ekki verið valin í öðrum héruðum. Menntamála- og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti hafa átt fundi með völdum hópi starfsmanna úr fræðslu- málageiranum víða um landið. Að áliti landlæknis er brýnt að eiga fundi með íbúum. Haft hefur verið samband við hér- aðslækna Reykjaness, Vestur- lands og Suðurlands. Eins og sést í meðfylgjandi töflu er greinilegt að sjálfs- vígstíðni hefur aukist meðal 15-34 ára karla eftir 1975. Kannaðar hafa verið að- stæður þeirra ungu karla sem framið hafa sjálfsvíg á Austur- landi og í Reykjavík (Wilhelm Norðfjörð. Obirtar niðurstöð- ur). í Reykjavík ber á vímu- efnanotkun, fjölskylduvanda og atvinnuleysi í sögu unga fólksins, en síður ber á þessum þáttum á Austurlandi. I nágrannalöndum og víðar hefur einnig orðið fjölgun á sjálfsvígum meðal ungs fólks. Athyglisvert er að í Svíþjóð er tíðni sjálfsvíga meðal innflytj- enda á aldrinum 15-18 ára þrefalt hærri en meðal inn- fæddra á sama aldri. Þessar niðurstöður beina athyglinni að þeim gífurlegu breytingum sem orðið hafa á fjölskyldu- mynstri og afleiðingum þess á undanförnum 15-20 árum. Eftir stendur að „Austurlands- aðferðin“ dugði vel enda hafa menn farið þá leið til dæmis í Skandinavíu með góðum ár- angri (1). TILVÍSUN 1. Sylwander L. Bo upptill 18. Stockholm: BRIS. 1998.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.