Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 839 Niðurstöður: Áreiðanleiki Edinborgar þunglyndiskvarðans og foreldrastreitukvarðans var staðfestur. Meðaltal þunglyndiseinkenna á Edinborgarkvarða var 6,5. Um 14% kvennanna upplifðu mikil þunglyndiseinkenni (þunglynd- isstuðull >12). Fylgni var á milli þunglyndis- einkenna og streitu í foreldrahlutverki (p< 0,01). Tíðni mikilla þunglyndiseinkenna var marktækt meiri þegar barn var óvært (p< 0,0001), þegar móðir hafði áhyggjur af heilsu- fari barns (p<0,0001), þegar menntun var minni (p<0,005) og ef mæður voru einstæðar (p<0,002). Ályktanir: Tíðni þunglyndiseinkenna hjá íslenskum konum tveimur til þremur mánuðum eftir fæðingu virðist jafnalgeng og í öðrum vestrænum löndum. Algengi einkenna og alvarleiki þeirra eru háð foreldrastreitu, óværð ungbarna og félagslegri stöðu mæðra. Inngangur Mikil vanlíðan mæðra fyrstu vikur og mán- uði eftir fæðingu er vágestur sem stingur í stúf við hugmyndir manna um hamingjuríkt tímabil nýorðinna foreldra. Meðal þátta sem valda van- líðan hafa þunglyndi og streita í foreldrahlut- verki verið rannsökuð hjá mæðrum með ung- börn (1-3). Vanlíðan nýbakaðra mæðra getur verið margvísleg og er í rauninni samnefnari sértækari hugtaka, sem hægt er að mæla (1,4). Rannsóknir í vestrænum löndum sem spanna um þrjá áratugi hafa leitt í ljós að ein kona af hverjum 10 verði þunglynd (bil 10-15%) innan þriggja mánaða eftir fæðingu (5). Tíðni þung- lyndis frá fjórum vikum eftir fæðingu fram til sjötta mánaðar er þrisvar sinnum algengari en á öðrum tímum ævinnar, en minnkar marktækt með tímanum. Tæpum þriðjungi kvenna batnar sjálfkrafa (6-8). Konur, sem þarfnast meðferð- ar vegna langvarandi og/eða endurtekins þung- lyndis, rekja upphaf sjúkdómsins oft til tíma- bilsins eftir fæðingu og virðist það hafa áhrif á þróun þunglyndissögu þeirra (6). Samskiptaerfiðleikar við maka, meiri óværð barnsins og seinkun á vitsmuna- og félags- þroska þess tengjast þunglyndi mæðra (9-13). Þættir sem auka líkur á þunglyndi eftir fæðingu eru saga um þunglyndi, þunglyndi á meðgöngu- tíma, óráðgerð þungun, það að hafa barnið ekki á brjósti, atvinnuleysi og að vera einstæð móðir (14-16). Eftir fæðingu stuðla barnatengdir þættir eins og óværð og minni hreyfiþroski að þunglyndi mæðra (17,18). Þótt þunglyndi eftir fæðingu sé algengt og erfiður sjúkdómur fyrir sumar konur og fjöl- skyldur þeirra, þá er það sjaldan greint að frumkvæði heilbrigðisstétta. Fáar konur leita sér hjálpar vegna vanlíðunar (19). I nágranna- löndum hefur þunglyndiskvarði, sem þróaður var í Edinborg (Edinburgh Postnatal Depres- sion Scale, EPDS)*, verið notaður í heilsu- gæslu ásamt viðtölum og hefur bætt úr brýnni þörf í kembileit að þunglyndiseinkennum og við greiningu þunglyndis (20-22). Með Edin- borgarkvarðanum má greina tvöfalt fleiri konur sem eru þunglyndar en fundist hefðu með hefðbundnum aðferðum (5,15,20). Samband þunglyndis og streitu hefur verið staðfest í tvíhliða skýringarlíkani á þunglyndi (23). Tengsl eru á milli þunglyndis og aðlögun- arerfiðleika að foreldrahlutverki þegar ungbörn eru óvær (2,3,9,17). Þunglyndar mæður sem skynja barn sitt á neikvæðan hátt vegna óværð- ar eru líklegri en aðrar til að mynda óörugg tengsl við barnið (9,17,18,24). Óörugg tengsl eru talin geta tengst seinni vitsmuna- og félags- þroska barna, einkum sveinbarna, ef móðirin er úr lægri þjóðfélagstétt (10,11). í flestum rannsóknum á streitu foreldra hafa einungis samskipti móður og barns verið at- huguð. Mæður virðast aðlagast móðurhlutverk- inu á mislöngum tíma og aldur og félagslegar aðstæður hafa marktæk áhrif á það (25-28). Erfiðar félagslegar aðstæður leiða að jafnaði til þess að mæður upplifa meiri streitu og hafa meiri tilhneigingu til þunglyndis eftir fæðingu en aðrar konur (6,10,15). Tíðni þunglyndiseinkenna hjá íslenskum konum eftir fæðingu og tíðni óværðar ung- bama er ekki þekkt. Samband á milli þung- lyndiseinkenna og foreldrastreitu ásamt óværð ungbarna hefur heldur ekki verið rannsakað fyrr hjá íslenskum mæðrum. Þá hefur áreiðan- leiki Edinborgar þunglyndiskvarðans og for- eldrastreitukvarðans (Parent Stress Index - Short Form, PSI/SF) ekki verið kannaður í þýði heils árgangs mæðra. Sú rannsókn sem hér er lýst (landskönnunin) var fyrsti þáttur stærri rannsóknar sem lauk árið 1996 (1). Gerð var þversniðskönnun til að að varpa ljósi á tíðni * Sérprentun á Edinborgar þunglyndiskvarða ásamt greinar- gerð fæst hjá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík, sfmi 525 4961, bréfsími 525 4963.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.