Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
853
Tryggvi Asmundsson.
Jóhannes M. Gunnars-
son.
Vilhelmína Haralds-
dóttir.
Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson.
sjúkrahúsanna væri fyrst og
fremst tekjuvandi en ekki út-
gjaldavandi. Kostnaður við
rekstur þeirra hefði farið lækk-
andi sem hlutfall af þjóðar-
tekjum og rannsóknir sýndu
að afköst væru góð og stjórn-
unarkostnaður með því lægsta
sem þekkist.
Jóhannes sagði að engin at-
hugun eða efnislegt mat hefði
verið lagt á hagkvæmni sam-
einingar og fyrr en það lægi
fyrir væri erfitt að taka af-
stöðu til sameiningar. Hann
vitnaði í sænska athugun sem
sýndi að ekkert samband væri
á milli stærðar og hagkvæmni
í rekstri sjúkrahúsa. Einnig
benti hann á að sameiningar-
alda sem gengið hefði yfir
bandarísk sjúkrahús hefði
ekki átt sér rætur í sókn eftir
aukinni hagkvæmni heldur
hefðu sjúkrahúsin verið að
styrkja stöðu sína gagnvart
tryggingafélögum.
Jóhannes taldi upp helstu
rökin sem notuð væru til að
réttlæta sameiningu og svar-
aði þeim. Hann sagði að út úr
sameiningu kæmi gríðarlega
stór stofnun sem velti yfir 15
milljörðum króna árlega.
Sparnaður við yfirstjórnun
væri óviss vegna þess að
kostnaður við hana væri áber-
andi lítill hér á landi í saman-
burði við önnur lönd. A hinn
bóginn myndu boðleiðir
lengjast og hætt við að stjóm-
unin yrði svifaseinni og við-
mótið ópersónulegra.
Varðandi nýtingu á fjárfest-
ingum og mannafla sagði Jó-
hannes að nýting langflestra
tækja væri mikil á báðum
sjúkrahúsum, auk þess sem
viss tvöföldun væri nauðsyn-
leg, ekki síst vegna öryggis-
ins. Mönnun sjúkrahúsa væri
20-30% minni hér en á Norð-
urlöndum svo vandséð væri
hvar ætti að spara þar. Raunar
væri bygging nýs spítala einu
rökin sem mæltu með samein-
ingu. Vísaði hann til þess sem
gert var í Osló þar sem reistur
var nýr spítali fyrir um 34
milljarða íslenskra króna en
hann væri svipaðrar stærðar
og hér þyrfti að reisa. Þessi
upphæð samsvarar tveggja ára
veltu Ríkisspítala og Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Sérhæfingin kallar á
sameiningu
Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson flutti erindi sem
hann nefndi Fagleg og fjár-
hagsleg nauðsyn sameining-
ar. Hann sagði sterk rök hníga
að nauðsyn sameiningar, bæði
fagleg og fjárhagsleg. Með
sameiningu væri hægt að ná
fram betri nýtingu, tvöföldun
yrði í lágmarki og möguleiki á
að sameina stoðdeildir, svo
sem innkaup, tölvu- og tækni-
deildir, birgðahald, starfs-
mannahald og fræðslu, að
ógleymdu þvottahúsi sem
þegar væri búið að sameina.
Einnig væri hægt að flytja
klínískar deildir til og sam-
ræma vaktir lækna.
Þorvaldur sagði að tilfinn-
ingar léku stórt hlutverk í
sameiningarumræðunni og
nefndi sem dæmi umræðuna
sem varð um að sameina alla
endurhæfingu í Kópavogi og
leggja niður Grensásdeild.
En ef fjárhagsleg rök mæla
með sameiningu þá gera þau
faglegu það ekki síður, sagði
Þorvaldur. Það væri í raun
alveg sama hvað heilbrigðis-
yfirvöld vildu, vaxandi sér-
hæfing kallaði á stærri eining-
ar og ræki á eftir fækkun
sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
Yngri kynslóðir lækna vildu
ekki fórna kostum sérhæfing-
arinnar og þeir myndu því
þrýsta á um sameiningu deilda
svo hægt verði að koma við
verkaskiptingu. Reyndin væri
líka sú að á landsbyggðinni
gætti aukins áhuga á sam-
vinnu við stóru sjúkrahúsin,
hún væri nauðsynleg til þess
að hægt væri að halda uppi
góðri þjónustu.
Þorvaldur tók undir með
Jóhannesi og Tryggva að því
leyti að einn spítali undir sama
þaki væri besti kosturinn. Nú-
verandi rekstur á 10-12 stöð-