Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 53

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 867 Læknavaktin sf. Samið við ráðuneytið um stærra vaktsvæði og aukna þjónustu - Starfsemin flyst í nýtt húsnæöi 1. desember næstkomandi Atli Árnason stjórnarformaður (til vinstri) og Þórður Ólafsson vaktstjóri Lœknavaktarinnar sf. Læknavaktin sf. náði fyr- ir skömmu samningum við Heilbrigðisráðuneytið um breytta skipan vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn hefur í för með sér að vaktsvæðið stækkar og nær nú til 165 þúsund manns, auk þess sem vaktin flyst í nýtt hús- næði í Smáranum í Kópa- vogi. Þar mun Læknavaktin taka til starfa 1. desember næstkomandi og þjóna íbú- um Reykjavíkur, Seltjarn- arness, Kópavogs, Garða- bæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarðar. Fyrir það greiðir ráðuneytið Lækna- vaktinni sf. 134 milljónir króna á ári. Atli Arnason undirritaði samninginn ásamt ráðherra en Atli er stjórnarformaður Læknavaktarinnar. Blaða- maður Læknablaðsins hitti hann að máli og einnig Þórð Olafsson vaktstjóra og bað þá að segja frá starfsemi Lækna- vaktarinnar. Endurreisn heimilislækninga „Læknavaktin sf. var stofn- uð haustið 1986 til að sinna neyðarþjónustu eftir klukkan 17 á kvöldin og um helgar og var liður í endurreisn heimil- islækninga á höfuðborgar- svæðinu. Þá hafði um skeið ríkt slæmt ástand í vaktamál- um, erfitt að manna vaktir og fólk kvartaði undan þjónust- unni. Heimilislæknar ákváðu því að taka þessa þjónustu að sér og gerðu samning um það við Sjúkrasamlag Reykjavík- ur. Þá var sett upp vakt þar sem hjúkrunarfræðingur eða lækn- ir svaraði í símann og veitti ráðgjöf en slíkt var þá algert nýmæli sem og það að opnuð var móttaka í Heilsuverndar- stöðinni. Einnig var vitjana- þjónustu lækna með bílum haldið áfram en fyrir henni var gömul hefð. Heimilis- og heilsugæslu- læknar litu á þessa starfsemi sem hluta af starfi sínu og skyldu við sjúklinga sína, eins konar framlengingu á vakt- skyldu. Það var stofnað um hana félag sem er opið öllum heimilis- og heilsugæslulækn- um á höfuðborgarsvæðinu sem vilja taka vaktir og félag- ið hefur borið ábyrgð á rekstr- inum. I því eru nú 36 læknar en 45-50 læknar hafa skipt á milli sín vöktunum. Með þessu móti næst viss hagræðing inn- an heilsugæslunnar því það væri mun dýrara að halda uppi vakt í öllum heilsugæsluum- dæmunum." Stærra svæði, bætt aðstaða - En hvað felur þessi nýi samningur í sér? Hvað breyt- ist? „í fyrsta lagi stækkar vakt-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.