Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 64
876 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni Á Þjóðminjasafni íslands hefur verið safnað heimildum um daglegt líf Islendinga um árabil, aðallega með því að senda spurningaskrár til eldra fólks. Árið 1960 varð til fyrsta spurningaskráin, skrá 1, Slát- ur og sláturverk, sem gerð var í samvinnu Kristjáns Eldjárns og Þórðar Tómassonar á Skóg- um. Söfnuninni var haldið áfram og menntamálaráðherra gaf safninu þjóðháttadeild í afmælisgjöf þegar það var aldargamalt árið 1963, til að sinna þessu verkefni. Spurningaskrárnar sem sendar hafa verið út eru nú orðnar 93, auk fjölda minni athugana. Dávænn hópur fólks sem komið er yfir miðj- an aldur hefur fengist við að svara þessum spurningaskrám og má búast við að nálægt hundrað svör komi að meðal- tali við hverri þeirra. Auk þess berst deildinni alltaf töluvert af frásögnum sem ekki tengj- ast beint efni spurningaskráa. Á þjóðháttadeild eru nú ná- lægt 13.000 handrit, flest til komin með þeim hætti sem áður var lýst. í seinni tíð hefur verið ráðist í að tölvusetja þetta efni til að gera það að- gengilegra þeim sem í það leita, textarnir eru þá skrifaðir á tölvu og færðir inn í orðleit- arforrit (word cruncher). Að því loknu geta menn slegið inn einstök orð og fengið öll dæmi um þau úr textanum ásamt tilvísunum. Um það bil 80% af efninu hefur verið fært til tölvu. Það hefur verið gert með tilstyrk þeirra sem efnið varðar, þannig greiddi Vega- gerðin tölvusetningu á efni um vegavinnu, Ofanflóða- sjóður á efni um náttúruham- farir og svo framvegis. í augnablikinu eru tvær spurningaskrár á lokastigi, önnur um stúdentalífið í gamla daga í samvinnu við skjalasafn Háskólans. Þeir sem útskrifuðust frá Háskóla íslands fyrir 1960 geta átt von á að fá þessa spurningaskrá senda í nóvember. Spurninga- skrá um heimilisguðrækni, sem Biskupsstofa hefur stutt með fjárframlagi verður send til fastra heimildarmanna deildarinnar á svipuðum tíma. Þá er að fara af stað samvinna við Rafmagnsveitur ríkisins um vorspurningaskrána en þar verður safnað minningum sem tengjast komu rafmagnsins. Efni á þjóðháttadeild sem tengist starfi lækna Um feigðarboða og dauða- stríð eru spurningar í skrá fjögur um andlát og útfarar- siði. Sú skrá fer út í ársbyrjun 1961 og eru flestir sem henni svara því fæddir fyrir aldamót og sömuleiðis þeir sem svara skrá 10 um barnið en í þeim heimildum er töluvert um óléttu, fæðingar og aðhlynn- ingu ungbarna. Aukaspurning um lœkningajurtir var send út með skrá 19, en þar er spurt um notkun á íslenskum jurtum í lækningaskyni. í skrá 29, Maðurinn, þœttir úr þjóðtrú er spurt um vörtur og trú á þeim og ráð til að eyða þeim, ráð við hiksta, hnerra, geispa, kláða og fleira Læknablaðinu barst til eyrna að á Þjóðminjasafni íslands leyndist margs konar fróðleikur um læknisráð frá fyrri tímum sem alþýðufólk hefði beitt þegar sjúkdómar og slys herjuðu á það. Hallgerður Gísladóttir á þjóðháttadeild safnsins gerir hér grein fyrir þessum fróðleik og nefnir nokkur dæmi um gömul læknisráð. Það hefur orðið að samkomulagi við Hallgerði að blaðið birti eftirleiðis sýnishorn af þessum alþýðufróðleik í sérstökum dálki, lesendum til fróðleiks og ánægju. Gaman væri að heyra hvað læknum finnst um þessi læknisráð, til dæmis hvort þeir geti lesið eitthvað út úr þeim sem skilja má í ljósi nútímaþekkingar á læknisfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.