Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 68

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 68
880 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 5/1998 Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur að inflúensubólu- efni 1998-1999 innihaldi eft- irtalda stofna: A/Sydney/5/97 (H3N2) - lík- ur stofn A/Beijing/262/95 (HlNl) - líkur stofn B/Beijing/184/93 - líkur stofn Hverja á að bólusetja? * Alla einstaklinga eldri en 60 ára. * Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrar- sjúkdómum, sykursýki, ill- kynja sjúkdómum og öðr- um ónæmisbælandi sjúk- dómum. * Starfsfólk heilbrigðisþjón- Nú vetrar að og yfir 20 heilsugæslulækna vantar á landsbyggðina. Verst er ástandið á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norður-Þingeyjar- sýslu og Austfjörðum. Einn læknir gegnir oft tveggja til þriggja lækna starfi. Tekið er með þökkum á móti læknum sem hlaupa í skarðið, jafnvel í eina til tvær vikur. Laun lækna hafa hækkað verulega. ustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Brýnt er að bólusetningu ljúki eigi síðar en í nóvember- lok. Frábendingar Ofnærni gegn eggjum, formalíni eða kvikasi ll'ri. Bráðir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum sem eru eldri en 60 ára og fimm ára fresti til handa einstak- lingum sem eru í sérstökum áhættuhópum. Búnaður heilsugæslustöðva er með því besta sem gerist. Hús- næði og ferðir verða greiddar. Þeir sem hafa áhuga á af- leysingu eru vinsamlega beðn- ir um að hafa samband við héraðslæknana Reyni Þor- steinsson Akranesi, Friðnýju Jóhannesdóttur Isafirði, Ólaf Hergil Oddsson Akureyri, Stefán Þórarinsson Egilsstöð- um eða landlækni. Aðbúnaður, vinnutími, menntun og afköst lækna á heilsu- gæslu- stöðvum NIVEL sem er hollensk rannsóknarstofnun kannaði aðbúnað, vinnutíma, fram- haldsmenntun og afköst meðal heilsugæslulækna í Evrópu. Yfir 13.000 læknar fengu spurningalista til útfyllingar, um vinnutíma, framhaldsnám, fjölda sjúklingasamkipta á viku og tækjabúnað. Niðurstöður Á myndum 1 og 2 á síðunni hér á móti má sjá vinnutíma og hlutfall lækna með fram- haldsmenntun. Meðalvinnutími lækna á viku á íslandi eru rúmar 55 klukkustundir og erum við því í miðjum hópi Evrópulækna. Nær 80% heilsugæslulækna á íslandi eru með framhalds- menntun í greininni. Þar erum við í fjórða sæti af 16 þjóðum Norður- og Vestur-Evrópu. íslenskir læknar sinna að meðaltali 150 sjúklingum á viku. Tækjabúnaður á heilsu- gæslustöð er með ágætum og eru íslenskir læknar aðrir í röðinni af 16 þjóðum. Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 6/1998 Heilsugæslulækna vantar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.