Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 77

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 887 Ritfregn Kærur og kvartanir til landlæknis Landlæknisembættið hefur gefið út Fylgirit við Heil- brigðisskýrslur sem ber heitið Kvartanir og kærur. Það hefur að geyma yfirlit kvart- ana- og kærumála sem komu til landlæknisembættisins á tímabilinu 1991 fram í nóvember 1997. Höfundar eru Ólafur Ólafsson landlæknir og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. I formála fylgiritsins segir meðal annars: „Um er að ræða 1546 mál er snerta 1481 einstakling. f heild er tíðni kvartana- og kæru- mála 15 á 100.000 samskipti lækna og sjúklinga á ári. Ef miðað er við íbúafjölda er fjöldi máli svipaður og á hin- um Norðurlöndunum. Flest málin varða „meint mistök“ en næst algengust eru mál vegna samskiptaerfiðleika. Hlutfall mála vegna sam- skiptaerfiðleika virðist heldur lægra en í nágrannalöndunum. Kvartana- og kærumál sjúk- linga eru staðfest í 20-35% til- fella. Samanburður við ná- grannalöndin er erfiður því að málin dreifast á fleiri aðila þar, en hlutfall staðfestra mála virðist ekki lægri á íslandi en í nágrannalöndunum. Hlutfall lækna er sviptir hafa verið leyfi í kjölfar kvartana er hærra á Islandi en í nágrannalöndun- um.“ I ritinu er mikið af töluleg- um upplýsingum um kvartanir og kærumál. Þar er meðal ann- ars að finna meðfylgjandi töflu þar sem öll mál sem bor- ist hafa landlæknisembættinu eru flokkuð eftir tilefni kvart- ana. Tilefni: 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Alls Meint mistök 61 94 124 143 129 119 80 750 Samskiptaerfiðleikar 19 15 25 24 28 25 27 163 Samskiptaerfiðleikar heilbrigðisstarfsmanna 6 0 3 4 2 5 1 21 Aðgengi að þjónustu 15 20 25 14 23 27 16 140 Ófullnægjandi upplýsingar 3 3 4 4 6 7 3 30 Trúnaðarbrot 6 5 10 8 5 4 1 39 Læknisvottorð 12 20 17 21 18 11 17 116 Sjúkraskrá 6 7 6 13 22 8 15 77 Áfengi/lyíjanotkun 1 2 4 4 0 2 1 14 Örorkumat 2 3 5 5 6 6 10 37 Skottulækningar 2 3 3 5 6 6 1 26 Óljósar/órökstuddar kvartanir 2 5 1 13 11 18 4 54 Önnur atriði 11 13 7 13 12 14 9 79 Alls 146 190 234 271 268 252 185 1546 Norrænir læknafundir í byrjun september sótti Sveinn Magnússon tvo fundi á Norðurlöndum fyrir hönd LÍ. í Stokkhólmi fundaði stjórn Norræna læknaráðsins þar sem meðal annars var fjallað um málefni Nordisk Medicin og um gagnagrunnsmálið á Is- landi. í Noregi sótti Sveinn svo fund í SNAPS-nefndinni svo- nefndu en þar var meðal ann- ars rætt um nýja mannaflaspá sem nú er verið að endurvinna en hún á að vera tilbúin í frum- dráttum í mars árið 2000. Þá var einnig rætt um Gulu bókina sem svo er nefnd en í henni er að finna upplýsingar um stöðu framhaldsnám í ein- stökum sérgreinum á Norður- löndum og hvernig það fellur að gildandi reglum í Evrópu- sambandinu. Þá bók má nálg- ast á skrifstofu Læknafélag- anna. óo) B % & Lakares vidareutbildning i de nordiska lánderna ^ff 8 * E

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.