Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 89

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 89
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 897 Ný stjórn Aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna var haldinn að Hlíðasmára 8, Kópavogi, laugar- daginn 3. október. Stjórn félagsins er skipuð sem hér segir: Katrín Fjeldsted formaður (katfjel@ismennt.is), Valþór Stefánsson vara- formaður, Gísli Baldursson ritari, Þórir B Kolbeinsson meðstjómandi. Varamenn í stjórn eru: Haukur Valdimarsson, Anna K. Jó- hannsdóttir, Hafsteinn Skúlason og Gísli Júlíusson. Aðalfundur Félags íslenskra lækna undir sjávarmáli Hinn 5. september síðastliðinn var aðalfund- ur Félags íslenskra lækna undir sjávarmáli (FÍLUS) haldinn í Utrecht, Hollandi. Fundur- inn var fjölsóttur enda FÍLUS ört stækkandi fé- lag. A fundinum var saga félagsins kynnt, nú- verandi starfsemi rædd og framtíð félagsins mörkuð. í nánustu framtíð verður áhersla lögð á miðlun upplýsinga um sémám lækna í Hollandi og þær upplýsingar gerðar aðgengilegri. Þá verður þátttaka í stefnumótun íslenskra heil- brigðismála og samkipti við Læknafélag ís- lands aukin. Nýja stjórn skipa: Vigfús Sigurðsson for- maður, Björn Hjálmarsson gjaldkeri og Helgi Hafsteinn Helgason ritari. Nýtt félag um hjarta- og lungna- endurhæfíngu Föstudaginn 13. nóvember næstkomandi verður haldinn stofnfundur félags fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Tilgangur fé- lagsins er að vera þverfaglegur samstarfsvett- vangur þeirra sem vinna að framgangi hjarta- og lungnaendurhæfingar. Stofnfundurinn verður haldinn á Grand Hó- tel Reykjavík (Háteigur), föstudaginn 13. nóv- ember kl: 18.00. Léttar veitingar verða í boði Pharmaco að fundi loknum. Með von um að sjá sem flesta. Undirbúningsnefndin Iðgjald til Lífeyris- sjóðs lækna Eitt stig fyrir árið 1998 er kr. 207.000,- Þannig að lágmarksiðgjald til að viðhalda réttindum, það er 1/3 úr stigi, er kr. 69.000,-. Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins, eru beðin að inna það af hendi sem fyrst. Lækningastofa -flutningur Hef flutt lækningastofu mína á göngu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, sími 525 1750. Sigurgeir Kjartansson sérgrein almennar skurðlækningar og æðaskurðlækningar Ný lækningastofa Hef opnað lækningastofu í Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22 (Vesturbæj- arapóteki). Viðtalsbeiðnum veitt móttaka kl. 10-17 í síma 562 8090. Haukur Hjaltason sérgrein heila- og taugasjúkdómar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.