Læknablaðið - 15.11.1998, Qupperneq 90
898
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Læknagolf á
liðnu sumri
Starfsemi golfklúbbs lækna hefur verið með
venjubundnum hætti á þessu golfári. A skrá hjá
golfklúbbnum eru nú 72 læknar. Þeim hefur
farið heldur fjölgandi síðustu árin. Af þessum
72 hafa um það bil 50 mætt í mót klúbbsins.
Hinn 23. apríl fór 26 manna hópur lækna og
maka ásamt 12 öðrum golfurum í golfferð til
Islantilla á Spáni. Ferðin var skipulögð af
klúbbstjórninni í samvinnu við ferðaskrif-
stofuna Úrval-Útsýn. Góður fararstjóri og golf-
kennari í ferðinni var Sigurður Hafsteinsson.
Hópurinn kom heim hinn 2. maí eftir mjög vel
heppnaða ferð og var almenn ánægja með
hana.
Læknamótin hófust með Delta-mótinu hinn
5. júní á Hvaleyrarvelli. Leikinn var höggleik-
ur, 18 holur með og án forgjafar. Þátttakendur
voru 24. Sigurvegari án forgjafar var Knútur
Björnsson sem lék á 81 höggi, í öðru sæti var
Kristmundur Ásmundsson á 83 höggum og í
þriðja sæti var Kristinn Jóhannsson á 84 högg-
um. Á sama skori voru Hrafnkell Oskarsson og
Hörður Bergsteinsson, en hlutkesti var látið
ráða röð þeirra. Með forgjöf var Hrafnkell Ósk-
arsson hlutskarpastur á 64 höggum, í öðru sæti
var Kristmundur Ásmundsson á 69 höggum og
í þriðja sæti var Hörður Bergsteinsson einnig á
69 höggum. Þá voru veitt nándarverðlaun á 10.
braut og hlut þau Ólafur R. Ingimarsson sem
var 3,83 m frá holu eftir upphafshögg.
Sunndaginn 12. júlí fór fram árleg keppni
milli lækna og lögmanna. Keppnin fór fram á
Strandarvelli á Hellu. Leikinn var fjórleikur,
sem er holukeppni, þar sem tveir leikmenn eru
saman í liði og betri boltinn gildir. Tólf lið frá
hvorum kepptu. Úrslit urðu þau að lið lækna
vann með sjö vinningum gegn fimm vinning-
um lögmanna. Styrktaraðili keppninnar var
GlaxoWellcome hf.
Stetho-mótið, sem að þessu sinni var styrkt
af Roche, fór fram á golfvelli Oddfellowa
föstudaginn 24. júlí. Leikinn var höggleikur
með og án forgjafar. Þátttakendur voru 36. Sig-
urvegari án forgjafar var Guðmundur Arason á
78 höggum, í öðru sæti var Steinn A. Jónsson á
79 höggum og í þriðja sæti voru á 82 höggum
þeir Reynir Þorsteinsson og Ragnar Sigurðs-
son. Með forgjöf var Guðmundur Arason í
fyrsta sæti á 66 höggum, í öðru sæti var Hrafn-
kell Óskarsson á 68 höggum og í þriðja sæti var
Kjartan Örvar einnig á 68 höggum.
Golmót Austurbakka-Ethicon fór fram í
Hólmsvelli í Leiru 17. ágúst. Leikinn var högg-
leikur með og án forgjafar. Þátttakendur voru
34. Sigurvegari án forgjafar var Kristinn Jó-
hannsson á 81 höggi, í öðru sæti var Guðmund-
ur Arason á 82 höggum og í þriðja sæti var
Reynir Þorsteinsson á 83 höggum. Með forgjöf
var Kristmundur Ásmundsson í fyrsta sæti á 70
höggum, í öðru sæti var Þráinn Rósmundsson á
71 höggi og í þriðja sæti var Þórarinn Arnórs-
son á 72 höggum. Á sama skori var Hrafnkell
Óskarsson, en Þórarinn lék síðustu níu holur
betur en Hrafnkell sem réði úrslitum. Þá voru
veitt nándarverðlaun á þriðju og 16. braut. Á
þriðju braut var Kristinn Jóhannsson næstur
holu, 4,41 m og á 16. braut var Birgir Sveins-
son næstur holu 3,51 m. Að lokum var dregið
úr skorkortum um tvenn verðlaun. Þau hlutu
Svavar Haraldsson og Jóhann Heiðar Jóhanns-