Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 5
3 Ólafur örn Arnarson RÆÐA FLUTT Á KVEÐJUSTUND í LANDAKOTS- SPÍTALA 30. DESEMBER 1979 í gildandi reglugerð fyrir læknaráð Landakotsspítala segir, að starfandi sérfræðingar spítalans verði sjálfkrafa doctores emeriti, þegar þeir ná sjötugs aldri. Dr. Bjarni Jónsson varð sjötíu ára 21. maí sl., því er í dag upp runnin kveðjustund. Fyrir röskum tveim árum komum við saman hér í þessum sal og minntumst 75 ára af- mælis spítalans. Jafnframt kvöddum við St. Jósefssystur, sem með þrotlausri elju og dugn- aði byggðu og ráku þennan spítala fram undir það. Við vissum að Landakotsspítali yrði ekki samur eftir að þær hættu rekstri hans. Við vitum að Landakotsspítali verður annar eftir að Bjarni Jónsson lætur af störfum. Fví nefni ég þessa aðila hér í sama orðinu, að báðir hafa markað djúp og óafmáanleg spor í sögu þessarar stofnunar, hvor á sinn hátt. Samstarf St. Jósefssystra og Bjarna Jóns- sonar í röska fjóra tugi ára, er einstakt, eins og glöggt kom fram í hátíðarræðu dr. Bjarna hér fyrir tveim árum. Bjarni Jónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og embætt- isprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1935. Hann var aðstoðarlæknir á Kleppsspítala til ársloka það ár, en varð aðstoðarlæknir hér á St. Jósefsspítala í ársbyrjun 1936. Fað haust fór hann til framhaldsnáms, fyrst í Þýzkalandi og síðar í Danmörku og kom heim í lok ársins 1940. Árið 1941 fékk hann viðurkenningu sem sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum og frá þeim tíma hefst samfelldur starfsferill við Landakotsspítala, sem varað hefur fram til þessa dags. Tvisvar á þessu tímabili fór dr. Bjarni í langar námsvistir, fyrst til eins og hálfs árs dvalar í Bandaríkjunum 1947 til 1948, aðallega við New York Orthopedic Hospital og síðan um haustið 1956 til Kaupmannahafnar til ársdvalar á taugahandlæknisdeild Rigs- hospitalet, til að kynna sér meðferð heilaslysa. Doktorsritgerð um aðgerðir við hryggskekkju varði dr. Bjarni við Háskóla íslands 1954, en auk þess hefur hann skrifað allmargar greinar um fræði sín í innlend og erlend fræði- rit. Yfirlæknir við Landakotsspítala varð dr. Bjarni í febrúar 1959, er dr. Halldór Hansen lét af þeim störfum. Þegar læknaráð var stofnað 1967, varð hann jafnframt formaður þess og hefur verið síðan. Þessi grófa upptalning á starfsferli dr. Bjarna segir ekki nema hálfa söguna. Læknar spítalanna hér í Reykjavík gátu ekki lifað af spítalavinnu eingöngu, til þess voru launin allt of lág. Allt fram á miðjan 7. áratug urðu þeir að sjá sér farborða með heimilislæknisstörf- um og á því sviði veit ég að dr. Bjarni var engin liðleskja. Gefur því auga leið, að á þess- um tíma var starfsdagurinn oft langur og erillinn mikill og ekki minnkaði álagið eftir að dr. Bjarni tók sig upp á miðjum fimmtugsaldri og fór til Kaupmannahafnar að kynna sér með- ferð heilaslysa. Næstu 15 árin var hann eini maðurinn hér á landi, sem annaðist þessi slys og var þess vegna á stöðugri bakvakt öll þessi ár. [ slíkum erli er nauðsyn að hafa gott heimili til að styðjast við og njóta fárra frí- stunda. Ég þykist vita að frú Þóra Árnadóttir hafi verið ómetanleg stoð og traustur og góð- ur félagi. Þegar Ijóst varð, að St. Jósefssystur vildu hætta rekstri spítalans, fór ekki hjá því, að mörgum hrysi hugur við að spítalinn yrði lagður niður eða rynni inn í ríkisspítalakerfið, eins og mörgum mun þó hafa þótt eðlilegt. Þessi mál voru á döfinni í nær tvö ár. Lausnin er öllum kunn, þeim sem hér eru í dag. Ég leyfi mér að fullyrða, að sú lausn hefði aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.