Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 22
staðbundinna bólgubreytinga, æxlisvaxtar eða vökvamyndunar (blæðing, transudat, exudat), samfara kerfissjúkdómi (hækkaður blóðþrýstingur, nýrnabilun, fóstureitrun o. fl.). Með hliðsjón af ofanskráðum orsökum er sjónulosi skipt í tvo flokka: 1. Sjónulos með rofi á taugafrumulaginu. 2. Sjónulos án rofs á taugafrumulaginu. Hér verður fjallað um fyrri flokkinn og þann hluta hins síðari, sem lýtur sömu or- sökum, enda þótt rof hafi ekki fundist. Undirbúningur fyrir aðgerð beinist að því að leita að götum, sem eru stundum mörg og getur verið ógerningur að finna þau öll, þegar um útbreidda rýrnun er að ræða eða losið hátt og óreglulegt. Sjónulos, sem ekki er af völdum áverka, ber að líta á sem sjúkdóm beggja augna, þvi að oft vottar fyrir samskonar breytingum : hinu auganu, ef vel er skoðað. Einkenni: Fyrstu einkenni eru venjulega ljósglampar eða leiftur. Flyksur verða áber- andi og stundum kemur skyndileg þokusýn, eins og horft sé í gegn um þéttriðið net. Þá hefur oþnast æð samfara sjónurofinu. Þegar sjónulos verður ofan- og innanvert i augnbotni, geta fyrstu einkenni verið skuggi neðan til og utanvert i sjónsviðinu. Sá staður er utan við sjónsvið hins augans og gerir þess vegna strax vart við sig. Smám saman stækkar sjónulosið og sjónsvið þreng- ist. Þetta gerist venjulega hraðar, þegar sjónulosið byrjar ofantil í augnbotni. Sjónskerpan getur haldist allgóð, þangað til losið nær miðsvæðinu (macula), en að þvi kemur venjulega fyrr eða síðar (dagar, vik- ur, mánuðir). Þó getur lítið los neðantil í augnbotni verið staðbundið svo lengi, að sjónan grói í kring, læknist sjálfkrafa. Sjónulos leiðir oftast til blindu, ef ekki er að gert. Verkir eða ónot eru ekki einkenni sjónu- loss. Meöferö: Meðferðin miðar að því að loka öllum götum í sjónu og því aðeins er von um árangur, að það takist. Helstu aðgerðirnar eru frysting undir slímhúð á hvítuna yfir og um’hverfis veika Staði til að framkalla bólgu í æðu og sjónu, sem hjaðnar með örmyndun og samvöxtum. Á meðan þessi lækning fer fram þarf tauga- frumulag sjónu að liggja að litarefnislaginu. Þess vegna er plúmba (plomb) sett utan á augað, sem þrýstir veggnum inn á móti gat- inu, svo að snerting geti orðið. Plúmban er úr gerviefni eða gúmmíi og er til í ýmsum stærðum. Þegar mikill vökvi hefur komist á milli laga, þarf að tæma hann út og stundum þarf að bæta upp rúmmálstapið í auganu með loftinndælingu eða gerviglerhlaupi. Áður en frysting kom til sögunnar var notuð hitaysting (diathermi), sem hefur þann ókost, að hvitan meyrnar og endur- teknar aðgerðir verða erfiðari og undirliggj- andi æðar skemmast. Frysting í hóflegum skammti hefur engin skaðleg áhrif á hvítu eða æðakerfi. Þegar mörg göt eða veilur eru á stóru svæði framan við miðbaug augans, er gjörð (cerclage) hert utan um miðbaug og þannig reynt að láta sjónublöðin snertast og girða af aftari hluta sjónu, stundum ásamt plúmbu. Fryst er undir gjörðina allan hring- inn. Ef ekki er komið los sem heitir, getur nægt að frysta eingöngu eða beita leysi- geisla, sem brennir umhverfis veilurnar án skurðaðgerðar. (Leysitæki kom á Landa- kotsspitala í febrúar 1980). Þegar plúmba eða gjörð eru notuð, fer sjúklingurinn á kreik eftir 2—3 daga frá að- gerð og eftir vikutíma sést að jafnaði, hvort aðgerð hefur heppnast. Oft líða þó nokkrar vikur unz séð verður, hve mikil sjónin verð- ur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á augndeild Landakotsspítala var 81 sjúk- lingur innlagður til aðgerðar vegna sjónu- loss á ofanskráðu tímabili, þar af voru 3 með ferskt los á báðum augum, alls 84 augu. 1 aldursflokki 0—9 ára voru 3 drengir inn- lagðir á augndeildina með sjónulos. Tveir höfðu marist á auga og sá þriðji fæddist með drer (cataracta congenita), sem gert var við á fyrsta ári. í þeirri aðgerð kom lítilsháttar glerhlaupsframfall, sem mun vera orsök sjónulossins 8 árum síðar. Vitað var nokkurn veginn um aldur sjónu- lossins í 60 augum eða öllu heldur tíma- lengd einkenna. Vikugömul eða yngri voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.