Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 24
22 c. astigmatismus), grugg í glerhlaupi eftir afstaðna innri sýkingu (endophthalmitis). 1 7 tilfellum var ekki hægt að fá áreiðan- lega niðurstöðu. Það sem vantaði á fulla sjón, 1,0 (6/6) 'hjá hópnum með sjón 0,7 eða betri (meira en 6/9), getur stafað af ósýnilegum breytingum í afturskauti augans eða sjónlagsbreytinga af völdum innbungunar á auganu, sem ekki 'hefur tekist að leiðrétta til fulls með gler- augum. Innri sýking (endophthalmitis) kom í þrjú augu eftir aðgerð, þar af í eitt auga, sem sjónan hafði lagst að og gróið. Þetta auga náði aðeins sjón 0,2 vegna breytinga í gler- hlaupi af völdum sýkingarinnar. Plúmbu þurfti að fjarlægja af þeim öllum og af tveimur að auki vegna ytri ertingar. Eina plúmbu þurfti að fjarlægja vegna þess að hún losnaði úr saumunum, en hafði þá gert fullt gagn og kemur slíkt venjulega ekki að sök, þegar sjónan er gróin. Gjörð þurfti að losa af einu auga vegna viðvarandi verkja. Ófullnægjandi upplýsingar eru um gang eftir aðgerð hjá 12 sjúklingum, en hjá sum- um þeirra a.m.k. bar talsvert á ytri ertingu eftir aðgerð. SKIL Nýgengi sjónuloss hér á landi var að með- altali rúmlega 10 manns á ári á athugunar- timabilinu eða 4,7 á 100 þúsund íbúa. Tiðnin var misjöfn frá ári til árs, 4 til 13. Bestur árangur af aðgerð náðist, þegar losið var bundið við einn fjórðung sjónu eða 90% bati. Los á tveimur fjórðungum lækn- aðist í 73% augna og los í þremur fjórðung- um í 50%. Allos lagðist að í 43% augna. Augu með ferskt sjónulos, (g 1 vika), læknuðust í 81,2% tilfella. Af þeim fengu 38,5% sjón 0,7—1,0. Los eldri en vikugömul en yngri en 3 mánaða læknuðust i 68% til- fella og 20% þeirra fengu sjón 0,7—1,0. Los eldri en 3 mánaða lögðust að í 52,4% og 40% af þeim fengu sjón 0,7—1,0. Þegar sjónulos nær afturskauti augans, miðsvæðinu (macula), eru horfur á góðri sjón eftir aðgerð verri en annars. Litarefnisútfellingar eru merki um sjón- frumudauða. Hættara er við losi á miðsvæðinu, ef sjónu- losið hefur staðið lengi áður en til meðferð- ar kemur. Batahorfur versna vegna þess, að laus sjóna skreppur saman með tímanum og strengir myndast, sem hindra, að hún leggist að við aðgerð. Draga má saman sjónskerpuna í töflu 3 í þrjá hópa, eins og undirstrikun sýnir. Þetta er gert til samanburðar við bandaríska flokkun, sem birtist í ,,Visual Research, Vol. 2, U.S. Department of Health, Education and Welfare. Public Health Service, National Institute of Health. DHEW Publication No. (NIH) 78-1259.“ Þar segir, að talið sé að 24% sjónulossjúklinga missi að mestu sjón á sjúka auganu, 60% fái skerta en nothæfa sjón eftir aðgerð og 16% fái góða sjón aftur. Sjón minni en 0,3 (6/24) er mjög skert sjón og ekki lessjón. Samsvarandi tölur í töflu 3 eru: 33,3%, 37,3% og 29,4%. í fyrrnefndri bandarískri skýrslu er áætl- að, að fleiri en 25000 manns fái sjónulos á ári hverju i Bandaríkjunum, sem er mun hærra hlutfall en á Islandi, eða um 12 á hverja 100 þúsund íbúa. Mismunurinn kann að einhverju leyti að felast í því, að hér hafa ekki verið tekin með sjónulos, sem eru auka- mein með meiriháttar sjúkdómi (sbr. orsaka- lið 3) og koma ekki til skurðar á sama bátt og þau sjónulos, sem hér hefur verið sagt frá, enda eru þau mun sjaldgæfari. Ekki er sundurliðun á sjónulosi í bandarlsku skýrsl- unni. , 1 fjölrituðu yfirliti um sjónulos eftir Ronald G. Pruett, M.D. í Boston: „Retinal detachment. Diagnosis and management", sem stuðst var við á námskeiði 1978, segir, að 5—10% ibúa Bandaríkjanna 'hafi rof á sjónu, en nýgengi sjónuloss sé um 10 á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Er þetta sam- bærilegur efniviður þeim, sem hér er til um- fjöllunar. Samt er nýgengi sjónuloss hér- lendis helmingi lægra. Ólíklegt er, að hér fari sjónulos ógreint framhjá heilsugæslunni. Ef til vill eru ís- lensk augu sterkbyggðari en fyrir vestan og færri mjög nærsýnir, en þeim hættir fremur til að fá sjónlos. Vera má einnig, að minna sé um sjónulos hér eftir opnar augnaðgerðir. 1 Bandarikjunum er talið, að um 2% augna fái sjónulos eftir augasteinstöku og 15% glákusjúklinga, sem er fjarri lagi hér. SUMMARY Retinal detachment in Iceland 1970—1979 is evaluated. During that period 102 patients were found, 46 males and 16 females.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.