Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 6
4 fengist, ef Bjarni Jónsson hefði ekki af hálfu okkar heimamanna haft forystu við þær mála- leitanir. Þá varð okkur, sem með honum stóðu, Ijóst, hve mikiis álits hann og spítalinn nutu meðal ýmissa áhrifamikilla aðila í þjóðfélaginu. Ein helsta röksemdin fyrir óbreyttum rekstri var sú, að hér hafði tekist langt og gæfu- ríkt samstarf milli eigenda og stjórnenda, þ.e. St. Jósefssystra annars vegar og lækna og annars starfsliðs hinsvegar. Það var mjög stutt leið á milli stjórnenda og starfsliðs, þannig að fullur skilningur ríkti á því, hverjar þarfir væru og hver getan væri til að uppfylla þær. Smám saman hafði myndast hópur starfsfólks, sem lærði dyggðir hagsýni og sparsemi af systrunum. Útkoman varð sú, að hér var rekin stofnun, sem var til fyrirmyndar um hag- kvæman rekstur. Bent var á, að slíkur rekstur væri nauðsynlegur til samanburðar rekstri opinberra spít- ala og þeim nauðsynlegt aðhald. Ef til vill er sá óbeini sparnaður, sem af þessu hlýst, meiri en flesta grunar. Um læknisþjónustu hér og á öðrum spítölum þarf vart að fjölyrða í þessum hópi. Meg- in munurinn er e.t.v. fólginn í beinna persónulegu sambandi sjúklings og Iæknis hér, en ann- ars staðar gerist. Að okkar mati gerir þetta meiri kröfur til læknisins, en ánægjan af starf- inu verður þeim mun meiri. Við höfum alltaf haldið því fram, að ágæta læknisfræði væri hægt að stunda í hvoru kerfinu sem er. Það hefur verið sannað bæði austan hafs og vestan. Því skyldu ekki þessi tvö kerfi geta þróast hlið við hiið, þau hafa gert það í hálfa öld. Því skyldu einstakir læknar ekki geta valið sér starfsform, sem þeim hentar, ef gæði þjónust- unnar og kostnaður eru svipuð? Bent var á söguleg rök. St. Jósefsspítala, elsta starfandi sjúkrahús borgarinnar, með sín- um séreinkennum, væri ekki síður ástæða til að varðveita, en gömul líflaus hús. Sjálfseignastofnun St. Jósefsspítala tók til starfa 1. janúar 1977 og hefur því starfað í rétt þrjú ár. Fyrirkomulag það, um stjórnun, sem þá var komið á, hefur reynst vel. Ástæða er til að þakka fulltrúaráði og stjórn fyrir gott starf. Ég held, að ekki sé á neinn hallað, þó ég nefni formann yfirstjórnar, Óttar Möller og formann framkvæmdastjórnar, Höskuld Ólafs- son, sérstaklega fyrir þau góðu störf, sem þeir hafa unnið í þágu stofnunarinnar. En hvert höldum við nú? Hvað ber framtíðin í skauti? Eru allir erfiðleikar að baki, get- um við tekið iífinu með ró, þann tíma, sem sjálfseignastofnuninni er ætlað að starfa? í rekstri spítala er ekki nema um tvennt að velja, hnignun eða áframhaldandi þróun. Að standa í stað, halda í horfinu, er sama og afturför. Er þá tilvera okkar trygg? Ekki endilega. í dag er stjórnskipuð nefnd að gera tillögur um fyrirkomulag á Heilbrigðisstofnun íslands. Ekki hvort slíkri stofnun skuli komið á, heldur hvernig. Samkvæmt frumhugmyndum nefndarinnar á að miðstýra allri heilbrigðisþjónustu, bæði spítalarekstri og heilsugæslu. Hér yrði um að ræða bákn með 5 til 6 þúsund starfs- mönnum og velta fyrirtækisins yrði vart undir eitt hundrað milljörðum króna. Og í hvaða tilgangi skyldi þetta gert? Jú, til þess að skipuleggja og spara. Hér er dæmigerð oftrú mið- stýringamanna á ágæti kerfisins. Menn virðast halda að hægt sé að reka heilbrigðisþjón- ustu á einhverskonar færibandakerfi án nokkurs tillits til mannlegra sjónarmiða. Við megum ekki sitja hjá við umræðu um þessi mál, heldur verðum að mótmæla þessum hugmyndum kröftuglega. Húsnæðsmál spítalans eru stöðugt í brennidepli. Vaxandi og breytileg starfsemi krefst aukins húsrýmis. St. Jósefssystur byggðu spítalann upp, eins og hann er í dag, af litlum efn- um og hann er ekki fullbyggður. Smám saman hefur sú starfsemi, sem getur verið annars- staðar verið flutt úr spítalabyggingunni og meira húsnæði tekið undir bráðnauðsynlega lækningastarfsemi. Möguleikar til slíks hljóta bráðlega að þrjóta. Ef þróunin á ekki að stöðv- ast, þarf að halda áfram vinnu við framtíðaráætlun spítalans af fullum krafti. Það tekur vafalaust langan tíma að fá það fjármagn, sem nauðsynlegt er og við megum ekki í daglegu amstri gleyma því að hugsa til framtíðarinnar. Endurnýjun læknaliðs spítalans hlýtur einnig að verða stöðugt á döfinni. Við sem störf- um hér í dag megum ekki verða værukærir og sofna á verðinum. Við verðum með reglulegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.