Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 19
17 Stefán Olafsson EPISTAXIS Meðferð 42ja sjúklinga á St. Jósefsspítala 1959—1978. INNGANGUR Nefið er mjög blóðríkt líffæri, sem hætt er við áverka. Nefblæðingar eru því mjög algengar. Talið er að u.þ.b. 80% af nef- blæðingum stöðvist af sjálfu sér án læknis- hjálpar og síðan er ekki nema lítill hluti hinna 20% tilfellanna, sem nauðsynlegt reynist að leggja 1 sjúkrahús. Langalgengastar eru blæðingar framar- lega í miðsnesi, frá æðaflækju, sem kennd er við Kiesselbach. Fimm slagæðar eiga greinar í þessari æðaflækju (plexus), Sú stærsta þeirra er arteria sphenopalatina, sem er grein frá carotis externa. Þessar blæðingar framarlega í nefi eru tiltölu- lega auðveldar við að eiga, þar sem blæð- ingarstaðurinn sést venjulega vel við skoð- un. Þær blæðingar, sem eru erfiðastar við- ureignar, eru ofan til og aftan til í nefi frá arteria sphenopalatina, rétt eftir að hún kemur inn í nefið og greinist í smærri æðar. EFNIVIÐUR OG MEÐFERÐ Á tuttugu ára tímabilinu 1959-1978 voru innlagðir á Landakotsspítala 42 sjúklingar vegna nefblæðinga. 22 konur og 20 karlar. Aldursskipting þessara 42ja sjúklinga var, eins og sést á töflu I. TAFLA I. Aldursskipting sjúklinga. Aldur Fjöldi % 5 ára 2 ( 4.8) 5-14 — 5 (11.9) 15-24 — 2 ( 4.8) 25-34 — 2 ( 4.8) 35-44 — 2 ( 4.8) 45-54 — 8 (19.0) 55-64 — 7 (16.6) 65-74 — 8 (19.0) 75-84 — 2 ( 4.8) 85 og eldri 4 ( 9.5) 42 (100) Á aldrinum 45-74 ára eru 23, eða rúm- lega helmingur sjúklingafjöldans. 65 ára og eldri voru 14 (33%). Nefblæðingar eru algengastar hjá bömum fram að kyn- þroskaaldri, en þessar blæðingar hjá þeim eru mjög sjaldan svo alvarlegar að sjúkra- húsvistar sé þörf. Orsakir nefblæðinga þessara sjúklinga á tímabilinu 1959 til 1978 voru eftirfarandi: TAFLA II. Orsök blœöinga. Spontan 10 23.8% Ókunn orsök Hypertension 17 40.6% Arteriosclerosis 3 7.1% Febrilia 4 9.5% Trauma 3 7.1% Purpura thrombocytopenia 1 2.4% Alcoholismus 3 7.1% Illkynja æxli 1 2.4% 42 100% Sú meðferð, er þessir sjúklingar fengu var sem hér segir: Við alla sjúklinga var notað neftróð, ýmist framan frá eða bæði framan- og aftan frá. Auk þess var blæðingarstaður brenndur, ef til hans náðist. Hjá einum sjúklinganna reyndist nauðsynlegt að und- irbinda carotis externa. TAFLA III. Meöferö blœöinga. Tróð framan frá 28 66.7% Tróð framan og aftan frá 5 11.9% Brennsla + tróð 8 19.0% Undirbinding á carotis 1 2.4% 42 100%

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.