Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 28
26 blinda og sjónskerta, sem félaginu hafa bor- ist frá augnlæknum, svo og að skrá yfir sjóndapurt fólk, sem notið hefir ýmis konar félagslegrar fyrirgreiðslu. Blindravinafélagið gaf upplýsingar um blint fólk á þess vegum. Heimili Blindrafélagsins gaf upplýsingar um vistmenn og gengu þeir allir undir augn- skoðun. Bókaverðir Hljóðbókasafns Borgarbóka- safnsins létu í té skrá yfir blint og sjón- dapurt fólk, sem nýtur aðstoðar safnsins. Könnuð var sjónskerpa þeirra, sem ekki voru á skrá annarsstaðar og orsök sjónskerðing- ar. Augnlæknar Hrafnistu í Reykjavík og Sól- vangs í Hafnarfirði gáfu skýrslu um blint fólk á þessum stofnunum. Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavik gáfu leyfi til að gerð væri augnskoðun á öllum sjónskertum og blindum á heimilinu. Allir augnlæknar landsins gáfu upplýsing- ar varðandi sjón og blinduorsakir margra sjónskertra. Einkum gaf Loftur Magnússon, augnlæknir á Akureyri mikilvægar upplýs- ingar um sjóndapurt fólk á Norðurlandi. Á glákudeild göngudeildar augndeildar Landakotsspítala fengust upplýsingar um glákublint fólk. Sjúkraskrár augndeildar Landakotsspitala voru og kannaðar. Ýmsir fleiri aðilar hafa lagt lið við gagna- söfnun. Sérstök könnun var gerð árið 1978 á blindum og sjónskertum börnum og visast til greina um þær athuganir.8 12 Allir einstaklingar í þessari könnun voru á þjóðskrá 1. des. 1979. Af lögblindum í þessu uppgjöri fékkst vitneskja um orsök sjóntaps meðal 397 eða 95% skráðra. Niðurstöður 1 'þessari könnun komu 419 lögblindir í leitirnar, 212 karlar og 207 konur. Skipting blindra í aldursflokka er sýnd í 1. töflu. Heildaralgengi lögblindu er 185.1 pr. 100.000 íbúa. Veruleg aukning blindu verður ekki fyrr en eftir 65 ára aldur og algengi er lang- mest í elstu aldursflokkunum. Rúmlega helmingur allra lögblindra er kominn yfir áttrætt. TABLE I. Distribution of legally blind popula- tion in Iceland 1. Dec. 1979 by sex and age groups. Rate/ 105 Age groups Population 1. Dec. 1979 M F M + F popul. M+F 0— 4 19.957 4 2 6 30 5— 9 20.811 9 1 10 48 10—14 21.311 6 4 10 47 15—19 22.629 2 4 6 26 20—24 21.361 4 4 8 37 25—29 18.525 4 3 7 38 30—34 16.087 11 1 12 68 35—39 12.682 6 2 8 63 40—44 10.592 5 2 7 66 45—49 11.297 2 4 6 53 50—54 10.686 6 4 10 93 55—59 9.810 3 5 8 81 60—64 8.182 7 11 13 208 65—69 7.100 5 12 17 239 70—74 5.791 11 17 28 483 75—79 4.446 22 25 47 1057 80—84 2.982 32 28 60 2012 85 + 2.090 73 78 151 7225 All age groups 226.339 212 207 419 185 Population data from the National Registry 1. Dec. 1979. TABLE II. Residence of legally blind population in Iceland 1. Dec. 1979. Population Rate/105 Regions 1. Dcc. 1979 M + F popul. Reykjavík Area 119.746 262 219 Reykjavík 83.365 213 253 Other communities* 36.381 49 135 Suðurnes, Kjal,. Kjós 13.465 8 59 Vesturland 14.542 29 199 Vestfirðir 10.360 12 116 Norðurland vestra 10.586 22 208 Norðurland eystra 25.370 48 189 Austurland 12.781 14 109 Suðurland 19.462 24 123 Total 226.339 419 185 * Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður. 1 2. töflu er sýnd dreifing blindra eftir bú- setu. Rúmlega helmingur eða 262, eru búsett- ir innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur og algengið þar er 253 pr. 100.000, þ.e. allmikið yfir landsmeðallagi. 1 3. töflu er dreifing blindra eftir sjón- skerpu og meðal kynja. Um þriðjungur allra lögblindra hafa enga eða lítt nýtanlega sjón og geta talist blindir í þrengstu merkingu

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.