Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 10
8 hefir hernaðarlegt gildi. Þess háttar útbún- aður heitir á ensku „sonar“ og er skamm- stöfun á (so)und (na)vigation and (r)ang- ing og merkir að sigla og miða út umhverfið fyrir neðan hafflötinn með hjálp sónmynda- tækja. Fyrsta sónmyndatækið, sem byggt var til að rannsaka mannslíkamann, var gert 1937 af bræðrunum Dussik i Austurríki.4 8 Það var heilabergsmálsritinn, sem er einskonar dýptarmælir, notaður til að mæla fjarlægð frá yfirborði höfuðkúpu að miðlínulíffærum heilans. Þetta er einföld rannsókn, sem enn er í fullu gildi og framkvæmanleg með flestum algengum sónskönnum. Fyrsta sónmyndatækið sem tók tvividdar- myndir var -hannað af Wild og Reid. Þetta tæki var notað til rannsókna á brjósta- og endaþarmameinum.14 Árið 1948 fann Howry upp nýja gerð sónmyndavéla, bergmálssneiðmyndavélina, sneiöskannann og lagði með því grundvöll- inn að nútímaaðferðum við sónmyndatök- ur. 10 44 Þssi sneiðskanni gat tekið svart- hvítar myndir af sneiðum í likamanum. Hann 'hefur verið talsvert notaður við kvið- arholsrannsóknir einkum í fæðingarfræði og kvensjúkdómafræði. Árið 1954 fundu Edler og Hertz í Lundi upp hjartabergmálsritann, sem mikið hefir verið notaður við greiningu vissra hjarta- sjúkdóma.5 Fáar tækninýjungar komu fram í gerð sónmyndatækja næstu tvo áratugina. Þó nutu sónmyndatækin góðs af þeim al- mennu framförum sem urðu í rafeindatækni á þessum árum. Seint á árinu 1974 kom á markaðinn ný gerð sónskanna, sem tekið gat myndir í grá- um litáskala, gráskalamyndir. Með þessum nýju gráskaiaskönnum jókst greiningargildi sónmyndanna mjög. Nú var í fyrsta sinni auðvelt að taka sónmyndir, sem sýndu innri byggingu líffæranna í kviðarholinu!4 Nýjungin í gráskalaskönnunum er tæki, sem kallast skönnunarbreytir. Hann gefur hverju rafmerki gráan lit og fer liturinn eftir styrk rafmerkisins. Stjórnanda tækis- ins er í sjálfsvald sett hvort hann hefir sterku rafmerkin dökk eða ljós. Fyrstu árin höfðu gráskalaskannarnir liliörœna skönnunarbreyta, en árið 1977 komu á markaðinn nýjar vélar með stafræna skönnunarbreyta. Þessir nýju gráskala- skannar vinna hraðar og geyma rafmerkin betur en eldri gerðir. Myndirnar eru skarp- ari og hafa meira greiningargildi en áður. Vefir með svipaða endurvarpseiginleika greinast betur hver frá öðrum t.d. er auð- veldara að greina sundur gallganga, slag- æðar og bláæðar!3 1 nýrum má jafnvel greina börkinn frá mergnum!2 Sjúkur vefur t.d. æxlisvefur greinist einnig betur frá heil- brigðum vef en áður hefir þekkst. Skyggniskannar komu fyrst á markað árið 1975. Kostir þeirra fram yfir sneið- skannana eru þeir, að athuga má með þeim hreyfingar líffæra, svo sem hjarta og æða. Þessi tæki eru einnig fljótvirkari en sneið- skannarnir. Myndimar eru hins vegar lak- ari,° en tæki þessi eru i örri þróun og eiga vafalítið eftir að fá hliðstæða þýðingu fyrir sóngreininguna og röntgenskyggnitækin hafa haft fyrir geislagreininguna. Til íslands hafa til þessa verið keypt fjögur sónmyndtæki, sem kunnugt er um. Á árunum kringum 1960 var keyptur heilabergmálsriti, sem notaður var í nokkur ár á Landakotsspitala. Árið 1974 eignaðist Fæðingardeild Land- spítalans sneiðskanna frá Emisonic, sem gat tekið svart-hvítar myndir. Inn í hann var bætt skönnunarbreyti árið 1976. Hann getur nú tekið gráskalamyndir. Hjartabergmálsriti var keyptur til Borg- arspítalans 1978 og annar til Landspítalans árið 1979. Þessir ritar eru báðir af gerðinni 80 C. frá Picker. Þeir geta tekið gráskalarit með kvikmyndun. HLJÓÐORKA Hljóð er ein tegund orku. Orkan færist yfir á sameindir i efninu, sem hljóð berst um og framkallar sveifluhreyfingu þeirra. Hljóðaflið gefur til kynna, hve mikil orka berst um flöt hornréttan á útbreiðslustefnu hljóðbylgjunnar. Einingin fyrir afli hljóðs er watt. Styrkur hljóðs er skilgreindur sem hljóðaflið á flat- areininguna. Hljóðstyrkur er mældur i wött- um á cm2 eða milliwöttum, ef um lág gildi er að ræða. Hljóð, sem notuð eru til mynda- töku, hafa styrkleikann 1-50 milliwött á cm2. Hljóð til lækninga hafa styrkleikann 1-3 wött á cm2. Við athuganir á líffræðilegum áhrifum hljóðs er þýðingarmikið að mæla hljóðstyrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.