Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 14
12 bel. Algeng mögnun er 50 decibel. Mögnun- in eykur aðeins sveiflurnar eða birtuna á myndtækinu, en hefir engin áhrif á styrk sónpúlsins, sem berst um vefina eða berg- málsins sem leitar til baka. Bergmál sem komið er frá vefjum, sem liggja djúpt, gef- ur veikari rafmerki, en bergmál frá vefjum, sem eru nærri sónkannanum. I magnaran- um er útbúnaður, sem magnar fjarlæg raf- merki, meira en nálæg, svo tryggt sé að þau gefi jafnmikla birtu eða jafnháar sveiflur og jafnsterk rafmerki frá vefjum, sem liggja nærri sónkannanum (mynd 5). MYNDTÆKI: Myndtækið er oftast bakskautslampi, sem tekur við myndmerkjum og býr til úr þeim sveiflu eða punkt á forskautsskjánum. Al- gengasta tegund myndtækis er sveiflusjáin. 1 A A A A ÁN TÍMAJAFNAÐKAR MÓGNUNAR TÍMAJÖFNUÐ MÖGNUN MEÐ TÍMAJAFNAÐRI MÖGNUN MYND 5. — Áhrif timamögnunar á rafmerki. Einfaldasta gerð sveiflusjáar er bakskauts- lampi með tveim skautum, öðru lóðréttu, hinu láréttu (mynd 6). Fyrir áhrif láréttu skautanna er rafeindageislinn á stöðugri hreyfingu yfir forskautsskjáinn frá vinstri til hægri með ákveðnum hraða. Séu lóðréttu skautin óvirk fer rafeindageislinn eftir lá- réttri línu á skjánum, sem kölluð er grunn- lína. A-háttur: Lóðréttu skautin má tengja við breytinn í sónkannanum. Myndmerkin birtast þá á skjánum sem sveiflur. Þessi aðferð við að sýna myndmerkin kallast A-háttur (mynd 7). Á stendur fyrir „amplitude". Hæðin á hverri sveiflu er háð styrkleika myndmerk- isins, sem framkallar sveifluna, B-háttur: Myndmerkin má einnig leiða beint inn á bakskaut myndtækisins. Þau birtast þá á skjánum, sem lýsandi punktar. Þessi aðferð við að sýna myndmerkin kallast B-háttur (mynd 7). B merkir „brightness". Punktana má nota til að byggja upp mynd á skjánum. Æskilegt er að hafa punktana eins smáa og mögulegt er þvi skerpan í myndinni er í öfugu hlutfalli við punktastærðina. Punktastærðin segir til um gæði mynd- tækisins og fer að nokkru eftir gerð fos- fórsins sem notaður er í forskautsskjáinn. M-háttur: Sé breytirinn tengdur inn á bakskaut myndlampans, eins og gert er við B-hátt, má tengja spennu inn á lóðréttu skautin og haga henni þannig, að hún vaxi jafnt og stöðugt á meðan rafeindageislinn er að fara yfir skjáinn. Grunnlínan færist þá stöðugt ofar, á meðan geislinn er að fara yfir skjá- inn. Á þennan hátt má skrá hreyfingar á flötum, sem endurvarpa hljóði t.d. hreyfing- ar á hjartalokum. Þessi aðferð kallast M- háttur (mynd 7). M stendur fyrir „motion". Þessi tengingaraðferð er notuð i hjartaberg- málsritanum. B-skönnun er tvívíddarmynd af sneið í líkamanum. Myndin fæst með því að hreyfa sónkann- ann yfir húðina, í stað þess að halda honum kyrrum. Rafeindageislanum er ekki stjórnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.