Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 31
29 ellirýrnunar í miðgróí sjónu, er lesblint, en hefur að jafnaði góða ratsjón, isjá 9. töflu. Af körlum með ellirýrnun í miðgróf höfðu 19 eða þriðjungur jafnframt ellidrer í auga- steinum. Af þeim höfðu 10 gengist undir dreraðgerð á öðru eða báðum augum. Af 111 konum höfðu 27 eða um fjórðungur ellidrer og af þeim höfðu 13 gengist undir drerað- gerð. Ekki er unnt að segja með vissu hversu oft var um degeneratio maeularis disciformis að ræða, en eftir útliti augnbotna að dæma, er það í 10—15% tilfella. TABLE IX. Distributio7i of visuál acuity iti legal blindness in Iceland 1. Dec. 1979: open- angle giaucoma, senile macular degeneration and diábetic retinopathy. Open-angle glaucoma i Senile macular Diabetic degeneration retinopathy NO LP 12 LP only 4 — — Hand movements 6 5 5 FC ad oculi 12 12 2 1/60—3/60 19 78 1 4/60—6/60 12 71 2 Visual field <20° 9 — — Total 74 166 10 1.2. Hœgfara gláka er næst algengasta að- alorsök lögblindu, tæplega 19% af öilum blindum (tafla 6). Glákublindan er einnig tíðust í elstu aldursflokkum. Eru nær tvöfalt fleiri karlar blindir af völdum gláku en kon- ur, sjá 8. töflu. Algengi meðai beggja kynja í aldursflokk- um, er sýnt í 7. töflu. Eftir kynjum skiptist algengið þannig í aldursflokkum miðað við 100.000 íbúa: 60—69 ára: Karlar 14, konur 38, 70—79 ára: Karlar 236, konur 54 og 80 ára og eldri: Karlar 1898, konur 530. Þessar tölur sýna, að algengi glákublindu meðal karla er verulega meira en meðal kvenna. Ekki fengust nægilega traustar upp- lýsingar á hvaða aldri glákusjúklingar töld- ust blindir. Rúmlega helmingur þeirra, sem lögblindir teljast af hægfara gláku eru al- blindir eða þvi sem næst og hinn helmingur- inn með verulega skert sjónsvið og flestir með drermyndun á augnsteinum, sjá 9. töflu. Auk glákublindra eru 25 einstaklingar að auki með gláku, sem telst ekki aðalorsök sjóndepru hjá 10. töflu. TABLE X. Primary and secondary giaucoma as second diagnosis in 397 blind persons in Iceland 1. Dec. 1979. Main diagnosis M F Senile macular degeneration 7 7 Central chorioretinitis — 2 Uveitis. seqv. 2 1 Keratitis. seqv. — 1 Toxic amblyopia 2 — Myopia degenerativa 1 — Helicoid retinopathy 1 — Mooren‘s ulcer 1 — 14 11 1.3. Arfgengir sjúkdómar og þróunargallar eru þriðja algengasta blinduorsökin, um 20% af öllum lögblindum. Hefur áður verið gerð grein fyrir blindum og alvarlega sjónskert- um börnum hér á landi í árslok 1978, en þau fylltu öll þennan flokk.12 Sex hvítingjar eru skráðir lögblindir, þar sem þeir sjá ekki 6/60 við sjónpróf með besta gleri. 1 raun réttri ætti að skrá þá sem verulega sjónskerta. Þeir sjá illa frá sér, en komaist allra sinna ferða vegna sjónarinnar. Þeir geta lesið og geta því fylgst með í almennum skólum. Af 397 blindum, þar sem orsök blindu er þekkt, eru 21 vanþroska andlega (16 karlar og 5 konur) eða um 5%. Fleiri blind böm hafa nú bæst í hópinn frá fyrri könnun.12 Má nefna tvíburastúlkur (f. 1977) með retrolentál fibroplasia. Þær fæddust á 29. viku meðgöngu og voru hafðar í súrefniskassa. Er önnur með ratsjón en hin nær alveg blind. Eru þær fæddar í Dan- mörku og fluttust til landsins haustið 1979. Amerísk kona, fædd 1941 i New York er og alblind af sömu orsök. Hefur hún verið bú- sett hér á landi allmörg ár. Einn drengur f. 1979 er blindur af völdum retinoblastoma. Fæddist með æxli í báðum augum. Var ann- að tekið og hitt geislað. Er æxlið í miðgróf sjónu. l./f. Slys. Samkenndarbólga (ophthalmia symphatica) er algengust blinduorsök af völdum augnslysa. Eru sjö skráðir blindir af völdum þessa kvilla (6 karlar og ein kona). Allir blinduðust á barnsaldri að ein- um undanskildum (f. 1906), sem fékk hníf- stungu í augað árið 1948. Var hann orðinn alblindur tveimur árum síðar. Er hann sá síðasti, sem blindaðist af þessum kvilla, enda farið að nota barkstera skömmu síðar. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.