Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 39
37 Guðmundur Viggósson NYGENGI MEIRIHÁTTAR AUGNSLYSA Sjúklingar lagðir á Augndeild Landakotsspítala 1971-1979 INNGANGUR Fram að þessu hefir tíðni augnslysa lítið verið könnuð hér á landi. Minniháttar augnslys, sem eru fjölmörg, eru nær ávallt meðhöndluð utan spítala. Meiriháttar augnslys eru flest lögð inn á sjúkrahús, t.d. voru árið 1976 lagðir inn á augndeild Landakotsspítala til meðferðar 66 sjúklingar vegna augnslysa, rúmlega sjötti hluti allra innlagðra augnsjúklinga það ár. Þessi háa tíðni augnslysa, sérstaklega meðal barna og unglinga, vekur ýmsar áleitnar spurningar, svo sem: Hvert er nýgengi meiriháttar augnslysa hér á landi? Hvernig dreifast þau meðal kynja og eftir aldri? Hvers eðlis eru slysin og við hvaða að- stæður verða þau? Hverjar eru afleiðingarnar? Er hægt að koma i veg fyrir einhver þeirra? Athugun þessi nær til allra innlagðra nýrra augnslysa á augndeild Landakots- spítala s.l. 9 ár þ.e. 1971—79. Þau reyndust vera 508 eða að meðaltali um 56 á ári. Hér er um 94% slíkra slysa að ræða, en 6% sjúklinga voru meðhöndluð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Annars staðar er ekki gert að meiriháttar augnslys- um hérlendis. Fjöldi innlagðra augnslysa endurspeglar þó ekki fullkomlega heildarfjölda augnslysa, þar sem mjög oft er matsatriði hvort leggja eigi inn sjúkling eða ekki. Þetta uppgjör er birt hér í þeirri von að vitneskja um orsakir og afleiðingar meiri- háttar augnslysa megi verða til þess að reynt verði með viðeigandi ráðum að koma í veg fyrir fleiri slík slys í framtiðinni. EFNIVIÐUR OG AFLEIÐINGAR SLYSA 1. Skipting augnslysa eftir árum. Að meðaltali komu á spítalann 56.4 ný augnslys árlega. Fæstir voru lagðir inn 1971 eða 43, en flestir 1976 eða 66. 2. Skipting augnslysa eftir mánuðum. Eins og sést á mynd 1 er ekki mikill munur á fjölda innlagðra augnslysa eftir mánuðum. Sumarmánuðirnir, júli og ágúst skera sig samt aðeins úr, enda eru þá verk- legar framkvæmdir mestar og fólk í sumar- frium sínum oft að fást við störf, sem það er ekki vant. Leikir og ærsl barna standa þá líka með miklum blóma. NUMBER FIG. h DISTRIBUTtON OF PATIENTS ACCORDING T0 HONTH OF INJURY 3. Landfræðileg skipting. Af höfuðborgarsvæðinu (þ.e. Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnar- firði og Mosfellssveit) komu 59% slysanna, en 41% kom utan af landi og af skipum á hafinu umhverfis. Einn sjúklingur kom er- lendis frá. 4. Tími frá slysi til innlagnar. Langflestir sjúklinganna (63%) komu á spítalann innan 6 klukkustunda, 16% komu frá 6—24 klst. eftir slysið, en um 21% komu meira en einum sólarhring eftir slysið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.