Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 13
11 enda. Kannar eru notaðir við ástungur á blöðruæxlum og öðrum meinum, til að ná í vökva og vefjasýni. Þeir eru einnig notaðir til að ná aðskotahlutum úr holdi og auga. Sónpúlsinn, sem breytirinn sendir út í vefina, hefir ákveðna tíðni, sem fer eftir lögun og efniseiginleikum breytisins. Tíðni sónkanna er gefinn upp í megahertz. Sónkannar, sem notaðir eru við kviðar- holsskönnun, hafa tíðni 2,25-3,50 MHz. Með hækkandi tíðni eykst skerpa sónmyndanna, en sóngeislarnir ná grynnra í vefina. Ef mynda á vefi, sem liggja djúpt, þarf að velja sónkanna með lága tíðni. Ef taka á skýra mynd af vefjum nærri sónkannanum, t.d. sjáaldri, er valinn són- kanni með háa tíðni. 1 mörgum sónkönnum er safnlinsa framan á breytinum. Henni er ætlað að draga úr dreifingu hljóðgeislanna í vefjunum. 1 sönkönnum sneiðskannanna er aðeins einn breytir, sem sendir og tekur á móti hljóðgeislum. Breytirinn notar 0,1% af tím- anum til að senda són og 99,9% af tíman- um til að taka á móti bergmáli. Þegar mynd er tekin, er sónkanninn hreyfður yfir svæðið, sem skannað er. Skyggniskannar hafa annað hvort einn eða fleiri breyta, sem snúast á öxli eða marga breyta, sem mynda röð yfir svæðið, sem skannað er. Ekki er þörf á að hreyfa són- kannann til að fá mynd. SENDIR: Sendirinn framleiðir rafpúlsinn, sem breytist i sónpúls í breytinum. Tímaklukka í sendinum stjórnar tíðni sónpúlsins, sem breytirinn sendir út í vefina. Styrkur són- púlsins og bergmálsins, sem berst til baka til breytisins, fer eftir spennu rafpúlsins. Á mörgum sónskönnum eru stillihnappar, svo hægt sé að velja spennu á bilinu 300- 600 volt. Með stillihnappi á sendinum er einnig hægt að breyta lengd sónpúlsins. 1 rafrásina milli sendis og breytis er komið fyrir viðnámum. Með þvi að minnka eða auka þessi viðnám, er hægt að lengja eða stytta sónpúlsinn. Langur púls minnkar skerpuna í sónmyndinni, en nær dýpra í vefina, sem verið er að mynda. Hafa ber hugfast, að nota ekki meiri hljóðstyrk en nauðsynlegt er, því að of hár styrkur getur skemmt breytirinn og látið sjúklinginn fá ónauðsynlega geislun.7 MÓTTAKARI: Rafmerkin, sem breytirinn býr til úr berg- máli, eru síuð og jöfnuð i móttakarann og breytt í myndmerki (mynd 4). 1 móttakar- anum er einnig magnari, sem magnar raf- merkin. Mögnunin er gefin til kynna í deci- ------/\/\------------------------- OBREYTT RAFMERKI MÖGNUN ÍW_______ AFRIOUN A__ UMSLAGSSKYNJUN LOK AMÖGNUN MYND 4. — Rafmerki breytt í myndmerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.