Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 40
38 einstaka allt að nokkrum vikum síðar. Mátti oftar um kenna andvaraleysi sjúklings sjálfs gagnvart slysinu, en staðsetningu hans á landinu, þótt stundum hafi henni verið um að kenna. 5. Kynskipting. Af (þessum 508 augnslysum voru 437 (86%) karlar, en 71 (14%) konur. Hlutfallið milli kvenna og karla er þvi 1:6,2. Þetta kemur vel heim við erlendar upplýsingar. 1 sumum iðnaðarborgum, þar sem vinnuslys eru tið, er þetta hlutfall jafnvel enn hærra. Þessi ójafna dreifing meðal kynja speglar þjóð- félagshætti á þessum ákveðna tíma. Reikna má með breytingum á henni með líkara uppeldi beggja kynja og vaxandi þátttöku kvenna í atvinnulífinu. 6. Skipting eftir aldri. Gróft má skipta sjúklingunum i fimm aldursflokka: 1. 6 ára og yngri, þ.e. á forskólaaldri, voru 58 sjúklingar eða 11.4% allra, 43 drengir og 15 stúlkur. 2. 7—15 ára, þ.e. á skólaaldri, voru 151 sjúk- linganna (29.7%), 123 drengir og 28 stúlk- ur. Samtals voru þvi um 41% 15 ára og yngri. 3. 16—50 ára, eða á aðalvinnualdri, voru 257 eða 50.6% sjúklinganna, Af þeim voru 235 karlar, en konur aðeins 22. 4. Eldri en 50 ára voru aðeins 42 eða 8.3%, 36 karlar og 6 konur. Mynd 2 sýnir nánari skiptingu slysanna eftir aldri. Hver stuðull er fimm ára ævibil. Á myndinn sést glögglega, 'hve stór hlutur ungs fólks er, þar sem 367 eðá tæpir 3/4 hlutar allra, eru yngri en 30 ára. Þetta er þeim mun alvarlegra, sem unga fólkið á yfirleitt langt líf fyrir höndum og vegna þeirrar staðreyndar, að oftast eru augnslys barna alvarlegri en fullorðinna. Áberandi er hve augnslys eru fátíð meðal ráðsetts fólks. Kemur þar margt til. Fólk á þessum aldri er margt farið að nota gler- augu við vinnu sína, en þau veita augum oftast mikla vörn. Auk þess hafa flestir á þessum aldri lagt niður hættulega leiki og skemmtanir orðnar átakaminni. Meðalaldur sjúklinganna var 23.6 ár. Leggja ber þó áherslu á að hætta er fyrir hendi alla ævi, t.d. var yngsti sjúklingurinn 6 mánaða, en sá elsti 92 ára. 7. Skipting eftir eðli aðaláverka. Eins og sjá má á töflu I voru holundir (perforationir) 124 eða um fjórðungur slys- anna. 1 flestum tilfellum er holund mjög alvarlegur áverki. Augnmar (contusio), með blæðingu í for- hólfi og eða bjúg i augnbotni, fengu 205 eða tveir fimmtu hlutar slysanna. Flísar inn í auga (corpus alienum intra- ocularis) voru rúm 6% slysanna, nær ein- göngu karlar. Augnbrunar (combustion) voru rúm 9% slysanna. Voru þeir ýmist af völdum hita eða ætiefna. Minniháttar augnslys eins og áverkar á augnumbúnað, rifnir táragangar, rifur á slimhúð eða rispur á glæru voru fimmtungur slysanna. TABLE I. Distribution of yatienis to main type of injury. Number of patients Diagnosis Male Fenvale Total Percent Perforation 109 15 124 24.4 Cont.usion 177 28 205 40.4 Intraoc. foreign body 30 1 31 6.1 Burns 41 6 47 9.2 Minor trauma 80 21 101 19.9 437 71 508 100.0 NUMBER AGl FI6. 2. DISTRIBUTIOÍI OF PATIENTS ACCORDING TO AGE

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.