Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 36
34 glákublindu er svipað af heildartölu blindra í báðum könnunum. Athyglisvert er, að 15.6% lögblindu í amerísku könnuninni er af völdum ellidrers, en aðeins 1.3% hér. Er þetta hlutfall hjá okkur mun lægra en meðal nágrannaþjóða okkar og gæti endurspeglað augnlæknisþjón- ustuna hérlendis, þvi blindu af völdum þessa kvilla er hægt að bæta, ef auga er að öðru leyti heilbrigt. Árið 1955—60 var blinda af völdum ellidrers í Englandi og Wales 22.6% af öllum sem töldust blindir.17 19 1 ameriska uppgjörinu flokkast ellibreyt- ingar í miðgróf sjónu undir æðabreytingar. 1 Svíþjóð er heildaralgengi blindra skv. 12. töflu talið vera 196 á 100.000 íbúa. Við athugun sem gerð var á 3557 blindum í Svíþjóð á aldrinum 16—59 ára var heildar- algengið 45 pr. 100.000 ibúa.15 Skilmerki blindu í þessari athugom var að ratsjón var ekki fyrir hendi. Ef miðað er við sömu há- markssjón í þessari könnun er algengið hér á landi i þessum aldurshóp 36 pr. 100.000 íbúa, þ.e. nokkru lægra. Við samanburð á blindrakönnun í ná- grannalöndum virðast blinduorsakir vera þær sömu og hlutfall þeirra innbyrðis svip- að. Það sem helst greinir á milli er, að blinda af völdum sykursýki er minni hér en annarsstaðar og enginn hefur blindast af völdum retrolental fibroplasia hér á landi. Þeir þrír, isem skráðir eru, fæddust erlendis og fengu þar meðferð. Blinda af völdum sykursýki er stöðugt að aukast í neysluþjóð- félögum og er algengasta orsök blindu með- al fólks undir 65 ára aldri í nágrannalönd- um (14). í Englandi og Wales um 15% af öllum nýskráðum blindum yngri en 65 ára (9). Sjóndepru af völdum sykursýki er farið að gæta hér og ef að likum lætur, mun hún ágerast á komandi árum, þar sem sjúkdóm- urinn er í stöðugri uppsiglingu. Blinda meðal barna er svipuð hvað al- gengi snertir og í grannlöndunum og er um meðfædda orsök að ræða í öllum tilfellum nema tveimur með RLF. Hvemig er staða okkar hér á landi hvað snertir algengi blindu og forvarnarstarf? Miðað við þær þjóðir þar sem heilbrigðis- þjónusta er talin best, er blindutíðni síst meiri hér og erum við jafnvel i hópi þeirra, sem hafa lægsta blindratölu. Ef til vill er glákublinda heldur tíðari hér, en taka verð- ur tillit til þess að meirihluti iþeirra gláku- sjúklinga, sem teljast blindir, eða um þrír fjórðu blutar, eru komnir yfir áttrætt, (sjá 8. töflu). Er þetta fólk, sem hafði ekki tök á læknisþjónustu vegna búsetu: Bæði var sjúkdómurinn greindur seint og ekki unnt fyrir augnlækna að fylgjast með meðferð. Vafalitið mun blinda af völdum gláku minnka enn meir með bættum greiningarað- ferðum og betri umsjón glákusjúklinga, sbr. göngudeild glákusjúkra á Landakoti, þar sem um 650-700 sjúklingar koma reglulega í eftirlit og þar er ennfremur fylgst með mörgum, sem taldir eru vera í áhættuhópi. Hinar stórauknu augnlækningaferðir síðari ára hafa líka sitt að segja. Blinda af völdum ellidrers er mjög lítil hér. M.a. er það að þakka góðri spítalaþjón- ustu, tryggingakerfinu, sem greiðir allan legu- og lækniskostnað við aðgerðir og góðri þjónustu við landsbyggðina. Hér eru tiltölulega fáir, sem blindast hafa af sykursýki. Með hinni nýju leysitækni verður sennilega unnt að tefja verulega þró- un sjúklegra breytinga i augum. Blindir vegna meðfæddra og arfgengra kvilla eru í yfirgnæfandi meirihluta í öll- um aldursflokkum til 60 ára aldurs, (sjá 6. töflu). 1 nokkrum tilfellum hefði verið hægt með erfðaráðgjöf að hafa áhrif á gang mála. Ellirýrnun í miðgróf sjónu er algengasta orsök lesblindu hér á landi. Vonir standa til að unnt sé að hafa áhrif á eina tegund þessa kvilla viaculopathia disciformis, með leysi- geislum, þann veg, að sjúklingar haldi leng- ur skarpri sjón.1 Flestir eru með hægfara rýmunarbreytingar og engin ráð þekkjast til að stöðva þær. Þessi kvilli er algengur á efri árum. Samkvæmt könnun5 á algengustu augn- sjúkdómum meðal aldraðra í Borgarnes- læknsumdæmi var heildaralgengi degener- atio macularis senilis 14.2% meðal 50 ára og eldri, (karlar 10.0% og konur 17.2%). Sjúkdómstíðni eykst með auknum aldri: 50-59 ára 0.5%, 60-69 ára 3.6%, 70-79 ára 25.7% og meðal 80 ára og eldri 40.7%. Þótt ekki sé unnt að beita læknismeðferð er mikið hægt að gera fyrir þá, sem eru að missa eða hafa misst sjón af völdum þessa kvilla og eiga í erfiðleikum með lest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.