Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 16
14 tæki, sem sýndi styrkleikamun myndmerkj- anna í skönuninni. Þetta má gera á tvo vegu. Annars vegar með þvi að kvikmynda skönnunina jafnharðan og hún birtist á sveiflusjárskjánum og hins vegar með tæki sem kallast skönnunarbreytir. Fyrri aðferð- in er tæknilega erfið, einkum ef skönnunin er handunnin. Hin síðari hefur hins vegar náð mikilli útbreiðslu og á henni byggjast flestar nýjustu gerðir sónskanna. scfnsía MYND 8. — Lampi í skörwunarbreyti. Skönnunarbreytirinn (mynd 8) er flókið rafeindatæki, sem gegnir margháttuðu hlut- verki. I sónskannanum er hlutverk hans einkum að gera skönnunina ‘hæfa til sýning- ar á sjónvarpsskjá og gefa hverju mynd- merki gráan lit, breytilegan eftir styrk þess. Skönnunarbreytirinn sameinar eiginleika minnissjár og sjónvarpsmóttakara. 1 honum eru tveir lampar. Annar tekur við mynd- merkjum frá móttakaranum og varpar þeim á forskaut, sem er hálfleiðari gerður úr 1000 xlOOO kísiltviildiseiningum. Þessar kísiltví- ildiseiningar geta geymt rafhleðslu, sem er breytileg frá einni einingu til annarrar. Þegar rafeindageislinn fer yfir forskautið, sem í þessu tilfelli er skjár úr kísiltvíildiseining- um, skrifar hann niður myndina á kísilskjá- inn. Myndina er síðan hægt að flytja yfir á bakskaut myndlampa, sem er samræmdur við staðlaðan 525 línu sjónvarpsmóttakara. Myndin á kísilskjánum er þannig endurbyggð sem sýnileg mynd á sjónvarpsskjá. Sjón- varpsmyndin hefur ýmsa kosti. Hana má senda samtímis inn á marga móttakara. Skönnunina má hafa á skjánum eins lengi og óskað er. Hana má mynda á röntgen- eða ljósmyndafilmu eða varðveita á segulbandi. Skönnunarbreytirinn leyfir stækkun á hluta myndarinnar. Gráu litirnir í skönnuninni hafa skapað möguleika á að sýna finni innri byggingu margra líffæra og greina ýmsar sjúklegar breytingar bæði staðbundnar og útbreiddar t.d. æxli í kviðarholslíffæri og útsæði í lifur.1315 Fjöldi gráu litastiganna er nokkuð mismunandi eftir þvi, hver fram- leiðir tækin. Flest eru litastigin 16. Því hefur verið haldið fram, að mannsaugað greini ekki fleiri en 10 grá litastig og af þeim sök- um auki það ekki gæði tækisins að hafa lita- stigin feiri en 10. Við rétta iýsingu munu þó flestir geta greint allt upp í 16 litastig.1 Skyggniskannar: Við venjulega skönnun með sneiðskanna er sónkanni með einum breyti hreyfður yfir svæðið sem myndað er. Með þessari aðferð tekur 10 sekúndur að taka hverja mynd. Hver einstök mynd gefur engar upplýsingar um hreyfingar á líffærum. Með því að taka svo margar myndir á sekúndu, að þær renni saman í kvikmynd á skjánum, má rannsaka hreyfingar líffæra og skyggna sjúklinga á mjög svipaðan hátt og gert er í röntgen- skyggnitæki. Til þess að geta tekið svo margar myndir á sekúndu hafa einkum verið notaðar tvær aðferðir. Sú fyrri (mynd 9) er að láta einn eða fleiri breyta snúast á öxli, sem er raf- knúinn og sú siðari að hafa breytana svo marga, að þeir myndi samfellda röð yfir svæðið sem rannsaka á og þess vegna hafðir kyrrir meðan skannað er á hverjum stað (mynd 10). Skyggniskannarnir eru þannig gerðir, að jafnframt þvi að skyggnt er, má taka stakar myndir á röntgenfilmu eða ljós- myndafilmu og skoða nánar, þegar skygg- ingu er lokið. Ennþá hafa þessar myndir ekki sömu skerpu og myndir sem teknar eru í sneiðskanna og geta því ekki komið i þeirra stað.c Sónkannarnir eru sumir tals- vert fyrirferðarmiklir og ekki hægt að koma þeim að stöðum sem erfitt er að ná til svo sem undir bringspölum eða bak við lífbein. Til þessa hafa skyggniskannar einkum verið notaðir til athugunar á hreyfingum líffæra, einkum hjarta, en nýjustu gerðir þeirra eru ætlaðar til skönnunar á kviðar- holi. Að margra áliti henta þeir betur við sýnitökur en sneiðskannanir þar eð fylgjast má með ástungunálinni í skyggningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.