Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 55
53 í góðu meðallagi miðað við árangur frá Bandaríkjunum7 9 og frá Bretlandi.24 Hér reyndist blóðræktun einnig oftast jákvæð i pneumococca- og E. coli heilahimnubólgu. Septicæmia fannst hinsvegar aðeins hjá 50% athugaðra meningococcal meningitis sjúklinga. Þetta samsvarar útkomu í sænsku uppgjöri frá 1965—7721 og er heldur betri árangur en í uppgjöri Dodge frá Boston7 og Smales frá Nottingham,23 en hjá þeim var um þriðjungur blóðræktana jákvæður fyrir meningococcum. Hugsanlega stafar þessi lægri sepsistíðni hjá N. meningitidis heila- himnubólgum af næmi sýkilsins fyrir sýkla- lyfjum. Þannig kom fram, að af 15 N. meningitidis heilahimnubólgusjúklingum með neikvæða blóðræktun höfðu 12 fengið sýkla- lyf fyrir innlögn á Landakotsspitala. Aðeins einn af þeim, sem fengið höfðu sýklalyf (5 ml af erythromycin), reyndist hafa jákvæða blóðræktun fyrir N. meningitidis. Síðari áhrif sýklalyfja á H. infl. endur- speglast hinsvegar í óvenju hárri tíðni, eða 95%, af jákvæðum blóðræktunum meðal 25 barna í Nottinghamuppgjörinu,23 enda þótt rúmlega helmingur þeirra hefði fengið sýkla- lyf fyrir innlögn. Full ástæða er til að rækta öll mænu- vökvasýni, sé minnsti grunur um heila- himnubólgu, enda þótt frumur séu litið eða ekki auknar, hvort sem septicæmia fylgir með eður ei.23 1 þessum efnivið ræktaðist t.d. hjá tveimur sjúklingum N. meningitidis úr mænuvökva, sem annars vegar innihélt eng- in og hinsvegar 15 hvít blóðkorn. í báðum tilvikum var blóðræktun einnig jákvæð. Á sama hátt var mænustunga endurtekin með þriggja klst. millibili hjá 21/2 árs stúlku með áberandi hnakkastirðleika, krampa og miklar húðblæðingar. f fyrra skiptið fundust 9 frumur og í seinna skiptið 16 frumur, þar af 90% segment. Ræktanir voru neikvæðar úr báðum mænuvökvasýnum, en hinsvegar jákvæðar úr blóði. Alls voru fjórir N. men- ingitidis 'heilahimnubólgusjúklingar einungis sýklagreindir með blóðræktunum og einn með nefkoksræktun. Hæpin hjálp verður þó almennt talin af nefkoksræktunum til sýkla- greiningar, nema í undantekningartilvikum, eins og hjá því, sem áður var lýst, með nei- kvæðar blóð- og mænuvökvaræktanir, en samfara húðblæðingum og frumuaukningu í mænuvökva. Veruleg gagnsemi blóðræktana til sýklagreiningar í þessum efnivið kom því aðeins fram hjá heilahimnubólgum af völd- um N. meningitidis. Jákvæðar blóðræktanir tengdust ekki horfum sjúklinga. Enda þótt yfirgnæfandi segmentfrumu- aukning í mænuvökva, samfara sykurlækk- un og eggjahvítuhækkun, hafi hér verið tal- in uppfylla skilyrði fyrir sjúkdómsgreining- unni meningitis bacterialis þrátt fyrir nei- kvæðar ræktanir og smásjárskoðun (alls sjö sjúklingar) verður því ekki neitað, að asept- iskar heilahimnubólgur geta á stundum villt á sér sýn. Þessir erfiðleikar ættu þó mikið til að vera úr sögunni með því að notfæra sér lysozym (muramidase) og/eða mjólkur- sýrumælingar í mænuvökva. Hefur mjólkur- sýrumæling yfir 30 mg/100 ml reynst afger- andi fyrir meningitis bacterialis, ef mæld innan tveggja sólarhringa frá upphafi 'hugs- anlegrar sýklalyfjameðferðar. Hinsvegar hefur magn innan 25 mg% svarað til men- ingitis viralis eða engrar heilahimnubólgu.4 Þessi rannsókn kemur vitaskuld að mestu gagni, þar sem sýklalyf hafa verið gefin fyrir innlögn, eða þar sem mænuvökvi af öðrum orsökum vitnar ekki um dæmigerða bacterial sýkingu. Byrjað hefur verið á mjólkursýrumælingum á Landakotsspítala og lofa niðurstöður góðu. 4. HÚÐÚTBROT. 1 þessu uppgjöri reyndust engir sjúklinganna með H. infl. eða pneumo- coccameningitis hafa húðútbrot. Hinsvegar sáust slík útbrot hjá óvenju mörgum men- ingococcasjúklingum eða 79%. Önnur upp- gjör nefna gjarnan 50—70%.7 8 21 Vert er að vekja athygli á því, sem hér kom fram hjá þrem 'Sjúklingum, að snemma í veikindum getur fyrst og fremst borið á maculo-papul- ar, mislingalíkum útbrotum, gjarnan á bol og neðri útlimum. Þessi útbrot standa yfir- leitt aðeins I fáa klukkutíma, en víkja þá fyrir dílablæðingum. Þær byrja síðan oft á rasskinnum og á baki, svo að þessi svæði má ekki gleyma að athuga hjá öllum börn- um með óskýrðan háan hita, einkum og sér í lagi í mengisbólgufaröldrum. Húðblæðing- ar virðast ekki hafa bein áhrif á horfur, en þó eru stærri, útbreiddar húðblæðingar eða purpuraskellur yfirleitt samfara mjög hratt stígandi (fulminerandi) meningococcemiu. 5. SÝKLALYFJAMEÐFERÐ. Margt og mik-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.