Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 75
73 Ingvar J. Karlsson, Ólafur Gunnlaugsson, Bjarki Ólafsson, Úlfur Agnarsson KRABBAMEINI MAGA Athugun á 128 sjúklingum á Landakotsspítala árin 1970—1979 INNGANGUR Há tíðni magakrabbameins meðal íslend- inga er vel kunn. Fyrir nokkrum áratug- um var tæplega helmingur allra illkynja æxla hjá karlmönnum upprunninn í maga en fjórðungur til ■ þriðjungur meðal kvenna.1 Þessi háa tíðni hefur minnkað verulega hérlendis síðustu áratugi, eins og víða erlendis. Engu að síður hefur maga- krabbi verið greindur hjá 60—70 sjúkling- um árlega í seinni tíð og er því enn svo algengur hér á landi, að okkur þykir ástæða til að gera þá athugun, sem hér verður greint frá. Nokkuð hefur birst af greinum um rannsóknir á magakrabba á íslandi, en sú könnun, sem hér verður greint frá, er frábrugðin þeim að ýmsu leyti, þar sem aðaláhersla er lögð á ýmis atriði, sem varða einkenni og greiningu sjúkdómsins. Þann- ig má fá samanburð við niðurstöður af lik- um rannsóknum, sem birst hafa erlendis á undanförnum árum.2-7 EFNIVIÐUR Á árunum 1970—-1979 var krabbamein í maga (adenocarcinoma ventriculi) greint hjá 128 sjúklingum á Landakotsspítala. Á öllu landinu var sjúkdómurinn greindur hjá 657 sjúklingum á þessum áratug sam- kvæmt skýrslum Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands. Könnunin nær því til fimmta hluta þessara sjúklinga. Far- ið var yfir sjúkraskrár allra þeirra sjúk- linga, sem fengið höfðu þessa sjúkdóms- greiningu og ýmis atriði tekin til athugun- ar varðandi tíðni, einkenni, greiningu, meðferð og horfur. Um 70% sjúklinganna voru búsettir í Reykjavík eða nágrenni, þegar sjúkdómsgreining var gerð. NIÐURSTÖÐUR Könnunin náði til 82 karla og 46 kvenna (tafla I). Hlutfallið milli kynja er því 1,8:1 og er það mjög svipað því sem annars staðar hefur komið fram.:i 4 5 Við sjúk- dómsgreiningu voru 80% þessara sjúk- linga yfir sextugt (tafla II). Aldursdreif- ingin er lík og fram kemur í nýlegri rann- sókn frá Svíþjóð' en hlutfall eldri sjúk- linga er mun stærra en í rannsóknum frá Bretlandi3 og Bandaríkjunum.5 Meðalald- ur karla við greiningu var 70 ár og kvenna 71 ár. Yngsti sjúklingurinn var 25 ára kona. Nær helmingur sjúklinganna hafði haft einkenni í meira en þrjá mánuði við sjúk- dómsgreiningu (tafla III) og eftirtektar- vert er, að tiltölulega stór hluti þeirra er TABLE I. Sex incidence. Years Number of patients Male No. Fenuile No. % 1970—74 58 40 69 18 31 1975-79 70 42 60 28 40 Overall 128 82 64 46 36 TABLE II. Age at fhe time of diagnosis._______________________________ AGE DISTRIBUTION (IN PERCENTAGES) Number of All Y ears patients gS9 U0—U9 50—59 60—69 70—79 SO—89 g90 ages 1970—74 58 2 3 15 14 40 21 5 100 1975—79 70 3 1 16 29 30 21 1 100 Overall 128 2 2 16 22 34 21 3 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.