Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 15
13 af skautum, heldur af stefnu sóngeislans, sem breytirinn sendir frá sér á hverjum tíma. í sónskanna eru sendir, móttakari og myndtæki oftast sambyggð i einu stjórn- púlti, sem samsvarar stjórnborði röntgen- tækis. Sónkanninn er hins vegar hluti tækis, sem samsvarar vinnuborði röntgentækis. 1 sneiðskanna er þetta tæki kallað sneiSir og í skyggikanna skyggir. Sneiðirinn er standur, sem ber uppi sneið- isarminn, sem sónkanninn er festur við. Sneiðisarmurinn er með hjörum, sem þannig er frá gengið, að sónkanninn er aðeins hægt að hreyfa í einum fleti í einu. 1 armin- um er rafeindaútbúnaður, stöðugœslutœki (mynd 1), sem skynjar stefnu sónkannans á hverjum tíma og sér til þess að mynd- merkin fái rétta staðsetningu í myndinni. Uppistaðan í þessum útbúnaði eru jafnar í sneiðisarminum. Sneiðisarmurinn með stöðugæslutæki er einn allra mikilvægasti hluti sneiðskannans og jafnframt sá hluti, sem oftast þarf að lagfæra og nákvæmast þarf að athuga, þegar sneiðskanni er keypt- ur.1 Hver sneiðmynd, sem tekin er hefir skráða nákvæma staðsetningu miðað við fasta punkta á yfirborði sjúklingsins. -—------------•-----------------•- B - Kóttur i A - Kóftur MYND 7. — A, B og M-háttur bornir saman. Litlu örvarnar gefa til kynna að myndmerkin hreyfist til hliðar þegar horft er á skjáinn. Skyggnirinn er með ýmsu móti. í einföld- ustu gerð er hann aðeins rafstrengur, sem tengir kannahús við stjórnpúlt. Myndir tekn- ar í skyggniskanna hafa ekki fasta stað- setningu skráða miðað við viðmiðunar- punkta á yfirborði sjúklingsins. Sum stjórnpúlt eru fjölrása, þ.e. við þau má tengja sneiði, skyggni eða hjartaberg- málsrita. Þau henta einkum vel fyrir lítil sjúkrahús, sem ekki hafa næg verkefni fyrir stjórnpúlt með einni rás. Minnissjá: Sveiflusjáin er handhægt tæki til að gefa mynd af myndmerkjum vefja, en hefir þó þann ókost að myndin hverfur fljótt af skjánum á venjulegri sveiflusjá. Sveiflusjá má breyta, þannig að hún geymi myndmerk- in, sem sveiflur eða punkta, þar til þeir eru þurrkaðir út af stjórnanda tækisins. Þess konar sveiflusjá er kölluð minnissjá. Sé minnissjá notuð í stað venjulegrar sveiflu- sjár, getur stjórnandinn skannað mynd og haft hana eins lengi á skjánum og hann tel- ur sig þurfa. Hann getur með þessu móti gert sér grein fyrir upplýsingagildi og gæð- um hverrar myndar og skannað nýja mynd, ef ástæða þykir. Þegar skönmmin er orðin fullgóð má taka af henni ljósmynd eða röntgenmynd til varðveislu. Því miður hefir minnissjáin tvo mikla ó- kosti, sem takmarka gildi hennar sem mynd- tækis. 1 fyrsta lagi er punktastærðin tvöföld mið- að við venjulega sveiflusjá og fer vaxandi með aldri. Skerpa myndarinnar er þess vegna ekki eins góð og æskilegt væri. 1 öðru lagi er minnissjáin litið næm fyrir birtumun og þess vegna einnig fyrir styrk- leikamun myndmerkjanna, sem myndin er gerð úr. Myndmerkin eru tvístöðu merki þ.e. koma fram á minnissjánni, annað hvort í fullum birtustyrk eða alls ekki. Myndmerki, sem ekki ná ákveðnum styrk, sem kallast þröskuldsgildi minnissjárinnar koma ekki fram í myndinni, og þau myndmerki, sem eru sterkari en þetta þröskuldsgildi, koma fram í fullum birtustyrk. Skönnunin verður því svart-hvít mynd í tveimur litum, alsvört- um og heilhvítum. Skönnunarbrey tir: Augljóslega væri æskilegt að hafa mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.