Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 44
42 hníf í augað, er þeir voru að tálga spýtu. Þrir þeirra hlutu holund og eitt auga varð að fjarlægja. Sjö ára stúlka rak skæri gegnum glæru og augastein. Tæplega tveggja ára barn stakk bandprjóni í auga. Barn rak spýtu í auga. Tvö börn ráku leikföng í auga og skáti rak enda á nælonkaðli í auga, er hann var að hnýta á hann hnút. 9.3 Vinnuslys. Við vinnu slösuðust 198 eða 36,3% sjúkling- anna. Aðeins 5 konur eru í þessum flokki. Einn karl kom tvisvar á tímabilinu vegna tveggja ólíkra augnslysa. Langflestir voru á aldrinum 16—50 ára eða 82%. Af vinnuslysunum voru 28.3% holundir, 31.3% augnmar, 12.6% augnbrunar, 13.6% flísar inni í auga og 14.1% minniháttar augn- áverkar. Afleiðingar vinnuslysanna voru þær að fjarlægja þurfti 10 augu, fjögur eru alblind, sjö hafa aðeins ljósskynjun, 24 hlutu tölu- vert sjóntap og 41 auga minniháttar sjón- tap. Eftir orsökum flokkast vinnuslysin þann- ig: 9.3.1 Vtö húsbyggingar eða skylda virmu (81): Af þeim fékk 21 nagla eða naglabrot i auga, oftast við að reka stálnagla í stein- vegg. 1 mörgum tilfellum voru þetta alvar- legir áverkar, t.d. fengu sjö holund á auga og fimm slysadrer. Eitt auga varð að fjar- lægja og annað fékk síðar nethimnulos. Málm- eða steinflis í auga fengu 16, flest- ir, er þeir voru að vinna með hamri og meitli, t.d. að meitla mótavir af veggjum. Eitt auga varð að fjarlægja og þrjú önnur hafa mjög litla sjón, Tólf slösuðust við að saga timbur, þar af fengu átta trékubb í auga, er þeir voru að sneiða timbur með vélsög. Eitt þessara augna varð að taka og annað hefur aðeins ljösskynjun. önnur fimm augu fengu slysa- drer. Ellefu brenndust á auga, þar af níu, sem fengu sement, kalk eða fínpúsningu í auga. Múrari fékk ör á glæru, þannig að sjón er aðeins 6/24 Snellen. Rafvirki fékk raf- magnsblossa framan í sig, er skammhlaup varð í rafmagnstöflu. Trésmiður fékk fúa- varnarefni í auga. Átta húsasmiðir fengu steypustyrktarjárn í auga, einn missti auga og tveir hlutu holund. Annar þeirra fékk síðar fylgigláku og þurfti að gangast undir sex þrýstingslækkandi aðgerðir. Þrír meiddust vegna sprenginga. Einn fleygaði í dynamittúbu, sem sprakk. Annar stóð hjá þar sem verið var að sprengja og hlaut hann holund á bæði augu. 15 ára drengur fann hvellhettu í byggingarvinnu og sprengdi hana. Fékk hann ör á glæru og sjónhimnu og er sjón aðeins 6/36 Snellen. Hlaut hann einnig mikinn áverka á ennis- bein og framheila. Tveir rafvirkjar ráku skrúfjárn í auga, hlaut annar holund en hinn tók í sundur ytri augnvöðva. Mótavír rakst í auga á tveimur, fengu báðir holund og slysadrer. Annað þessara augna er nú alblint. Tveir fengu þrýstiloft úr loftpressuslöngu í auga. Tveir duttu við málningarvinnu. Voru báð- ir drukknir. Einn fékk yfirborðsáverka á auga við að klippa álplötu. Einn hlaut holund, þegar rúða brotnaði, er hann var að glerja heima hjá sér, er sjón á því auga aðeins ljósskynjun. 9.3.2 Við bifretöaviðgerðir slösuðust 39: Málmflis i auga fengu 16 við að berja stáli í stál. Oftast voru þeir að slá lausar legur eða bolta. Eitt auga þurfti að fjarlægja og annað er alblint. Fjögur augu hlutu slysadrer og er sjón þriggja minni en 6/60 Snellen. Þrettán ráku hluti í augu: Fimm ráku skrúf járn í auga, oft i sambandi við bremsu- viðgerðir. Er eitt þeirra augna alblint og annað mikið sjónskert. Ytri augnvöðvi fór í sundur hjá einum. Fjórir ráku skrúflykil i auga og skemmdist eitt svo mikið, að nema þurfti það á brott. Einn rak meitil í auga og annar rak nagla í auga. Einn fékk brot úr hnífsblaði í auga, er hann var að skera sundur vatnskassahosu. Er sjón á því auga nú aðeins skynjun handarhreyfingar. Einn fékk brot úr járnsagarblaði í auga. Fimm brenndust á auga, þrir af völdum brennisteinssýru, þegar rafgeymir i hleðslu sprakk, einn af völdum vítissóda, þegar hann var að losa stíflu úr hitaelementi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.