Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 65
63 Tómas Á. Jónasson, Jón Grétar Ingvason, Björgvin Guðmundsson ANTACIDA — Samanburður á bindigetu og verði INNGANGUR Notkun sýrubindandi lyfja á sér langa sögu og hafa læknar beitt þeim í meðferð vefrænna sjúkdóma svo sem sára og bólgu í vélinda, maga og skeifugörn, en einnig við óþægindum af ókunnum orsökum. Sjúklingar hafa einnig keypt mikið af antacida án lyfseðla frá læknum og bendir það til þess að þeir telji meðferðina koma að gagni. Eftir upplýsingum frá framleið- endum og innflytjendum lyfja má ætla, að heildarnotkun antacida hér á landi hafi á árinu 1980 verið yfir 30 tonn, að verðgildi meira en 150 milljónir g.kr. Sambærilegar upplýsingar frá öðrum löndum höfum við ekki tiltækar, en geta má þess að á árinu 1976 var talið að í Danmörku væru notaðir 25 milljón dagskammtar af antacida1 og 1975 var talið að í Bandaríkjum N-Amer- íku væri söluverð antacida u.þ.þ. 120 millj- ónir dollara.2 Erfitt er að meta árangur meðferðar þeirra kvilla, sem ekki eiga sér greinan- legar vefrænar orsakir. Kliniskar prófanir á gildi lyfjameðferðar við ulcus pepticum miSast hinsvegar við það að hægt sé að sýna fram á að sárið grói á tilteknum tíma. Þrátt fyrir hina miklu antacida-notkun varð nokkur töf á því að gerðar væru marktækar prófanir á árangri meðferðar. Slíkar rannsóknir liggja nú fyrir*4 5 og benda þær til þess að með antacida sem einu lyfjameðferð sé hægt að flýta fyrir því að sár grói. í rannsókn Peterson og samstarfsmanna4 voru notaðir mun stærri skammtar af antacida við ulcus duodeni en áður hafði tíðkast. Byggðist það á niðurstöðum rann- sókna, sem taldar voru sýna, að til þess að ná fullnægjandi sýrubindingu í maga sjúk- linga með skeifugarnarsár þyrfti þessa skammta.0 Sömu rannsóknaraðilar hafa jafnframt sýnt fram á að til þess að ná fullnægjandi þindingu magasýru verður ekki einungis að taka tillit til þess hvort viðkomandi sjúklingur framleiðir mikla eða litla sýru, heldur einnig að sýrubind- andi hæfileikar hinna ýmsu lyfjategunda eru mjög mismunandi.0 Lyf þau sem þessir aðilar rannsökuðu voru algengustu anta- cida í notkun í Bandaríkjunum en fá þeirra eru í notkun hérlendis. Þar sem ekki lágu fyrir samsvarandi upplýsingar um þennan lyfjaflokk hér á landi, gerðu höfundar rannsókn á ellefu tegundum antacida, sem fáanleg voru í fljótandi formi, og báru saman sýrubindandi hæfileika þeirra. Jafnframt var gerður útreikningur á verði lyfjanna miðað við sýrubindandi virkni. í grein þessari er lýst aðferðum og niður- stöðum þessarar rannsóknar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var framkvæmd vorið 1979. Þau lyf, sem valin voru til rannsóknarinn- ar, voru þrjár tegundir erlendra sérlyfja,* tvær tegundir frá innlendum lyfjaframleið- anda og sex tegundir óstaðlaðra forskrift- arlyfja frá þremur apótekum, þar af ein tegund frá dönsku apóteki. Fordtran og samstarfsmenn0 lýstu aðferð til in vitro mælingar á hæfni antacida til að binda sýru og sýndu fram á að niður- stöður mælinga með þessari aðferð sam- svöruðu vel in vivo aðferðum. Hér á eftir verður lýst framkvæmd okkar á þessari aðferð. Til titreringanna var notuð 250 ml Erlen- meyerkolba með 3 cm víðu opi. 1.0 ml af antacidum var bætt út í 100 ml af 37.0°C heitu, jónasnauðu vatni. Eftir að innihald- inu hafði verið blandað saman var kolb- unni komið fyrir í tveggja lítra vatnsbaði. Hitastiginu var haldið við 37.0±0.2°C með því að tengja þetta vatnsbað við 20 lítra bað, sem var stillt á viðeigandi hitastig. f kolbunni var komið fyrir 2.5 cm löngum * Gelusil susp. hefur nú verið afskráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.