Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 57
55 og þá einkum dexamethasone, gefið í 2—3 sólarhringa, hefur af ýmsum verið talið gagnlegt til meðhöndlunar heilabjúgs12 13 111 20 Osmotisk lyf hafa einnig verið notuð til að þurrka upp heilabjúg með þvi að draga vökva úr heila yfir í blóðrás og síðan út i gegnum nýrun, og fást áhrifin mun fyrr fram en við sterameðferð. Lengsta reynslan er af mannitollausnum, gefnum í æð.1319 20 Annað gamalkunnugt lyf í þessum flokki, glycerol, hefur á siðustu árum verið reynt í sama augnamiði til að minnka heilabjúg og auka heilablóðflæði og hugsanlegt er einnig að það auðveldi „oxydativa phosforylatio“ í skemmdum heilavef.13 Hjá þeim 9 sjúkling- um, sem hér voru meðhöndlaðir með glycer- ol, þótti meðferðin í heild gefast vel, og virt- ust sjúklingar svara þessari meðferð hraðar og betur en mannitolmeðferð. Nýlegar rann- sóknir benda á, að furosemide geti minnkað aukinn intracranial þrýsting án þess að breyta verulega saltjafnvægi eða osmolali- teti í serum, þannig að e.t.v. á furosemide eftir að verða fyrsta lyfið við heilabjúg.20 7. AFDRIF. Dánartiðni í þessu uppgjöri, tæplega 9%, er nánast hin sama og í Land- spítalauppgjörinu.2 Þetta er með lægri dán- artölum hjá börnum, og séu þrjár algeng- ustu mengisbólgutegundirnar vinsaðar frá, er dánartiðnin rúmlega 5%, en ein lægsta dánartalan fyrir þessar þrjár sýklategundir er tæplega 3% í uppgjöri Murray’s frá Toronto,19 þar sem um fimm ára skeið hafði einungis verið notað ampicillin í upphafs- meðferð. 7.1 S. pneumoniae: Fyrir utan mengisbólgur hjá nýfæddum, sem hafa í kringum 50% dánartölu,19 hafa pneumococcamengisbólg- urnar langhæstu dánartöluna. Viðast hvar í Evrópu er dánartalan þannig í kringum 20% og yfirlit Sillanpaa frá Finnlandi með óvenju hárri tíðni pneumococcamengisbólgum sýndi allt upp í 36% dánartölu.22 Lang lægsta dánartala pneumococcamengisbólgu kemur hinsvegar frá Montreal, þar sem greint var frá 79 börnum með aðeins 10,8% dánartölu.111 Oft virðast pneumococcamengisbólgur koma í kjölfar pneumococcaígerða, t.d. í eyrum og sinusum, eins og ljóst var af sögu allra pneumococcasjúklinganna í þessu uppgjöri. S. pneumoniae hefur tilhneigingu til að valda vasculitis á yfirborði heila og á heila- himnu og myndar oft þykkt, grænt pus yfir heilahvelinu, áður en basal meninges verða undirlagðar. Kemur því ósjaldan seinna fram meningeal erting en i öðrum tegundum heilahimnubólgu.3 0 Við nánari eftirgrennsl- an á einkennum pneumococcasjúklinganna okkar kom í ljós, að einn þeirra hafði verið veikur í tvo daga, þrír í þrjá daga og einn sljór og ertinn í heila viku (mors), áður en grunur vaknaði um hnakkastirðleika. Þetta kann að valda einhverju um verri horfur þessara sjúklinga. Fyrir utan háa dánar- tiðni eru afleiðingar pneumococcamengis- bólgna geigvænlegar. Þannig fann Laxer19 neurogen afleiðingar hjá 56% sinna sjúk- linga, og þar bar mest á heyrnarleysi og hydrocephalus (11% hvort um sig). Fæstir þessara sjúklinga höfðu verið meðhöndlaðir með ampicillin. 7.2 H. influenzae: Haemophilus influenzae meningitis hefur mun lægri dánartiðni en mengisbólga af völdum S. pneumoniae, eða viðast hvar 3—4%.14-17 Við höfum til þessa reynst eitthvað heppnari með þessa sjúk- linga hér á landi, þar sem ekkert dauðsfall var meðal H. infl. mengisbólgna í þessu upp- gjöri, né heldur frá Landspítala2 og Borgar- spítala.15 Afleiðingar eftir H. infl. meningitis virðast mjög misjafnar, allt frá 8%9 og upp í 40%,14 þótt flest uppgjör sýni sjúkdóms- menjar í kringum 25%.71317 Krampar, coma, hypothermia var talið stuðla að hvað verstum horfum í uppgjöri Herson’s frá Colorado.13 Árið 1974 vakti Gamstorp10 þeirrar spurningar, hvort ampicillin einmeð- höndluðu tilfellin væru i meiri hættu með að verða heyrnarlaus, þar sem hún ætlaði, að 14 af 400 börnum í Svíþjóð með H. infl. heila'himnubólgu hefðu orðið heyrnarlaus. Sök ampicillin sem orsök heyrnarleysis verð- ur ekki sönnuð í síðari athugunum frá Norð- urlöndum og Englandi.5 14 21 24 I þessu upp- gjöri er aðeins vitað um eitt barn, sem missti heyrn, en það var, sem fyrr segir, af völdum S. pneumoniae en ekki H. infl. Þetta heym- arleysi kom strax fram á 2. degi eftir upp- haf ampicillinmeðferðar, en sjúkdómsein- kenni höfðu þá alls staðið í fimm daga. 7.3 N. meningtidis: Enda þótt dánartiðni við meningococcameningtis sé yfirleitt helmingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.