Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 21
19 Hörður Þorleifsson SJÓNULOS Yfirlit yfir sjónulosaðgerðir á INNGANGUR Áratuginn 1970—1979 hafa með vissu fund- ist hér á landi 102 sjúklingar með sjónulos, 46 karlar og 56 konur (Tafla 1). Einn karl á þrítugsaldri hafnaði aðgerð og kona á fertugsaldri fannst of seint til að von væri um bata af aðgerð. Þrír voru ekki innlagðir til aðgerðar sökum ellilasleika og voru sáttir við nothæfa sjón á öðru auga. Sjö sjúklingar voru sendir beint utan til að- gerðar, m.a. 5 ára stúlkubarn, sem marðist á auga i leik með þeim afleiðingum að sjóna rifnaði. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri voru 9 innlagðir til aðgerðar vegna sjónuloss. 1 eftirfarandi grein verður fjallað um skil- greiningu á sjónulosi, orsakir og flokkun, einkenni og meðferð og síðan lýst meðferð og afdrifum þeirra sjúklinga, sem komu til aðgerðar á augndeild Landakotsspitala. Almennt uvi sjónulos: Sjóna (nethimna, retina) klæðir augað að innanverðu fram að fellingabaugi (corpus ciliare) og myndar tenntan útjaðar (ora serrata), 8 mm fyrir aftan glæru. Sjónan er samsett af tveimur TABLE 1. Retinal detachment in Iceland 1910— 1979. Paticnts admitted Patients Patients to the eye admitted referred dept. St. to to Patients Joseph's Akureyri Hospitals not Hospital Hospital abroad treated Age groups M F M F M F M F Tota\ 0—9 3 — — — — 1 — — 4 10—19 2 — — 1 1 — — — 4 20—29 8 1 — — 1 — 1 — u 30—39 1 1 1 — — 2 — 1 6 40—49 5 6 — — 1 — — — 12 50—59 7 8 1 — — 1 — — 17 60—69 5 18 — 3 — — — — 26 > 70 7 9 1 2 — — 1 2 22 Total 38 43 3 6 3 4 2 3 102 81 9 7 5 skýrt afmörkuðum lögum, sem eru lauslega tengd innbyrðis: 1) Litarefnislag (pigmentepitel), sem ligg- ur næst æðu (chorioidea) augans og er fast bundið henni. 2) Taugafrumulag (neuroretina), næst glerhlaupi, samsett af sjónfrumum og tengi- frumum þeirra. Umhverfis sjóntaug og útjaðar eru sjónu- lögin fast bundin vegna uppruna síns, en tengslin annarsstaðar eru minni og ekki full- ljós. Þó er vitað, að reglulega lagaðir þræðir ganga út frá frumum litarefnislagsins og umlykja ytri hluta sjónfrumanna. Einnig er efnafræðileg viðloðun talin koma við sögu. Viðloðun við glerhlaup í heilbrigðu auga er talsvert sterkari en tengsli milli sjónulaga. Sjónan er þykkust umhverfis sjóntaug og afturskaut augans, 0,5—0,6 mm, en þynnst fram við útjaðar, 0,1 mm. Sjónulos (amotio retinae, ablatio retinae, retinal datachment): Sjónulos verður, þegar tengslin milli litarefnislags og taugafrumu- lags rofna og vökvi kemst á milli laga. Sjón- an getur líka klofnað þannig, að rof verður inni í taugafrumulaginu. Kallast það retino- scisis. Stundum getur verið erfitt að greina á milli. Orsök, meðferð og horfur eru frá- brugðin sjónulosi. Orsakir sjónuloss og flokkun: 1 öllum til- fellum virðist bein orsök vera eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: 1) Tog á sjónu frá glerhlaupi þann veg, að taugafrumulagið losnar frá litarefnislag- inu og rifnar oftast. Vökvi úr augnholinu á þá greiða leið á milli laga (sjúkt glerhlaup, áverki, ástand eftir opna augnaðgerð). 2) Rýrnun á sjónu, sem veldur rofi með sömu afleiðingum (cystoid degeneratio, lattice degeneratio, einkum í nærsýnum aug- um, óskýrar veilur í sjónu, rýrnun eftir gamlan áverka eða bólgu). 3) Veikluð tengsl milli laga sjónu, vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.