Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 71
69 Ólafur Örn Amarson BERKLAR í ÞVAGFÆRUM á Landakotsspítala 1971—1980 INNGANGUR Ekki þarf að tíunda hér sögu berklaveiki á íslandi.1 Allir þekkja hvernig tókst að nær útrýma þessum sjúkdómi hér á landi.1 Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöð- um skrifaði grein í Læknablaðið 1978- um meðferð berklaveiki. Þar segir hann meðal annars: „Berklar eru vissulega ekki lengur neitt þjóðfélagslegt vandamál, hitt hlýtur aftur á móti að valda nokkrum óróa, að læknar virðast hafa gleymt þessum sjúk- dómi og alveg sérstaklega, ef um er að ræða berkla í öðrum líffærum en lungum“. Reynsla annarra leiðir 1 ljós, að tíðni berkla í þvagfærum hefur lítið minnkað síðustu árin og sums staðar jafnvel aukist. Þannig segir Fritjofsson3 4 að tíðni þvag- færaberkla árið 1969 og 1970 sé 1,7 og 1,5 á hverja 100 þúsund íbúa í Svíþjóð. Nokkur munur er á milli héraða; þannig er tíðnin í Norbotten héraði nálægt fjórir á hverja 100 þúsund íbúa. í löndum Mið-Evrópu er tíðnin enn hærri eða allt að 7,0 í Búlgaríu árið 1970 og 7,1 í Ungverjalandi sama ár. 1957 var tíðnin í Vestur-Þýzkalandi 3,5, en 1970 5,0 á hverja 100 þúsund íbúa.3 Talið er að aukinn straumur innflytjenda eigi hér eihhvern þátt, en ekki er það talin ein- hlít skýring. Heilbrigðisskýrslur 1975 greina frá skráningu berklaveiki samkvæmt berkla- bókum.5 Þar sést greinilega, að tíðni sjúk- dómsins hefur stöðugt minnkað. í skýrsl- unni er getið um berkla í lungum og síðan berkla í öðrum líffærum. Fengnar voru upplýsingar frá skrifstofu landlæknis um berkla í þvagfærum og sést sú skráning í töflu I. Þessar tölur gefa ekki nýgengi á hverju ári þar sem sami sjúklingur er vafa- laust skráður oftar en einu sinni. Auk þess eru teknir með berklar í kynfærum kvenna. Fengnar voru upplýsingar frá Birnu Oddsdóttur á Rannsóknastofu Háskólans, en þangað eru allar berklaræktanir sendar, eins og kunnugt er. Fjöldi jákvæðra þvag- sýna kemur fram í töflu II. Samkvæmt henni hafa komið fram jákvæð sýni frá 41 sjúklingi á tíu ára tímabili 1971 til 1980. Ef gert er ráð fyrir að sjúklingar með berkla í þvagfærum komi flestir fram með þessum hætti', ætti tíðnin hér á landi að vera um það bil tveir á hverja 100 þúsund íbúa á ári, en það kemur vel heim við tíðn- ina í Svíþjóð. EFNIVIÐUR Á árunum 1971—1980 vistuðust samtals tólf sjúklingar, sex karlar og sex konur á Landakotsspítala. Allir greindust með þvag- ræktunum á Rannsóknastofu Háskólans, nema ein kona, sem greindist með vefja- rannsókn á nýra. Sjúklingarnir voru á aldrinum 23 til 74 ára. Nú verða raktar hér þrjár sjúkrasögur. TAFLA I. SkráOir berkUtsjúklingcir á lslandi í árslok 19110 til 1974. __________ 1970 1971 1972 1973 1974 Berklasjúklingar í árslok Þar af berklar í þvag- 98 103 85 70 79 og kynfærum 8 10 5 8 8 TAFLA II. Fjöldi sjúklinga meO jákvceO þvag- sýni viO berklarcektun hjá Rannsóknastofu Háskólans árin 1971—1980. Karlar Konur Samtah 1971 4 1 5 1972 2 2 4 1973 2 0 2 1974 3 2 5 1975 3 0 3 1976 4 4 8 1977 3 1 4 1978 2 2 4 1979 1 1 2 1980 2 2 4 Alls 26 15^ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.