Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 71
69 Ólafur Örn Amarson BERKLAR í ÞVAGFÆRUM á Landakotsspítala 1971—1980 INNGANGUR Ekki þarf að tíunda hér sögu berklaveiki á íslandi.1 Allir þekkja hvernig tókst að nær útrýma þessum sjúkdómi hér á landi.1 Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöð- um skrifaði grein í Læknablaðið 1978- um meðferð berklaveiki. Þar segir hann meðal annars: „Berklar eru vissulega ekki lengur neitt þjóðfélagslegt vandamál, hitt hlýtur aftur á móti að valda nokkrum óróa, að læknar virðast hafa gleymt þessum sjúk- dómi og alveg sérstaklega, ef um er að ræða berkla í öðrum líffærum en lungum“. Reynsla annarra leiðir 1 ljós, að tíðni berkla í þvagfærum hefur lítið minnkað síðustu árin og sums staðar jafnvel aukist. Þannig segir Fritjofsson3 4 að tíðni þvag- færaberkla árið 1969 og 1970 sé 1,7 og 1,5 á hverja 100 þúsund íbúa í Svíþjóð. Nokkur munur er á milli héraða; þannig er tíðnin í Norbotten héraði nálægt fjórir á hverja 100 þúsund íbúa. í löndum Mið-Evrópu er tíðnin enn hærri eða allt að 7,0 í Búlgaríu árið 1970 og 7,1 í Ungverjalandi sama ár. 1957 var tíðnin í Vestur-Þýzkalandi 3,5, en 1970 5,0 á hverja 100 þúsund íbúa.3 Talið er að aukinn straumur innflytjenda eigi hér eihhvern þátt, en ekki er það talin ein- hlít skýring. Heilbrigðisskýrslur 1975 greina frá skráningu berklaveiki samkvæmt berkla- bókum.5 Þar sést greinilega, að tíðni sjúk- dómsins hefur stöðugt minnkað. í skýrsl- unni er getið um berkla í lungum og síðan berkla í öðrum líffærum. Fengnar voru upplýsingar frá skrifstofu landlæknis um berkla í þvagfærum og sést sú skráning í töflu I. Þessar tölur gefa ekki nýgengi á hverju ári þar sem sami sjúklingur er vafa- laust skráður oftar en einu sinni. Auk þess eru teknir með berklar í kynfærum kvenna. Fengnar voru upplýsingar frá Birnu Oddsdóttur á Rannsóknastofu Háskólans, en þangað eru allar berklaræktanir sendar, eins og kunnugt er. Fjöldi jákvæðra þvag- sýna kemur fram í töflu II. Samkvæmt henni hafa komið fram jákvæð sýni frá 41 sjúklingi á tíu ára tímabili 1971 til 1980. Ef gert er ráð fyrir að sjúklingar með berkla í þvagfærum komi flestir fram með þessum hætti', ætti tíðnin hér á landi að vera um það bil tveir á hverja 100 þúsund íbúa á ári, en það kemur vel heim við tíðn- ina í Svíþjóð. EFNIVIÐUR Á árunum 1971—1980 vistuðust samtals tólf sjúklingar, sex karlar og sex konur á Landakotsspítala. Allir greindust með þvag- ræktunum á Rannsóknastofu Háskólans, nema ein kona, sem greindist með vefja- rannsókn á nýra. Sjúklingarnir voru á aldrinum 23 til 74 ára. Nú verða raktar hér þrjár sjúkrasögur. TAFLA I. SkráOir berkUtsjúklingcir á lslandi í árslok 19110 til 1974. __________ 1970 1971 1972 1973 1974 Berklasjúklingar í árslok Þar af berklar í þvag- 98 103 85 70 79 og kynfærum 8 10 5 8 8 TAFLA II. Fjöldi sjúklinga meO jákvceO þvag- sýni viO berklarcektun hjá Rannsóknastofu Háskólans árin 1971—1980. Karlar Konur Samtah 1971 4 1 5 1972 2 2 4 1973 2 0 2 1974 3 2 5 1975 3 0 3 1976 4 4 8 1977 3 1 4 1978 2 2 4 1979 1 1 2 1980 2 2 4 Alls 26 15^ 41

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.