Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 43
41 9.2.2 íþróttaslýs (45): I fótbolta slösuðust 15. Langoftast var það boltinn, sem lenti á auganu, ellegar þá fótur eða hönd annars liðsmanns. Sum þessara augna fengu slæmt augnmar með innri blæðingu, en varanlegir áverkar voru engir. Sjö meiddust í sambandi við sportveiðar. Fjórir fengu öngul í auga, ýmist eiginn eða veiðifélagans. I öll skiptin hlaust af holund. 1 einu tilfellanna skemmdist augasteinninn. Þrír fengu sökku í auga, er öngull festist í botni og togað var fast í. Tvö þessara slysa voru slæmar holundir. Fimm meiddust í handbolta, þar af einn það alvarlega að fjarlægja þurfti augað. Fjórir slösuðust í hniti, er boltinn lenti á auganu. Fjórir meiddust við skíðaiðkun. Oftast var það skíðastafur, sem rakst í augað. Einn þeirra fékk það slæma 'holund að fjarlægja þurfti augað. Þrír meiddust í sambandi við hesta- mennsku. Einn datt af baki og hlaut augn- tóftarbrot (blowout fracture). Hross spark- aði í einn og kona fékk flís i auga, er hún stóð hjá þar sem verið var að járna hest. Þrir fengu ,,dartpílu“ í auga. Einn þeirra hlaut slæma holund. Tveir fengu golfkúlu I auga. Annar þeirra fékk endurteknar blæðingar í forhólf. Tveir meiddust í fjallgöngu. Annar þeirra rak isöxi í augað, hinn hlaut glærubruna af völdum sólar. 9.2.3 Hlutur rakst í auga (27): Spýta rakst í auga hjá 6 börnum, 2—6 ára, oftast í sambandi við skylmingar. Þrír ung- lingar fengu málmflís í auga við kassabíla- smíðar. Þrír fengu teygju í auga, tveir þeirra spennu af teygjuaxlaböndum og einn krók á farangursgrindarteygju. Sippuband slóst í auga tveggja barna, annað þeirra fékk vægt drer á augasteininn. Tveir fengu kalkslettu í auga, annar var unglingur sem var að gantast við jafnaldra sinn niðri í lest á skip. Brenndist hann mjög illa á glæru. Tólf ára drengur fékk heykvísl i auga við leik í heyi, Hlaut hann slæma holund og slysadrer. Fjórtán ára drengur fékk slæma holund og drer, er glerbrot hrökk í auga. Var hann að opna kókflösku með annarri, þegar stút- urinn brotnaði af. Ungur maður fékk háþrýstivatnsbunu i auga og hlaut slæmt augnmar. Vatnsslanga slóst í auga 15 ára stúlku, er !hún var að vökva garð. Köttur krafsaði í auga 5 ára barns. Þriggja ára barn krækti fingri í auga félaga síns á barnaheimili og reif sundur tára- ganga. Sjö ára drengur fékk holund á auga er hann braut rúðu í gróðurhúsi. Eins og hálfs árs barn meiddist þegar herðatréskrók- ur kræktist undir augnlok og góðviljuð frænka kippti í þannig að lokið rifnaði frá ásamt táragöngum. Unglingur stakk á golf- kúlu með hnífi og fékk innvolsið undan miklum þrýstingi í augað. Tiu ára stúlka fékk mar á auga með innri blæðingu, þegar reiðhjóladekk, sem hún var að dæla lofti í, sprakk við auga hennar. Ungur drengur fékk grasstrá í glæru. 9.3.4 Vegna sprenginga slösuðust 25: 20 meiddust þegar þeir báru eld að púðri, blysi, hvellsprengju, rakettu eða hvellhettu. Langflestir voru drengir 10—12 ára. Mjög oft var það einhverskonar heimatilbúin sprengja, sem sprengd var á gamlárskvöldi eða fyrstu dagana þar á eftir. Yfirleitt voru þetta brunar i andliti og framhluta augans, sem greru vel. Tveir hlutu þó holund og tveir fengu málmflisar inn í augað. Hljóðhimnur sprungu í sumum tilfella og einn missti framan af fjórum fingrum. Tveir ungir drengir meiddust, þegar þeir sprengdu skot með hamri. Annar þeirra fékk málmflís gegnum augað. Þrír fengu glerbrot í auga, einn þegar hann bar ijósa- perur á bál, einn þegar flaska sprakk á báli og einn þegar gosdrykkjaflaska sprakk i kælingu undir krana. Allir hlutu þeir holund og hjá einum eyðilagðist augasteinn. 9.2.5 Slösíiðust vegna byltu (12): Oftast voru það börn sem duttu i leik, oft með eitthvað í höndunum, sem rakst i augað. í nokkrum tilfellanna fóru táragangar í sundur og fjórir hlutu holund. Tveir þeirra fengu einnig þétt drer og er sjón þeirra að- eins handarhreyfing. 9.2.6 Tíu ráku hluti í auga: Af þeim ráku f jórir drengir 5—7 ára vasa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.