Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 51
49 tæplega 50% af N. meningitidis sýkingum, var hún þar til mestrar hjálpar, þar sem hjá fjórum tilfellum af 17 smásjárgreindum ræktaðist sýkillinn ekki. Hjá öðrum sýkla- tegundum var smásjárskoðun aðeins til staðfestingar jákvæðri ræktun. 6. BLÓÐRÆKTANIR OG NEFKOKSRÆKT- ANIR. Blóðræktanir voru gerðar hjá 61 sjúklingi við innlögn (80%). Af 30 sjúklingum með meningitis meningo- coccica reyndist blóðræktun jákvæð hjá 50%, þar af hjá fjórum sjúklingum með hnakka- stirðleika og frumuaukningu í mænuvökva, en neikvæða mænuvökvaræktun. Af 20 sjúklingum með H. infl. meningitis var blóðræktun jákvæð hjá 85%. Af fjórum sjúklingum með meningitis pneumococcica var blóðræktun jákvæð hjá 75%. Hjá þremur sjúklingum með E coli meningitis var blóðræktun í öll skiptin já- kvæð. Hjá einum sjúklingi með meningitis streptococcica og hjá þremur ógreindum var blóðræktun neikvæð. Nefkoksræktanir, þar sem vírpinna var ýtt gegnum nasir aftur í nefkok, voru hins vegar gerðar hjá tiltölulega fáum sjúk- lingum, eða 13 með meningitis meningo- coccica og 11 með H. infl. meningitis. Hjá N. men. sjúklingum voru fimm (38%) með já- kvæða ræktun, og hjá H. infl. sjúklingunum voru sex (55%) með jákvæða ræktun, þ.e.a.s. sýndu isamsvarandi sýkla í nefkoki og í mænuvökva. Hjá einum hnakkastífum snáða með húðblæðingar og frumuaukningu í mænuvökva, ræktaðist N. meningitidis úr nefkoki, en hvorki úr blóði né mænuvökva. 7. EINKENNI. Af 35 börnum með meningi- tis meningococcica fengu 27 eða 77% sýnileg húðútbrot. Hjá 24 sáust dílablæðingar (pete- chiae) og af þeim höfðu fimm einnig stærri húðblæðingar (ecchymosis). Þrir höfðu hins- vegar aðeins fengið blettaþrymla (maculo- papuler útbrot), áður en meðferð var hafin, og þar af var einn með dæmigerð mislinga- lík útbrot. Höfðu dílablæðingarnar lengst staðið í 2 sólarhringa fyrir meðferð. Var hér um að ræða 2 ára gamla stúlku frá Siglu- firði, sem lifði sjúkdóminn af án eftirstöðva. Af sjö sjúklingum með sepsis meningo- coccica voru sex með dílablæðingar og einn með blettaþrymla. Fölva, gráfölva eða cyanosis var lýst hjá 17 af 35 sýkingum af völdum H infl., S. pneum. og E. coli, en aldrei útbrotum, s.s. dílablæðingum. Meðvitund var skert hjá allmörgum sjúk- lingum við innlögn og ^standinu lýst sem stuporous, comatous eða jafnvel moribund hjá alls 18 sjúklingum (23%). Þar af voru níu af völdum N. men, fimm af völdum H. infl., einn af völdum S. pneum., tveir af völdum E. coli og einn ógreindur. Önnur einkenni s.s. uppköst, höfuðverkur, hnakkastirðleiki og likamshiti þykja ekki gefa tilefni til sérstakrar umsagnar. Blóðflögur voru athugaðar hjá öllum sjúklingunum og taldar, ef um fækkun virt- ist að ræða. Blóðflögufæð innan við 100.000/ mm3 sást aðeins hjá þremur meningococca- sjúklingum (tveir dóu), hjá fjórum H. infl. sjúklingum og tveimur E. coli sjúklingum. Mænuvökvaþrýstingur var mældur hjá 23 sjúklinganna, eða tæplega 30%. Þar af voru aðeins fimm með eðlilegan þrýsting, eða innan við 200 mm Ho0. Engin samsvörun fannst milli tímalengdar veikinda, fjölda hvítra blóðkorna í mænuvökva og mænu- vökvaþrýstings. 8. MEÐFERÐ. 8.1 Sýklalyf: Upphafleg sýklalyfjameðferð, meðan beðið var niðurstöðu ræktana og næmisprófa skiptist í tvo meðferðarhópa. Annar hópurinn (40 sjúkl.) fékk penicillin, ampicillin, chloramphenicol, sulfafurazol og kanamycin eða gentamycin í ýmsum sam- setningum, yfirleitt tvö eða þrjú lyf í einu. Hinn hópurinn (37 sjúkl.) fékk aðeins ampicillin, 300—400 mg/kg/dag, gefið í æð á 4 klst. fresti, þar til úrslit ræktana lágu fyrir. Var þá ýmist breytt yfir í cryst. peni- cillin eða haldið áfram með ampicillin, þann- ig að aðeins ein tegund sýklalyfs var gefin á hverjum tíma. Tveir sjúklingar með meng- isbólgu af völdum E coli fengu þó kana- mycin auk ampicillins (’69 og ’72). í þessum hópi var engum sjúklingi gefið sulfa, né heldur chloramphenicol. Síðasti sjúklingurinn var 10 mánaða göm- ul stúlka, er lagðist inn í október 1978 og reyndist hafa fyrsta H. influenzaestofninn af typu B í mænuvökva, hér á landi, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.