Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 45
43 bílamiðstöð og einn fékk heitt vatn í auga, er hann var að gufuhreinsa bílvél. Hjá þremur stakkst vir úr vélknúnum vír- bursta í auga, er þeir voru að slípa lakk á bílum. Allir hlutu þeir holund á auga og slysadrer. Hefur augasteinn síðan verið fjarlægður hjá einum þeirra. Einn fékk málmkrók á teygju í auga, er hann var að festa áklæði á bílsæti og einn fékk mjög slæmt mar á bæði augu með innri blæðingum, er hann fékk ístappa úr loft- bremsuröri vörubíls í andlitið. Hann lá inni 49 daga og var sjón á báðum augum við út- skrift aðeins fingurtalning í eins metra fjar- lægð. 9.3.3 Við sjómennsku og fiskvinnslu slöstið- tist 38: Af þeim voru 14, sem fengu tóg eða togvír í auga. Mörg þessara augna eru illa farin og hafa þrjú þeirra aðeins Ijósskynjun. Einn þurfti að gangast undir tvær þrýstingslækk- andi aðgerðir, vegna síendurtekinna blæð- inga i auganu. Átta brenndust á auga: Tveir brenndust við vinnu. Fékk annar þeirra ammoniaksgufu í andlit, er slanga í frystitæki sprakk, hinn fékk sjóðandi vatn með sprengjubrotum og beinamulningi i augað, sem við það sprakk og augasteinn skemmdist. Einn fékk formalínsgusu í andlitið og ann- ar edikssýru, en hún er notuð sem rotvörn í loðnu. Vélstjóri rak skiptilykil í skaut rafgeymis, sem við það sprakk. Unglingur henti kalki í auga félaga síns, sem hlaut slæman augn- bruna. Einn fékk í auga þrýstiloft, sem not- að er til þess að gangsetja bátavélar. Einn fékk rafmagnsblossa í auga er hann var að skipta um öryggi i rafmagnstöflu á síldar- flutningaskipi. Sjö fengu hníf eða krók í augað. Ungling- ur rak hníf i auga og hlaut af því holund og slysadrer. Sjón á því auga er nú minni en 6/60 Snellen. Ungur sjómaður fékk slæman áverka á auga, er félagi hans rak hníf óvart i augað við fiskiaðgerð úti á sjó. Missti hann alger- leg sjónina á því auga og fékk auk þess svæsna samkenndarbólgu (ophthalmia sym- pathica) I hitt augað. Er þetta eini sjúkling- urinn í þessu uppgjöri sem fær samkenndar- bólgu. Hann lá inni alls 142 daga, en endan- lega tókst að lækna augnbólguna. (1 ritgerð prófessors Guðmundar Bjöms- sonar um blinda og sjónskerta kemur fram að sjö eru skráðir blindir af völdum sam- kenndarbólgu. Allir blinduðust þeir á bams- aldri, að einum undanskildum, sem fékk hníf í augað. Minnkandi tiðni þessa kvilla á síðari árum má vafalaust þakka betri tækni \dð augnslysaaðgerðir og notkun barkstera). Einn rak fiskigogg í auga, er 'hann var að festa gogginn á skaft. Hlaut hann af því holund. Einn fékk öngul í auga. Gamall maður rak krókbugðu í auga við hvalskurð og hlaut nokkuð slæmt augnmar. Krókur slóst i gleraugu ungs sjómanns við fisk- löndun, sem brotnuðu og skarst glæra. Sjó- maður á erlendu skipi rak skiptilykil i augað við vinnu. Ýmsir hlutir hmkku í auga niu sjómanna: Má þar nefna málmflísar hjá þremur er þeir voru að ryðberja, brot úr rafmagnsbor hjá einum og brot úr járnsagarblaði hjá einum. Fékk sá einnig slysadrer og er sjón aðeins handarhreyfing. Einn fékk vírbút úr vélknúnum vírbursta í auga og hlaut hann slysadrer og innri bólgu. Sjón á þvi auga er nú aðeins ljósskynjun. Tveir fengu aðskota- hlut í auga við netaviðgerðir, annar fékk stein í auga, en hinn nagla og hlaut sá hol- und og slysadrer. Er sjón nú aðeins 6/60 Snellen. Sjómaður fékk tönn inn i auga- stein gegnum glæm, er hann var að losa net úr kjafti skötusels. Fjarlægja þurfti auga- steininn, en sjón er orðin góð, með viðeig- andi glerjum. Þýskur sjómaður datt á járn- tein, sem stakkst í auga; er það sennilega ónýtt. 9.3.4 Augnslys í verksmiðjum <2j): Af þeim voru 16 sem slösuðust i vélsmiðj- um. Sex þeirra fengu málmflís í auga og skemmdist augasteinn hjá einum. Málmhlutir hrukku i auga hjá sjö. Af þeim fengu tveir brot úr smergelskífu i auga, einn brot úr bor og málmstykki úr rennibekk skaust í auga eins og olli holund. Vélvirki missti auga er málmpinni, sem hann var að sjóða á plötu skaust í augað. Skrúfjárn rakst í auga eins og annar fékk vír úr vélknúnum virbursta í auga og skemmdist hjá honum augasteinninn. Einn fékk mar á bæði augu og hljóðhimnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.