Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 66
64 segli, sem snérist fyrir áhrif rafmótors 60±1 snúninga á mínútu. Til pH-mælinga var notuð samsett gler og kalomelelektróða (GK 2401 >C, Radiometer). pH-mælir var einnig frá Radiometer (PHM 63). Á enda byrettunnar, sem notuð var til mælinga á magni sýrunnar, var komið fyrir teflon- slöngu, sem var dregin út í grannan odd (0.5—0.7 mm í þvermál). Lausnin var titreruð að markinu 3.00± 0.04 með 0.100 M HCl, fyrsta klukkutím- ann á 5 mínútna fresti og síðan á 10 mín. fresti þar til 2 klst. voru liðnar frá upphafi. Gerðar voru tvær titreringar af hverju lyfi og sýni tekin úr tveimur flöskum. Verð það, sem lagt var til grundvallar í samanburði á lyfjunum og kostnaðarút- reikningi miðað við sýrubindandi virkní, var samkvæmt Lyfjaverðskrám I og II frá 1.10. 1981.7 8 Hér er átt við útsöluverð lyfjabúða, að viðbættum söluskatti, en án afhendingargjalda, sem er mismunandi eftir því hvort lyf er afhent samkvæmt lyfseðli eða í lausasölu. Þar sem bindihæfni var mæld m.t.t. rúmmálseininga og sum lyfjanna eru seld í þungaeiningum var eðlisþyngd þeirra mæld9 og innihald hverr- ar flösku reiknað út í ml. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknar okkar koma all- ar fram í töflum 1 og 2 og í mynd 1. Tafla 1 sýnir samanburð á bindigetu lyfj- anna. í fremsta dálki eru niðurstöður mæl- inga skráðar sem meðaltal tveggja titrer- inga ásamt staðalfráviki. Frávikin gefa til kynna gott samræmi milli endurtekinna mælinga. Sé deilt í ml-fjöldann með 10 fæst út fjöldi mmóla af H + , sem hver ml af antacidum bindur. í aftari dálkum töfl- unnar sést samhengi milli tímans og hlut- falls af heildarrúmmáli. Á mynd 1 sést samhengið milli tímans og ml-fjölda fyrir fimm antacida. í töflu 2 er upplýst um heiti, umbúða- stærð og nafn framleiðenda þeirra lyfja er kostnaðarútreikningar eru gerðir á. Um- búðastærðir lyfjaruna eru þær stærstu og hagkvæmustu frá viðkomandi framleiðend- um og þær sem oftast er ávísað. Mismunur á stærð eininga í ml og í g er fram kominn vegna mismunandi eðlisþunga lyfjanna. TIME FIGURE I. TITRATION 0F 1 ML 0F FIVE ANTACIDS WITH 0.1 M HCL o NOVALUCOL FORTE (HASSLE) ▲ MIXT. ALUMINII HYDROXIDI C. MAGNESII SILICATE 10Z • MYLANTA LIOUID PARKE-DAVIS □ ALMINOX DAK 77 (RHAP) A GELATUM ALUMINII HYDROXIDI ^2 CUM MAGNESII SILICATE 10Z Frekari athugasemdir varðandi niður- stöður koma fram í næsta kafla. UMRÆÐUR Eins og búast mátti við, leiðir saman- burður okkar í Ijós verulegan mun á bindi- getu þeirra lyfja, sem mest eru í notkun hér á landi. Efsta lyfið á listanum bindur tvöfalt til þrefalt magn af saltsýru á við þau sem neðar eru. Virðist ljóst að taka þarf tillit til þessa, þegar ákvörðuð er skammtastærð, og væri æskilegt að upplýs- ingar um bindigetu lyfjanna væru aðgengi- legar. Rétt er að taka fram, að þótt Ford- tran hafi sýnt fram á góða samsvörun milli in vivo og in vitro mælinga, tekur þessi

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.