Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 50
48 Annual incidence of bact. meningitis Arsdreifing meningitis bacterialis 0 = N. meningitldis (Tll viðbótar sáust 7 tilfelli af N. men. scpsis, 3 árið '76, 3 árið '77 og 1 árið '78) Fig. 1. Aðdragandl lnnlagnar Duration of symptoms bcfore admission. Fig. 2. Ekki var unnt að sýna fram á nokkra marktæka tíðnidreifingu milli mánaða eða mánaða eða árstiða, enda iþótt flest tilfelli i einum og sama mánuði gerðu vart við sig i ágúst (10), en fæst i marsmánuði (4). 2. AÐDRAGANDI INNLAGNAR OG FYR- IRLIGGJANDI KVILLAR. Ekki reyndist alltaf auðvelt að tímasetja nákvæmlega sjúkdómseinkenni fyrir innlögn, einkum ef meningitiseinkennin virtust koma í kjölfar annarra veikinda. Þó var ljóst, að oftast þróuðust sjúkdómseinikennin í hálfan til einn sólarhring, áður en bamið kom inn á sjúkra- hús (mynd 2). Aðeins eitt barn var innlagt innan 6 klst. frá upphafi einkenna. Var það tveggja mánaða gamall drengur lagður inn i miðjum framangreindum meningoeocca- faraldri. Tólf sjúklingar voru ákveðið taldir hafa haft fyrirlæga kvilla, oftast eyrnabólgur, kvef eða einhverjar veirusýkingar, þar á meðal allir sjúklingamir með meningitis pneumococcica. Af þeim voru tveir með cellu- litis orbitalis og ethmoiditis og þrir með kvef og eyrnabólgu, þar af einn með nýaf- staðna mislinga. Hinn síðastnefndi hafði verið á penicillini í 12 daga vegna beta- haemolytiskra streptococca í hálsi og hætt á þeirri meðferð aðeins fjórum dögum fyrir upphaf meningitiseinkenna. Tveir voru með miðtaugakerfisskaða fyrir heilahimnubólguna. Nef- og/eða hálskirtlar höfðu verið fjarlægðir hjá fjórum sjúkling- anna. 3. LYFJAGJAFIR FYRIR INNLÖGN. Alls höfðu 30 sjúklingar (38%) fengið lyf fyrir innlögn. Af þeim reyndust 18 hafa jákvæða mænuvökvaræktun. lf. ORSAKIR. Af 78 mengisbólgusjúklingum voru 67 sýklagreindir (86%), en sýkingar- orsök ósönnuð hjá 11. Af þessum 11 sjúk- lingum voru þó fjórir, sem fengið höfðu sýklalyf fyrir mænustungu, en komu inn með meiri eða minni húðblæðingar, þar af þrír i N. meningitidisfaraldrinum 1976—77. Þótti því leyfilegt að skipa þeim í flokk meningococcasjúklinga. Hlutfallslega skiptingu eftir sýklaorsök má sjá í töflunni. 1 ljós kemur, að Neisseria meningitidis, Haemophilus influenzae og Streptococcus pneumoniae orsökuðu 86% sýkinganna. Til viðbótar við 35 heildartilfelli af meningitis meningococcica komu 7 tilfelli af sepsis meningococcica inn á barnadeildina á árunum 1976—78, fimm af gr. B, tvö ekki flokkanleg. Ekki var byrjað að flokka meningococca- sýklana hér á landi fyrr en 1976, þannig að aðeins náðist að flokka 11 af mengisbólgu- sýkingunum. Reyndust niu af gr. B og 3 af gr. A. 5. GRAMLITUN. Mænuvökvi var yfirleitt sendur tafarlaust á Rannsóknarstofu Há- skólans, Sýklarannsóknadeild, til Gram lit- unar og ræktunar. Alls reyndist Gram litun jákvæð hjá 43 af 78, eða hjá 55%. Sýklar sáust við smásjárskoðun hjá 100% pneumo- coccasýkinga og 70% H. infl. sýkinga. Oftast samsvaraði smásjárgreining ræktunarút- komu, en fyrir kom, að H. infl. var mis- greindur sem S. pneumoniae í upphafi. Enda þótt Gram litun væri aðeins jákvæð hjá

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.