Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 50
48 Annual incidence of bact. meningitis Arsdreifing meningitis bacterialis 0 = N. meningitldis (Tll viðbótar sáust 7 tilfelli af N. men. scpsis, 3 árið '76, 3 árið '77 og 1 árið '78) Fig. 1. Aðdragandl lnnlagnar Duration of symptoms bcfore admission. Fig. 2. Ekki var unnt að sýna fram á nokkra marktæka tíðnidreifingu milli mánaða eða mánaða eða árstiða, enda iþótt flest tilfelli i einum og sama mánuði gerðu vart við sig i ágúst (10), en fæst i marsmánuði (4). 2. AÐDRAGANDI INNLAGNAR OG FYR- IRLIGGJANDI KVILLAR. Ekki reyndist alltaf auðvelt að tímasetja nákvæmlega sjúkdómseinkenni fyrir innlögn, einkum ef meningitiseinkennin virtust koma í kjölfar annarra veikinda. Þó var ljóst, að oftast þróuðust sjúkdómseinikennin í hálfan til einn sólarhring, áður en bamið kom inn á sjúkra- hús (mynd 2). Aðeins eitt barn var innlagt innan 6 klst. frá upphafi einkenna. Var það tveggja mánaða gamall drengur lagður inn i miðjum framangreindum meningoeocca- faraldri. Tólf sjúklingar voru ákveðið taldir hafa haft fyrirlæga kvilla, oftast eyrnabólgur, kvef eða einhverjar veirusýkingar, þar á meðal allir sjúklingamir með meningitis pneumococcica. Af þeim voru tveir með cellu- litis orbitalis og ethmoiditis og þrir með kvef og eyrnabólgu, þar af einn með nýaf- staðna mislinga. Hinn síðastnefndi hafði verið á penicillini í 12 daga vegna beta- haemolytiskra streptococca í hálsi og hætt á þeirri meðferð aðeins fjórum dögum fyrir upphaf meningitiseinkenna. Tveir voru með miðtaugakerfisskaða fyrir heilahimnubólguna. Nef- og/eða hálskirtlar höfðu verið fjarlægðir hjá fjórum sjúkling- anna. 3. LYFJAGJAFIR FYRIR INNLÖGN. Alls höfðu 30 sjúklingar (38%) fengið lyf fyrir innlögn. Af þeim reyndust 18 hafa jákvæða mænuvökvaræktun. lf. ORSAKIR. Af 78 mengisbólgusjúklingum voru 67 sýklagreindir (86%), en sýkingar- orsök ósönnuð hjá 11. Af þessum 11 sjúk- lingum voru þó fjórir, sem fengið höfðu sýklalyf fyrir mænustungu, en komu inn með meiri eða minni húðblæðingar, þar af þrír i N. meningitidisfaraldrinum 1976—77. Þótti því leyfilegt að skipa þeim í flokk meningococcasjúklinga. Hlutfallslega skiptingu eftir sýklaorsök má sjá í töflunni. 1 ljós kemur, að Neisseria meningitidis, Haemophilus influenzae og Streptococcus pneumoniae orsökuðu 86% sýkinganna. Til viðbótar við 35 heildartilfelli af meningitis meningococcica komu 7 tilfelli af sepsis meningococcica inn á barnadeildina á árunum 1976—78, fimm af gr. B, tvö ekki flokkanleg. Ekki var byrjað að flokka meningococca- sýklana hér á landi fyrr en 1976, þannig að aðeins náðist að flokka 11 af mengisbólgu- sýkingunum. Reyndust niu af gr. B og 3 af gr. A. 5. GRAMLITUN. Mænuvökvi var yfirleitt sendur tafarlaust á Rannsóknarstofu Há- skólans, Sýklarannsóknadeild, til Gram lit- unar og ræktunar. Alls reyndist Gram litun jákvæð hjá 43 af 78, eða hjá 55%. Sýklar sáust við smásjárskoðun hjá 100% pneumo- coccasýkinga og 70% H. infl. sýkinga. Oftast samsvaraði smásjárgreining ræktunarút- komu, en fyrir kom, að H. infl. var mis- greindur sem S. pneumoniae í upphafi. Enda þótt Gram litun væri aðeins jákvæð hjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.