Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Side 20
18 UMRÆÐA Við samanburð á niðurstöðum lækna við Mayo Clinic á 212 sjúklingum, sem inn voru lagðir vegna nefblæðinga á 20 ára tímabilinu 1930-1950 kemur í ljós að nið- urstöður eru ekki alveg hliðstæðar. Eftirfarandi tafla sýnir aldursskiptingu sjúklinga læknanna við Mayo Clinic: TAFLA IV. AldursskÍTpting á Mayo Clinic 1930-1950. Aldur Fjöldi % 5 ára 5 ( 2.4) 5-14 — 9 ( 4.3) 15-24 — 11 ( 5.2) 25-34 — 10 ( 4.7) 35-44 — 31 (14.6) 45-54 — 38 (17.9) 55-64 — 53 (25.0) 65 og eldri 55 (25.9) 212 (100%) Þannig eru nokkur frávik á aldrinum 5-14 ára. en hins vegar mjög svipað hlut- fall á aldrinum 15-34 ára. Aldurinn 35-44 er nokkuð ólíkur eða 4.8% hér, á móti 14.6% á Mayo Clinic. Aldurinn 45-54 er svo aftur hliðstæður eða 19% á móti 17.9%. Nokkur munur er á aldrinum 55-64 ára 16.6% hér, á móti 25%. Hjá sjúklingum 65 ára og eldri eru hlut- föllin 33.3% hér, á móti 25.9% við Mayo Clinic. Þó nokkru muni hér er þetta hugsanlega hliðstætt þegar tekið til tillit til fjölda há- aldraðra í sjúklingahópi hjá okkur. Ef gerður er samanburður á orsök blæð- inganna kemur í ljós, að þær eru mjög svipaðar. Þannig er blæðing vegna ókunnra orsaka 23.8% hjá okkur, á móti 25% sjúklinga á Mayo Clinic og blæðing vegna háþrýstings 40.6% hjá okkur en 36.4% hjá þeim. Samanlagt eru þetta lang- algengustu orsakirnar i báðum hópunum enda yfir 60% tilfella. Um aðrar orsakir verður ekki fjölyrt, en þess má geta, að blæðingar vegna áverka og illkynja æxla eru svipaðar. SUMMARY In 42 cases occurring from 1959 through 1979, epistaxis has been treated in St. Joseph’s Hospital Reykjavík. In about 40% of the cases hypertension was the causative factor 50% of the patients were 55 years or more. TILVITNUN 1. Olav E. Hallberg, M.D., Rochester. Minn. ' Severe nosebleed and its treatment”. Jama Vol. 148, No. 5 bls. 355. Eftir vígslu Landakoísspítala árið 1962. Frá vinstri: Sigurður Sigurðs- son, landlæknir, Bjarni Jónsson og Gunnar Möller forstjóri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.