Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 9
7 Kristján Jónasson SÓNSKANNAR INNGANGUR SónsJcannar eru sneiðmyndavélar eða skyggnitæki, sem byggjast á notkun hljóð- geisla. Þeir hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum, einkum eftir að að- ferðir fundust til að taka myndirnar í grá- um litaskala. Myndirnar, sem hér eru kallaðar són- myndir eru sneiðmyndir af mjúkum vefj- um, oftast þvert á eða samsiða lengdarás likamans. Þær sýna einkar greinilega skil vefja og líffæra, en gefa jafnframt mikil- vægar upplýsingar um innri byggingu margra líffæra, t.d. legs, eggjastokka, lifr- ar, briskirtlis, nýrna, hjarta og augna. Sónmyndatakan er óþægindalaus og talin óskaðleg á öllum aldursstigum.110 Són- myndatökur má því endurtaka eins oft og ástæða þykir til án þess að eiga á hættu að valda sjúklingi skaða.1 Af þessum ástæð- um hafa sónmyndatökur aukist mjög og fengið mikla þýðingu fyrir margar sérgrein- ar læknisfræðinnar.7 14 15 10 Sóngreining, þ.e. notkun sónskanna við myndatökur og skyggningu svo og túlkun sónmyndanna, er orðin mikilvægur þáttur í starfi á mörgum röntgendeildum í Banda- ríkjunum og Bretlandi og er notuð í vax- andi mæli á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Hljóðgeislar, sem notaðir eru til greining- ar á sjúkdómum, eru á tíðnibilinu 1-15 megahertz. Slík hátíðnihljóð kallast úthljóð á íslensku, en verða hér nefnd sónn. Sónn- inn er framkallaður á þann hátt, að raf- straumur er sendur gegnum kristalla, sem dragast saman eða þenjast út eftir stefnu rafstraumsins, sem notaður er og fram- kalla við það hátíðnihljóð. Aðferðin byggist á uppgötvun, sem bræð- urnir Pierre og Paul Curie gerðu árið 1880. Þeir sýndu fram á að vissir kristallar hlað- ast rafmagni, ef þeir verða fyrir þrýstingi og sé rafstraumi hleypt í gegnum slíka kristalla breytist lögun þeirra. Þessi eigin- leiki, sem aðeins er gefinn vissum kristöll- um, t.d. kvartzi, kallast þrýstirafmagn. Efni með þrýstirafmagnseiginleika eru í ensku máli kölluð „transducers". Orðið er samheiti yfir efni, sem geta breytt orku úr einni tegund í aðra. Islenska heitið er breytir. Kristallar, sem notaðir eru í sónskanna, breyta rafmagni í hljóðorku og hljóðorku í rafmagn. Kristallinn í skannanum sam- svarar að nokkru leyti röntgenlampanum i röntgentækinu. Þegar rafstraumi er hleypt á röntgen- lampann, sendir hann frá sér röntgengeisla, rafsegulbylgjur með mjög háa tíðni. Þegar kristallinn fær rafpúls, sendir hann frá sér aflsveiflur með háa tíðni, són. Hann tekur auk þess á móti hergmáli frá vefjum og breytir því í rafmerki. Sónmyndin verður þannig til, að rafpúls er sendur gegnum kristal. Kristallinn breyt- ir rafpúlsinum í sónpúls, sem berst í gegn- um vefina. Hluti sónpúlsins endurkastast til kristallsins. 1 kristallinum breytist bergmál- ið í rafmerki, sem nýtt eru til að byggja upp sónmyndina. f grundvallaratriðum eru sónskanni og ratsjá byggð upp eftir sömu lögmálum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulgeisla, sem endurvarpast frá hlutum í umhverfinu. Þeir geislar, sem endurkastast til baka til rat- sjárinnar, eru nýttir til að byggja upp mynd af umhverfinu á ratsjárskjánum. Enska orð- ið „radar“ er skammstöfun, sem stendur fyrir (ra)dio (d) etecting (a)nd (r)anging og merkir að greina hluti í umhverfinu með hjálp rafsegulgeisla. Hljóðbylgjur berast mjög auðveldlega um vatn. Fyrstu sónmyndatækin voru gerð til að gefa upplýsingar um sjávarbotn og hluti í djúpunum einkum kafbáta og annað, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.