Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 27
25 19,2 mánuðir. Sé þetta rétt er meðalbiðtími íslensku sjúklinganna mun lengri en al- mennt er á Norðurlöndum. Slíkur munur get- ur átt sér ýmsar skýringar. Til dæmis mætti hugsa sér, að HLA mynstur Islendinga væri svo brábrugðið mynstri annarra Norður- landabúa, að eríitt væri að finna nýru með gott vefjasamræmi fyrir Islendinga. 1 raun sýnist Island þó erfðafræðilega ,,nálægt“ hinum Norðurlöndunum hvað HLA-mynstur snertir.8 Sama heimild getur þó annars erfðafræðilegs atriðis, sem ætti að vera þýð- ingarmeiri: Hvergi í nálægum löndum eru hlutfallslega jafnmargir og hér í blóðflokki O, eða 55,3%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall nálægt 40%. Fólk í O flokki getur aðeins þegið nýru fólks í sama blóð- flokki, en getur hins vegar gefið nýru hverj- um sem er, ef samræmi er i HLA-mynstri. Þetta hefur leitt til þess, að fólk í O flokki hefur orðið útundan um nýru. Á timabilinu 1973—1978 voru 30% af þeim nýrum, sem grædd voru í fólk með A, B eða AB blóð- flokk með fullu HLA-samræmi, tekin úr fólki með O blóðflokk. Slíkt leiðir óhjá- kvæmlilega til fjölgunar O flokks sjúklinga á biðlista og ætti fremur að koma niður á íslenskum sjúklingum en öðrum. Við athug- un kemur samt í ljós, að sjúklingar í O flokki hafa síst beðið hér lengur en aðrir eftir nýra (O flokkur 13,8 mán., aðrir 14,1 mán.). Skýringin á lengri biðtíma íslenskra sjúklinga er því ekki þessi. Liklegust skýring eins og sakir standa byggist á sérstöðu okkar innan Scandia- transplant. Hér eru ekki stundaðar ígræðsl- ur og enn höfum við ekki treyst okkur að senda nýru til hinna Norðurlandanna. Falli til nýru ytra er veruleg og vaxandi tilhneig- ing að græða það í sjúkling á staðnum, ef þess er kostur. Það er auk þess talsvert um- stang að setja þá keðju atburða í gang, sem lciðir til erlends nýra í íslenskum sjúklingi i Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Af þess- um orsökum er nær óhjákvæmilegt, að ís- lenskir sjúklingar verði að nokkru útundan. Ólíklegt er að þetta mundi breytast þótt far- ið væri að senda utan örfá nýru árlega. Slíkt er ýmsum erfiðleikum háð. í fyrsta lagi yrði að lögfesta skilgreiningu á heiladauða og helst að leyfa, að líffæri væru tekin áður en hjartað hættir að slá. I öðru lagi þyrfti að sérþjálfa fólk í að taka út nýru og ganga frá þeim til flutnings. Þá yrði væntanlega að kaupa ,,perfusionsvél“ til að flytja nýrun í. Blóðsýni úr væntanlegum gefendum yrði að senda utan til vefjagreiningar og kross- prófunar. Nýrun mundu fyrst og fremst koma frá Borgarspítala (slys og heilaskurð- lækningar) og yrði 'hann því einnig að drag- ast inn í samstarf við Scandiatransplant. Allt eru þetta yfirstíganlegir örðugleikar og óneitanlega væri fýsilegt að leggja eitthvað af mörkum til samstarfsins. Tvær af þremur ígræðslum úr lifandi ætt- mennum hafa heppnast vel, enda voru þau nýru úr systkinum með fullt vefjasamræmi við nýrnaþega. Þriðja nýrað var úr foreldri og var því hafnað. Góð reynsla af systkina- nýrum er að vísu hvatning til slíkra í- græðslna og enn frekar ef tiltölulega erfitt er að útvega líknýru í Islendinga. Margs þarf þó að gæta áður en ráðist er i slíkar ígræðslur m.a. sálrænna atriða. 1 allri Evr- ópu2 eru ígræðslur úr lifandi gjöfum aðeins rúm 10% af öllum ígræðslum. Frændur okk- ar, Norðmenn, stunda slíkar ígræðslur í all- stórum stíl (30%) og láta vel af. Afdrif ígræðslusjúklinga eru hér lítt frábrugðin því, sem annars staðar gerist. Af þeim nýrum, sem grædd hafa verið í á vegum Scandia- transplant (endurígræðslur undanskildar) hefur réttur helmingur verið starfandi eftir árið og var jafnstór hluti starfandi eftir 3 ár. Fyrir Scandiatransplant i heild5 eru þess- ar tölur 50% eftir 1 ár og 35% eftir 3 ár (tímabilið 1969—77) og í Evrópu allri2 50% og 40% fyrir jafnlöng tímabil. SUMMARY Chronic Hemodialysis in Iceland. The first 12 years. Chronic hemodialysis was started at Land- spítalinn, Reykjavik August 15, 1968. During the first 12 years 5088 dialyses were performed on 35 patients. The 12 years are divided into 3 four year periods for comparison. The number of dialyses and patients hsis steadily increased with each period. The number of new patients averages ca. 3 per year for the whole period. The mean age at start dialysis was 42 years for the whole period, while it was 46.1 years for the last four year period. Death rate on dia- lysis steadily decreased being 1 death per 29 months of dialysis in the first and 1 per 73 months of dialysis in the third period. Months of dialysis for those who died increased from 9 to 24.5 months from first to last period. While distribution of primary renal diseases does not differ significantly from that in neigh-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.